Vikan


Vikan - 17.04.1980, Page 24

Vikan - 17.04.1980, Page 24
Hörmuleg sjóslys Hvirfilbylurinn Carrie herjaði í 19daga. Á 17. degi varð segl- skipið Pamir henni að bráð. En þaö kemur ekkert svar frá Pamir. Dagurinn er 21. september, 1957, hlýr og fallegur sumardagur. En 200 kílómetrum suðvestar er sjálfur fjandinn laus. Þar hamast hvirfil- bylurinn Carrie áfram með 200 km þraða á klukkustund yfir hafið og í kjöl- fari hennar rísa 15 metra háar öldur. Carrie hóf hamfarir sínar 4. september og hefur því geisað i 17 daga er Pamir lendir í klóm hennar. Það tekur hana tæpa tvo tima að rífa skipið í tætlur. Annars hafði ferðin gengið vel hjá Pamir, sem er sterkbyggt og fallegt skip og álitin hin mesta happafleyta. Hún hafði lestað 3780 tonn af byggi í Buenos Aires þann 11. ágúst. Undir stjóm skipstjórans, Jóhannesar Diebitsch, eru um borð 35 manna áhöfn og 51 sjóliðsforingjaefni. Það er fögur sjón að sjá Pamir sigla þöndum seglum yfir hafið en segl hennar eru 32 talsins. Klukkan sex um morguninn er enn allt í lagi um borð í Pamir. Það eru að vísu 7 vindstig og nokkuð vont í sjóinn en það er ekki svo slæmt að kokkurinn, Karl Otto Dummer, sjái neina ástæðu til að sinna ekki skyldustörfum sínum. Hann er búinn að laga kaffi og baka brauð. Hann á samt dálítið erfitt með að fóta sig á gólfinu svo að hann stráir á það salti og sagi. Þá er þaðekki eins hált. En eitthvað gengur á uppi á þilfarinu. Rödd yfirmannsins á vaktinni berst inn í eldaklefann. Hvað er eiginlega að,, hugsar Dummer. Þeir ætla þó ekki að fara að breyta seglum rétt fyrir vakta- skipti? Það er aldrei gert nema í versta óveðri eða þegar hættu ber að höndum. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að þetta hljóti að vera vegna veðurs. Hætta? Það getur ekki verið. Þó að Pamir sé 52 ára gamalt skip telur Lloydstryggingafélagið það samt í hæsta öryggisflokki. Klukkan 9 hljómar skipunin: „Allir til starfa” um skipið. Það þýðir að allir verða að leggja sitt af mörkum til að koma skipinu í gegnum storminn. Dummer sér strax að hér er hætta á ferðum. Skipið er komið með 30 gráða slagsíðu. Og öldurnar hækka með hverri minútunni. Þær risa himinháar og skella á skipinu með feiknaafli. Pamir siglir enn þöndum seglum. Þair IHOu alyaifl af ásamt tveimur öflrum félögum: Friedrichs og Dummer. Skipstjórinn, Hermann Eggers, sem venjulega stjórnar skipinu, er i fríi. I hans stað hefur Jóhannes Diebitsch tekið við stjórninni. Hann er dugmikill og reyndur sjómaður en hefur ekki stjórnaðseglskipi í 35 ár. Það er ekki fyrr en stormurinn hefur rifið nokkur seglanna i smátætlur að hann gefur skipun um að skera niður seglin. Reyndustu sjómennirnir klifra upp í reiðana og skera á seglin. Stormurinn hrífur þau ýmist með sér langt út á sjó eða skilur þau eftir i lafandi tætlum. Nú sendir Pamir út fyrsta neyðar- kallið. Klukkan 10 boðar skipstjórinn alla áhöfnina á þilfar. Skipið er nú komið með 40 gráða slagsíðu. Mennirnir halda sér dauðahaldi í kaðlana til að fara ekki í sjóinn. Diebitsch skipstjóri gefur sina síðustu skipun: — Setjið á ykkur björgunarvesti. Loftskeytamaðurinn, Wilhelm Siemers, heldur áfram að senda út neyðarköll úr klefa sínum. Svar Taylors forseta