Vikan - 17.04.1980, Page 26
Draumar
Ungur maöur
með litla telpu
Kæra Vika.
Viltu ráöa þennan draum
fyrir mig. Ég og dóttir mín
búum saman í íbúð. Svo var
það einu sinni, þegar klukkan
var farin að ganga sjö um
morgun, að mig dreymdi
þennan draum:
Til mín kemur ungur maður
og heldur á ósköp fallegri lítilli
Ijóshœrðri telpu. Maðurinn
segir ekki neitt en mér finnst
hann vilji vera sem næst mér
með hana. Ég vaknaði og
dóttir mín fór í vinnuna er
klukkan var farin að ganga
átta. Þá sofnaði ég aftur og
eftir smástund dreymdi mig
aftur að þessi ungi maður
kæmi til mín og bar hann sig
Skop
-ii/lthM. ©ButLS
eins að og var með sömu
telpuna. Þá vaknaði ég.
Með von um svar.
Nafnlaus.
Því miður eru upplýsingarnar
sem draumnum fylgja af svo
skornum skammti að það gerir
draumráðanda erfitt um vik við
ráðningu. Til dæmis gæti þarna
verið fyrirboði þess að þú eignist
barnabarn og litla stúlkan i
draumnum sé tákn þess barns.
Barnið í draumnum mun
tengjast þér nánum böndum og
verða þér sönnun þess að lífið sé
raunverulega einhvers virði.
Lykill aö
hamingjunni
Kæri draumráðandi
Viltu ráða þennan draum
fyrir mig. Ég lá í rúmi mínu og
var að lesa. Þá kom inn til mín
maður sem ég þekkti fyrir
nokkrum árum. Hann hélt á
stórum og fallegum blómvendi,
allt rósir. Ég varð reið og
spurði: „Hvað ert þú að gera
til mín?" „Færa þér blóm,
Stína mín, ” svaraði hann.
Ég tók við vendinum og fór
að tína blómin af honum og
fleygði þeim á gólfið við fætur
hans. Þá sagði hann: „Gerðu
þetta ekki, Stína mín, því
hamingja þín er fólgin I þessum
blómum. ” Ég hélt áfram að
tína blómin af þar til þau voru
öll búin. En þá var melóna
innan í vendinum og ætlaði ég
að rífa hana í sundur. Þá sagði
maðurinn: „Þú mátt ekki gera
þetta, Stína mín, því lykillinn
að hamingjunni þinni erfólginn
í melónunni. ” Þá henti ég
henni á gólfið og tók hana upp
og braut hana sundur. Þá sá ég
að það var lykill innan í
melónunni og þekkti ég hann
strax. Maðurinn fékk mér
lykilinn og sagði um leið:
„Stína mín, þú átt þennan
lykil. Það var hann sem lokaði
dyrum hamingju þinnar hér
um árið. ” Ég tók við lyklinum
og um leið fór ég að gráta og
þá vaknaði ég.
Með von um birtingu.
Stína.
Þarna eru sterk tengsl við
hugsanir í vökunni sem gætu
haft mikil áhrif á ráðninguna.
Þó má telja nokkuð víst að þú
eigir von á einhverjum breyting-
um á lífsforminu og öðlist að
einhverju leyti breytt gildismat
gagnvart tilverunni.
Liðnir atburðir baga þig
nokkuð og ekki að ástæðulausu
og þar er þín eigin sök mikil-
vægasta orsökin. Einhver
mistök halda áfram að koma
þér í koll og valda ýmsum
vandræðum. Margt í
draumnum bendir til þess að
þetta falli í gleymsku eins og
annað og að lokum munir þú
fagna nýjum og jafnframt
skemmtilegum atburðum.
Ráöherra meö
bleklínur í andtiti
Góðan daginn, draumráðandi!
(Ég veit ekki hvernig á að
ávarpa svona huldufólk eins og
þig!) Mig dreymdi í nótt draum
sem var þannig:
Mér fannst ég vera stödd á
heimili foreldra minna sem búa
í sveit, á bœ sem var tvíbýli
þangað til fyrir nokkrum árum.
Hjá þeim var þá staddur
Tómas Árnason ráðherra og
frændi hans, sem býr hér í
nágrenninu, og fannst mér
Tómas vera búinn að kaupa
hinn helmingjarðarinnar
og vera sestur þar að til að
stunda búskap. Ekki kom fram
hvort hann yrði þar einn eða
með fjölskyldunni. Þeir sátu í
eldhúsinu og voru að drekka
kaffi og rabba við heimilis-
fólkið. Ekki man ég um hvað
var talað en mér varð starsýnt
á andlit Tómasar því hann
hafði dregið línur með
tússpenna þvert yfir augabrún-
irnar og frá nefinu og út fyrir
munnvikin sitt hvorum megin,
eins og til að gera andlits-
drœttina skýrari. Bærinn heitir
. . . og ég þekki Tómas ekki
persónulega.
Fyrir nokkrum árum
dreymdi mig að ég vœri að
dansa við Eystein Jónsson,
fyrrverandi ráðherra. (Hvað á
svona vitleysa að þýða?) Það
einkennilega var að þar leit
hann út eins og Halldór Péturs-
son teiknari teiknaði hann í
Spegilinn í gamla daga. Ég
þekkti hann ekki þá en hef
reyndar dansað við hann síðar.
Mér finnst að ef draumar
tákna eitthvað þá hljóti þessir
að gera það, fmnst þér það
ekki?
Bestu þakkir fyrirfram. 21
Þessir draumar eru báðir
nokkuð skýrir og eru því
nokkuð .marktækir, en í raun
þarf það þó ekki að tákna neitt
sérstakt þótt þig dreymi atburði
tengda þjóðkunnum mönnum.
í fyrri draumnum er Tómas
greinilega tákn einhverra
erfiðleika sem þú munt eiga við
að stríða í framtíðinni, líklega
tengda fjárhagnum. Þarna gæti
þig hafa dreymt fyrir fjárskaða á
þessum slóðum eða öðrum
erfiðleikum í búsýslunni. Nafn
Tómasar, svörtu strikin í andliti
hans og mörg fleiri tákn benda
eindregið til að erfiðleikarnir
tengist meira en litið peninga-
málum og þér væri heilladrýgst -
að fara varlega í að taka áhættu
í þeim efnum á næstunni.
Siðari draumurinn gæti verið
það sem stundum er nefnt að
dreyma fyrir daglátum og er þá
aðeins fyrirboði þess dans sem
þið stiguð saman síðar. Sá
draumur tengist einnig ein-
hverri gleði og skemmtan og
líklega hefur það einnig verið
undirstrikun þess að um
stundargleði og skemmtun yrði
að ræða.
26 Vikan 16. tbl.