Vikan


Vikan - 17.04.1980, Síða 20

Vikan - 17.04.1980, Síða 20
Framhaldssaga fyrir þær: Far í bæinn á sunnudags- kvöldi. Flann hlóö bílinn konum og leit sjálfur oft út eins og bílstjóri sem hefur það að atvinnu sinni að aka flugfreyjum tilogfrá flugvelli. — Halló, Jóhanna. Ég er Ted. Manstu ekki eftir mér? Ertu búin að út- vega þér far? — Ætlar þú með þessari ferju? — Ég er að bíða eftir vini mínum. Sennilega best að gá að honum. Ted skokkaði eftir bryggjunni og tók á rás til hússins strax og hann var úr sjón- máli. — Laglegustu hnátur, Larry, sagði hann og togaði vininn með sér niður á bryggju. Á leiðinni til borgarinnar spurði ein af vinkonum Jóhönnu Ted hinnar óhjá- kvæmilegu spurningar: — Hvað gerirðu? Honum hafði ekki lánast vel að svara þessari spurningu um sumarið. Kon- urnar sem hann hitti virtust hafa sér- stakt einkunnakerfi, þar sem hæsta eink- unnin var 10. Læknar fengu tiu, lög- fræðingar og verðbréfasalar níu, menn á auglýsingastofum sjö, menn úr fataiðn- aðinum þrjá nema þeir rækju eigin versl- un, þá fengu þeir átta, kennarar fjóra og allir hinir i hæsta lagi tvo. Líka vafa- gemlingar eins og Ted en svar hans kall- aði oftast á aðra spurningu: — Hvað er það eiginlega? Og tækjust útskýringarn- ar ekki nógu vel lækkaði hann sennilega niðurieinn. — Ég sel auglýsingadálka. — Fyrir hvern? spurði Jóhanna. Hann þurfti ekki að útskýra það nánar. Kannski fengi hann fimm. — TímaritiðTómstundir. - Ó,já. — Þú kannast við það? — Ég vinn hjá J. Walter. Hún vann hjá auglýsingastofu, það hafði sína kosti og sína galla, hugsaði hann. Þau stunduðu sömu atvinnugrein. Jæja, hún var að minnsta kosti ekki óuppgötvaður bókavörður frá Corona, Queens. Jóhanna Stern hafði komið til New York með próf í almennri listasögu frá háskólanum í Boston. Hún uppgötvaði fljótt að það var ekki rétti lykillinn að þessari borg. Hún varð að fara á einka- ritaranámskeið til að komast að sem einkaritari. Það sem auglýsingarnar köll- uðu „heillandi störf’ reyndist hvert öðru leiðinlegra og hún skipti ört um eftir því sem hún varð leiknari í skrifstofustörf- um. Og nú var hún orðin yfireinkaritari hjá yfirmanni auglýsingadeildarinnar hjá J. Walter Thompson. 24 ára gömul tók hún sér í fyrsta sinn sína eigin íbúð á leigu. Hún átti þá í ástarsambandi við kvæntan mann sem vann á sömu skrifstofu og hún og því var óheppilegt að deila íbúð með vin- konu. Þetta ástarævintýri stóð í þrjá mánuði og endaði með því að hann drakk sig haugfullan, ældi á gólfteppið hennar og tók síðan lestina heim til eig- inkonu sinnar I Port Washington. Um hver jól fór hún heim til Lexing- ton í Massachusetts og gaf skýrslu um sæmilegan árangur sinn í lífsbaráttunni: — Mér cr oft boðið út og gengur ágæt- lega í vinnunni. Faðir hennar rak arð- bæra lyfjaverslun i heimabæ hennar, móðir hennar var húsmóðir. Hún var einkabarn og öll fjölskyldan dekraði við hana. Hún fékk það sem hún bað um, hvort sem það var ferð til Evrópu eða ný föt, en eins og móðir hennar sagði alltaf með nokkru stolti: — Hún var aldrei til neinna vandræða. Stundum leit hún í atvinnuauglýsing- ar blaðanna til að athuga hvort það væri eitthvað annað sem hún gæti kannski gert í þessu lífi. Laun hennar voru 175 dalir á viku og starfið var ekki leiðinlegt. Og hún var ekki nógu framagjörn til að skipta. Það sem hún sagði við foreldra sína var satt: — Mér er oft boðið út og TASSO vegg- striginn fráokkurer auðveldur i uppsetningu Bouctö Grensásvegi 11 - sími 83500. * •* < 20 Vikan 16. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.