berst strax um á milli mannanna: — Erum á leið til Pamir með 11 hnúta hraða. Leiðin er 119 sjómilur. — Guð hjálpi okkur, hugsar Dummer. — Það tekur þá rúmlega 10 Er Taylor forseti náði loks á slys- stað sást enginn á lífi. Aðeins tóm björgunarvesti á floti í sjónum. Og skipstjórinn sendi út eftirfarandi tilkynningu: — Hafið er krökkt af hákörlum. klukkustundir. Nú getum við ekki treyst á neitt okkur til bjargar nema æðri máttarvöld. En æðri máttarvöld virðast heldur andsnúin Pamir. Stormurinn hrífur með sér rá og reiða og hellir freyðandi öldum yfir þilfariö. Skipið hallast stöðugt meira og meira. Og allt í einu fer Pamir á hliðina. Menn ýmist renna eða kastast í sjóinn, kroppar skella saman og neyðaróp þeirra kafna í öskrum hafsins. Pamir flýtur á hvolfi í 20 mínútur. Nákvæmlega 15.30 sekkur hún I freyðandi hringiðu og sogar með sér I djúpið alla þá sem flækst höfðu í köðlum eða hafði ekki tekist að synda í burtu frá skipinu. Enn eru þó nokkrir menn sem halda sér ofansjávar og berjast fyrir lífi sínu i örvæntingarfullri von um að rekast á björgunarbát. Leitarflugvélarnar snúa í þriðja skipti aftur til Terceira. Flugmennirnir eru fölir og þreytulegir. Andlit þeirra bera vott um örvæntingu og uppgjöf. Þrisvar hafa þeir lagt inn í hvirfilvindinn þó að hver einasti flugmaður, sem á annað borð fer eftir heilbrigðri skynsemi, forðist hvirfil- vinda eins og heitan eldinn. En það er ekki heilbrigð skynsemi sem ræður lögum og lofum þennan dag, aðeins hugsunin um að bjarga mannslífi. Mönnum í sjávarháska. Og þess vegna leggja flugvélarnar upp frá Terceira i fjórða sinn. Og þess vegna breyta skip frá 15 þjóðum stefnu sinni þennan dag og sigla á vit hvirfilbylsins Carrie. Næstu skip við þá staðarákvörðun sem fékkst frá Pamir eru Taylor forseti, Penn Trader, Tank Duke, Chrystell Bell, Absencon, Saxon og kanadíska herskipiðCrusader. Klukkan 20.26 sendir Taylor forseti síðustu boðin til seglskipsins sem nú er löngu sokkið: — Skip á leið til ykkar. Björgunarsveitir undirbúa leit úr lofti og á legi. 22. september klukkan 4.19 sendir Penn Trader út viðvörun: Öll skip á 200 mílna svæði frá staðarákvörðun Pamir eru beðin um að taka þátt i leit að þeim sem kunna að hafa lifað slysið af. Skipstjórinn. Þennan morgun tekst flugvélunum líka loks að fljúga yfir slysstaðinn. Þær sjá aðeins brak úr Pamir en engan á lífi. Taylor forseti kemur á slysstaðinn árla morguns. Það er hræðileg sjón sem þar mætir augum áhafnarinnar: Mitt í brakinu rekur samanbundin björgunar- belti. Þau eru öll tóm. En í nokkrum sjást þó enn líkamsleifar manna. Skipstjórinn sendir út tilkynningu: — Hér er allt krökkt af hákörlum. Tiu menn hnipra sig saman í einum af björgunarbátunum sem losnuðu frá borði áður en skipinu hvolfdi. Á meðal þeirra er kokkurinn, Karl Otto Dummer. Engar vistir eru um borð, engin neyðarmerki, ekkert drykkjarvatn. Samt eru mennimir bjartsýnir. Þeir vita að von er á fyrsta skipinu á slysstað innan næstu tíu tímanna. Storminn hefur lægt nokkuð. En öldurnar eru enn 7-8 metra háar. Þær velta litla bátnum á milli sín eins og skel, jafnvel þeir reyndustu á meðal sjómann- 24Vlkan 16. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.