Vikan


Vikan - 17.04.1980, Síða 23

Vikan - 17.04.1980, Síða 23
Ameriska vöruflutningaskipið Taylor forseti er skemmst undan. Þó ekki kkemur en svo að það mun taka hann 10 tíma að komast á slysstað. Klukkan 10.36 berast fyrstu neyðar- köllin: SOS . . . SOS . . . Seglskipið Pamir rekur stjórnlaust í hræðilegum hvirfil- vindi. Staðsetning: 35°57’N, 40°20’V. skip á þessum slóðum eru beðin um að gefa sig fram. SOS ... SOS ... Loftskeytamaðurinn á Taylor forseta sendir tafarlaust út kallið XXX sem þýðir að öll skip eiga að halda sendi- tækjum sínum opnum fyrir neyðar- köllum Pamir. Og neyðarköllunum er haldið áfram: Kl. 11.25 .-.. Slagsíða, halli 35 gráður, eykst stöðugt. Skip á næstu slóðum eru beðin um að hafa samhand. Skip- stjórinn. Kl. 11.37: Til allra skipa: SOS . . . SOS . . . SOS frá Pamir. Öll skip eru beðin hjálpar. Þýska seglskipið Pamir er að ^ökkva. Skipstjórinn. Kl. 11.40: Flýtið ykkur. Það er farið að fljóta yfir skipið. Við erum að sökkva. Klukkan 12.03 fær Taylor forseti enn eitt kall frá Pamir. En það er of ógreini- legt til að unnt sé að ráða það. Loft- skeytamaðurinn hamast örvæntingar- fullur á tækjum sinum: Pamir: Við köllum á Pamir. Svaraðu, Pamir... Pamir f ólgusjó. Fórst hún vegna mannlegra mistaka? 16. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.