Vikan - 17.04.1980, Page 19
— Gerðu bara það sem þú sérð mig
gera, herra Kramer.
Ted lék lækni. Hann þvoði sér og fór í
bláan slopp. Hann stóð fyrir framan
spegilinn í læknasloppnum sínum og
raunveruleg þýðing þessa grímuklæðn-
aðar rann skyndilega upp fyrir honum
ásamt þeirri staðreynd að hann réð litlu
um það sem nú var að gerast. Og skyndi-
lega var hann heltekinn þeim ótta sem
hann hafði svo lengi neitað að horfast i
augu við.
— Er ekki allt i lagi með þig?
— Ég held það.
— Þú lætur ekkert líða yfir þig?
— Nei.
— Fyrst,ef{ir að farið var að hleypa
feðrum inn á fæðingarstofuna kom ein
liver með nýja kenningu. Hann sagði að
sumirjpenn niisstu náttúruna um tíma
eftir að hafa horft á konu sina fæða
barn.
— Ó!
— Hann áleit að annaðhvort yrðu
þeir skelfingu/lostnir yfir sjáifri fæðing-
unni eða þeir fylltusl sektarkennd vegna
þjáninga konunnar. Þær eiga jú upptök
sin I getnaðarliminum . ..
Dr. Fisk hafði athyglisverðar venjur
við að þvo sér.
— Annars hefur auðvitað ekkert
verið sannað í sambandi við þessa kenn-
ingu. En hún er vissulega ihugunarverð,
finnst þér ekki?
— Ég veit þaðekki.
— Komið nú, herra Kramer. Og
rnissið nú hvorki meðvitund né náttúru.
Dr. Fisk hló að þessum brandara sín-
um sem Ted kunni engan veginn að
meta. Andlit hans var sem frosið vegna
taugaþenslu.
Þeir gengu inn á fæðingarstofuna. Þar
lá Jóhanna, gjörsamlega svipt öllum
virðuleika á þessum hápunkti lifs sins.
Það var eins og hún hefði verið undirbú-
in undir einhverja fáránlega trúarat-
höfn. Hún lá með fæturna í hringjum og
lak um sig miðja í herbergi sem var fullt
af fólki. Læknar, hjúkrunarkonur og
þrír nemar sem áttu að fylgjast með Jó-
hönnu með leggina upp I loftið.
— Allt í lagi, Jóhanna. Þú átt að
rembast þegar ég segi þér að gera það og
annars ekki, sagði læknirinn.
Þau höfðu æft þetta heima þar sent
það tilheyrði námskeiðinu. Ted leið
strax betur. Að minnsta kosti kannað-
ist hann við þetta.
— Verið hjá Jóhönnu, herra Kramer.
Þér getið fylgst með í speglinum.
Hann benti á spegil ofan við borðið.
— Rembast, rembast. kallaði læknir-
inn svo, og nú gerðist allt svo undur
hratt. Jóhanna æpti af kvölum. Á milli
reyndi hún að hvilast með því að anda
djúpt. Svo hélt hún áfrant að rembast.
Ted hélt utan um hana á meðan hún
rembdist og rembdist.
— Taktu nú á öllu sem þú átt til, vin-
an, sagði Ted samkvæmt nántskeiðinu.
Og hún rembdist og rembdist í örmum
hans þar til grátandi barn var í heiminn
borið. Jóhanna grét og Ted kyssti hana á
ennið, á augun, kyssti tár hennar. Aðrir
viðstaddir Ijómuðu, snortnir af þessari
sjón. Jafnvel hinn frægi læknir brosti.
Allir voru í hátiðarskapi og meðan
barnið var vigtað og rannsakað stóð Ted
Kramer yfir William Kramer og taldi út
limi hans, fingur og tær og tók eftir því
sér til mikils léttis að hann var ekki van-
skapaður.
Jóhanna var flutt í hvildarherbergi
þar sem þau ræddu saman í hálfum
hljóðum — ákváðu hvað gera þyrfti,
hvaða fólk hann yrði að hringja til, ýmis
verkefni sem Ted þurfti að sjá um — og
svo vildi hún fara að sofa.
— Þú varst stórkostleg, Jóhanna.
— Já, mér tókst það. En það næsta
vil ég fá í pósti.
