Vikan - 17.04.1980, Side 28
ztvKtnú
sruv.LrA r. J H 1:11 I ;.
/j.^Eít^/t! kujiyH^
i; r:eit(4r. jd 1 LykÁiA
Hér má sjá hvemig
hægt er að raða
mynsturbekkjum og lit-
um á fjölbreyttan hátt.
28 Vikan 16
Fyrir nokkru birtum við uppskrift að fallegri
húfu með laufaviðarmynstri. í hana var notað
kambgarn og má ætla að töluverður afgangur
hafi orðið af garninu. Því leggjum við til að hann
verði nýttur nú og birtum uppskrift að vest-
firskum vettlingum en mynstrið á þeim er laufa-
viðarmynstur. Þetta mynstur er kennt við
Vestfirði og á hver bekkur sitt sérstaka heiti sem
við látum fylgja með.
Fitiaðar eru upp 20 lykkiur á
prjón og prjónaður brugðningur 8
umferðir, 2 I sléttar og 1 brugðin.
Hér er f itjaö upp með rauðu,
síðan prjónaðar 5 umf. svartar
og 3 umf. bláar. Þá er tekinn
aðalliturinn, sem hér er
mórauður, breytt í slétt prjón og
aukið í um leið einni lykkju á
hvern prjón (21 I.). Prjónaðar 7
umf. (í þessa braut voru vettling-
arnir siðan merktir með fanga-
marki eigandans.) Næst eru 2
umf. svartar og siðan kemur tafl-
borð, blátt og rautt. í byrjun þess
er aukið í 2 I. á prjón (23 I.)
prjónaðar 6 umf. og þá aftur
2 umferðir svartar. Næst koma
tungur, gular og rauðar, 5
umf. alls, byrjaðá 1 umf. gulri
og endað á 1 umf. rauðri. Á henni
stendur svo laufaviðurinn, blár á
svörtum grunni. Um leið og hann
byrjar er aukið í 1 I. á prjón svo
þær verði 24. Laufaviðurinn er 14
umf. og eftir hann koma aftur
tungur, rauðar og gular, byrjað á
rauðu, endað á gulu. Síðan er 1
umf. svört og þá taflborð eins og
áður, blátt og rautt. i byrjun þess
er aukið 1 I. á prjón (25 I.). Eftir
taflborðið er 1 svört umf. og upp
Myndirnar tók Hörður
Vilhjálmsson og fyrir-
sæta er EHn Alberts-
dóttir
Þetta eni vettlingamir
•em uppskrrftin er af.
Hór eru vestfirsku laufaviðar-
bekkirnir og fySgir nafn, hverjum
þeirra. Hægt er að raða þeim
saman eftir vild og nota sem
mynstur á húfur, vettlinga, peysur
eða hvað það sem verið er að
prjóna.
VESTFIRSKIR
LAUFAVIÐARVETTUNGAR