Vikan - 17.04.1980, Side 38
Fimm mínútur með Willy Breinholst
Þegar neyðin
erstærst...!
Það var um kvöld, uppþvott-
inum var blessunarlega lokið,
vindillinn útdauður, María var
búin að taka prjónadótið fram
og ég sat með Viggó litla í
fanginu og var nýbúinn að ljúka
við að segja honum asvintýri.
— Þarna sérðu, litli vin, sagði
ég eftir hálftíma lestur, nornin
fékk .. verðskuldaða refsingu,
prinsinn fékk prinsessuna sína
og hálft konungsríkið að auki og
nú er kominn háttatími fyrir
stráka eins og þig. Farðu nú inn
í herbergi, háttaðu þig og bjóddu
svo góða nött...
Tillaga þessi féll ekki í allt of
góðan jarðveg. Viggó litli sat
sem fastast og fór hvergi.
— Heyrðu frændi, röddin var
áköf, hvar hittust þið María
frænka eiginlega?
— Segi þér það seinna! Farðu
nú inn að sofa, vinur.
— Bjargaðir þú henni kannski
úr klóm eldspúandi dreka?
— Auðvitað ekki. Að vísu var
mamma hennar... ha, ha, ha,..
. nei, nei, drekar eru bara til í
ævintýrum.
— Hvar hittust þið þá?
— Tja...
Ég leit snöggt yfir til Maríu.
Ég var ekki viss um að hún hefði
neinn sérstakan áhuga á þvi að
ég færi að segja hverjum sem
var frá fyrstu kynnum okkar.
— Vertu ekkert að segja
stráknum frá þessu, sagði hún.
Vissi ég ekki? Hún var þessu
mótfallin.
— Ég get ekki séð að það sé
eitthvað slæmt að segja
stráknum frá fyrsta fundi okkar.
Eða hvað? Á maður ekki að
svara börnum þegar þau spyrja?
— Já, en þú færir svo mikið í
stílinn.
— Færi ég í stílinn? Ég
held mig einvörðungu við
staðreyndir í öllum frásögnum,
það ættir þú að vita manna best!
Ég sé enga ástæðu til að þegja
yfir þessu. Jæja, vinur, þú spyrð
hvar ég hafi hitt frænku þína í
fyrsta skipti. Ég skal segja þér
frá því! Það var fyrir mörgum
árum á fallegu sumarkveldi.
Alllengi hafði ég verið yfir mig
ástfanginn af stúlku sem hét
Jóna. Líkast til hefur hún verið
5-6 árum yngri en frænka þín,
há, grönn, ljóshærð stúlka með
þau fallegustu au...
Þarna greip María inn í.
— Ég skil ekki í að þú þurfir
endilega að fara svona náið út í
öll smáatriði, drengurinn hefur
ekki gott af slíku. Það væri nær
sanni ef þú segðir honum að
þetta hefði verið dvergvaxin gæs
með freknur á bakinu.
Ég lét sem ég heyrði ekki
þessa köldu athugasemd og hélt
ótrauður áfram:
— Eins og ég sagði fyrr þá var
ég yfir mig ástfanginn af þessari
Jónu en foreldrar hennar voru á
móti ráðahagnum þar sem pabbi
hennar var skrifstofumaður en
pabbi minn múrari. Vegna þessa
fékk ég ekki að koma inn til
þeirra og tók það ákaflega nærri
mér, sérstaklega vegna þess að
ég vissi að Jóna endurgalt ást
mína. Já, svona getur margt
verið skrýtið í lífinu, Viggó
minn. Þó undarlegt megi virðast
Stjörnusþá
Viulii) líL .jiril 2l.niai
T\íl)urarnir 22.mai 21. júní
Kr.-.hhinn 22. júni 2T. júli
l.jónið 24.JÚIÍ 24. áiíú'l
Vertu varkár í peninga-
málum því óvænt
utgjöld eru á næsta leiti.
Lífið verður rólegt
næstu vikur svo þu
færð góðan tíma til að
sinna fjölskyldu þinni
og hugðarefnum.
Þú skalt endurnýja
kunningsskap þinn við
fólk sem þú hefur
vanrækt lengi. Taktu
þig einnig á við þréfa-
skriftir því vinur þinn er
í vandræðum og þarf á
þinni hjálp að halda.
Þú ert óánægður með
þitt hlutskipti nú sem
stendur en bíddu bara,
þitt tækifæri kemur.
Þér býðst tækifæri að
láta ljós þitt skína, taktu
því boði fegins hendi.
Þú ert mjög rótlaus um
þessar mundir og með
miklar ráðagerðir á
prjónunum. Rasaðu
samt ekki um ráð fram
því þá áttu á hættu að
missa það sem þér er
kærast.
Láttu fjölskyldu þína
ekki blanda sér um of í
málefni þin. Miklar
breytingar eru fram-
undan og ef þú stendur
ekki á eigin fótum nú
áttu á hættu að missa
með öllu sjálfstæði þitt
Þér finnst þú ekki sjá
fram úr verkefnum en
ef þú tekur á þig rögg
tekst þér að ljúka þeim
öllum. Skemmtu þér um
helgina, þú átt það vel
skilið.
Þú stendur frammi fyrir
því að þurfa að taka
mikilvæga ákvörðun.
Hlustaðu á rödd skyn-
seminnar og láttu ekki
tilfinningarnar hlaupa
með þig í gönur.
Þú hefur haft það mjög
gott undanfarið en
framundan er mikið
annríki. Þér býðst að
fara í ferðalag, taktu því
boði því óvist er að
annað eins tækifæri
bjóðist.
Ho|fniaúurinn 24.nó\. 2l.dcs
Þú ert nokkuð fljótfær
og verður að gæta þess
að dæma fólk ekki fyrir-
fram. Þú tekur þátt í
hættulegum leik og
verður þess vegna að
taka afleiðingum gerða
þinna.
Slcingcilin 22.dcs. 20. jan.
Gott álit á þér út á við
sakar aldrei. Gættu þess
vegna að því hvað þú
segir í fjölmenni og
mundu að veggirnir
hafa eyru! Helgin er
góð til ferðalaga.
\alnshcrinn 2!.jan. I'l.fchr.
Nokkurt róterá
tilfinningalífi þinu. Það
er alltaf best að tala út-
um hlutina strax,
annars hlaða
vandamálin utan á sig
og verða miklu stærri
en ella.
Þú.ferð með s'gur af
hólmi í ákveðnu deilu-
máli. Láttu velgengnina
ekki stíga þér til höfuðs,
hugsaðu rökrétt og
hlæðu jafnhátt að
ósigrum þinum eins og
sigrum.
38 Vikan 16. tbl.