— Ég elska þig.
— Ég elska þig líka.
Hann fór upp á barnadeildina til að
kveðja barnið. Hann lá þarna i kassa,
sofandi, á stærð við hnetu.
— Góða nótt, drengur minn, sagði
hann upphátt, eins og til að nálgast
raunveruleikann. — Ég er hann pabbi
þinn.
Hann fór niður og hringdi. Næstu
daga hélt Ted áfram að sjá fyrir sér þetta
örlitla andlit hvar sem hann var, nema
þegar hann fór í heimsóknir á sjúkra-
húsið þar sem nærvera barnsins var
áþreifanleg. Hann var djúpt snortinn.
ANNAR KAFLI
Þau hittust á Fire Island þar sem hann
átti hálfan aðgang að húsi fyrir ein-
hleypa, en það þýddi að hann gat dvalið
þar aðra hverja helgi. Hún átti einn
fjórða aðgang að húsi sem veitti henni
rétt til að koma fjórðu hverja helgi. Þó
að líkurnar væru þannig tölfræðilega
takmarkaðar hittust þau þó í einu af
þremur opnu húsunum sem haldin voru
á laugardegi, þá helgi sem þau voru bæði
á Fire Island.
Það varð varla þverfótað fyrir fólki i
anddyrinu, en þar stóð Jóhanna á tali
við þrjá menn. Ted horfði á hana og
augu þeirra mættust, ósköp svipað og
augu hennar mættu augum annarra
manna sem lika voru á stelpuveiðum.
Ted hafði verið á reiki á milli húsa ein-
hleypra á Amagansett og Fire Island og
gerði því skóna að hann hlyti að hitta
hana í öllum þessum hópi einhleypra.
Eða að minnsta kosti einhverja. Og
tækni hans var orðin það þróuð að hann
vissi hvað hann þurfti að gera til að
komast i kynni við laglega stúlku. Jafn
vel þó hún stæði í hópi þriggja manna og
væri á förum með einum þeirra.
Þegar Ted sá að hann var einn af
þeim sem hann hafði leikið handbolta
með smeygði hann sér út úr húsinu og
hallaði sér upp að stigariðinu. Hann
stöðvaði svo manninn á leiðinni út og
þeir skiptust á hversdagslegum athuga-
semdum. Og fyrir kurteisissakir neyddist
hann til að kyntia Ted fyrir vinkonu
sinni. Hún var Jóhanna og þar með var
isinn brotinn.
Hann sá hana hvergi á ströndinni
daginn eftir. En hann giskaði á að hún
tæki eina af þremur vinsælustu ferjun-
um til baka á sunnudagskvöldið. Svo að
hann kom sér fyrir á bryggjunni og
reyndi að líta jafnafskiptalaus út og
helgargestur sem tregðast við að kveðja
sólarlagið. Hún birtist við ferju númer
tvö. Ted tók eftir að i fylgd með henni
var enginn karlmaður, aðeins tvær vin-
konur. Þær voru aðlaðandi og sú stað-
reynd myndi vissulega falla Larry rúg-
brauðseiganda í geð. Vinur Teds, Larry,
var fráskilinn og hafði fengið rúgbrauðið
í sinn hlut. Hann notaði það til að geta
þó boðið konum eitthvað sem hefði gildi
interRent bílaleigan býður yöur fulltryggóan bíl á
næstum hvaóa flugvelli erlendis sem er - nýja bíla
af þeirri stærö, sem hentar yöur og fjölskyldu yðar.
Vér útvegum yður afslátt - og jafnvel er leiguupp-
hæöin lægri (ekkert kílómetragjald) en þér þurfiö
aö greiöa fyrir flutning á yöar bíl meö skipi - auk
þess hafiö þér yðar bíl aö brottfarardegi hér heima.
Veröi óhapp, tryggir interRent yður strax annan bíl,
í hvaóa landi sem þér kunnið að vera staddur í.
interRent er stærsta bílaleiga Evrópu, vér veitum
yður fúslega allar upplýsingar.
interRent
interRent á íslandi / Bílaleiga Akureyrar
Reykjavík - Skeifan 9 - Símar: 86915, 31615
Akureyri - Tryggvabr. 14 - Símar: 21715, 23515
16. tbl. Vikan 19