Vikan - 17.04.1980, Qupperneq 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran
Arið 1606 varð maður sá hirðstjóri hér
á landi sem alþýða íslendinga hefur
lengi kallað „Herlegdáð” í háðungar
skyni. Hann hét raunar Herluf Daa og
var af gömlum dönskum ættum.
Danskir rithöfundar hafa gefið honum
þann vitnisburð að hann hafi verið hið
mesta hrakmenni. Daa lenti brátt i
brösum við ýmsa íslenska höfðingja og
ekki síst Odd biskup Einarsson í Skál-
holti. Herlegdáð ófrægði biskup mjög
erlendis og afflutti máf hans fyrir
konungi, taldi það einkum, að biskup
vígði suma ólærða til presta sem hvorki
kynnu latínu né hefðu lært í latínuskóla
og gerði biskup þetta, að hans sögn, fyrir
venslasakir, vináttu eða fjár.
En Oddi biskupi tókst að hnekkja
þessum áburði. Ekki var biskup þó með
öllu saklaus af ýmsu því sem Daa bar á
hann. Þannig veitti Oddur biskup
treglega fátækra manna sonum viðtöku í
Skálholtsskóla nema með þeim væri lögð
jörð eða jarðarpartur, og varð hirðstjóri
stundum að sjá um að slíkir menn fengju
viðtöku án slíkra afarkosta. Aftur á móti
átti biskup einnig gildar sakir á móti
hirðstjóra. Fyrst það, að hirðstjóri hafði
leyft hjónaband þremenningum ári
A ELLEFTU
STUND
konungs vitundar en móti biskups ráði.
Og það annað, að hirðstjóri virðist hafa
byrlað biskupi ólyfjan svo hann lá eftir í
tvo eða þrjá sólarhringa. En það gerðist
með þessum hætti.
Eitt sinn um Jónsmessuleytið kom
Oddur biskup til Bessastaða. Þá sló
Herluf Daa hirðstjóri upp veislu mikilli,
þvi þótt fjandskapur mikill væri milli
þeirra undir niðri mátti slíkt ekki viður-
kennast opinberlega enda urðu þessir
æðstu menn landsins oft að eiga
samfundi hvort sem þeim var Ijúft eða
leitt, bæði á alþingi og ella, og ræðast við
um vandamál ýmiss konar. Hlýddi þá
ekki annaðen byrgja niðri alla þykkju.
1 veislu þessari var drukkið full
konungs og drakk hirðstjóri fyrstur en
síðan var hellt á bikar handa biskupi og
þó af annarri könnu en þeirri sem
hirðstjóri drakk af. Er þá mælt að
biskupi hafi verið veitt vísbending af ein-
hverjum manna hirðstjóra um að hann
skyldi drekka varlega.
Þá er sagt að Oddur biskup hafi tekið
Skop
© ijL’tl-S
upp úr vasa sínum silfurbikar einn
lítinn, sem hann var vanur að drekka af,
mælt nokkur orð og síðan drukkið I
botn. En þá hafi svifið að honum og
hann fallið í ómegin en sveinar hans
borið hann til tjalds síns. Hann hafi legið
þar tvær eða þrjár nætur uns hann varð
svo hress að verða ferðafær.
Þetta endaði með því að biskup tók af
miklum ákafa að safna saman skýrslunt
um ávirðingar hirðstjóra og voru þær
auðfengnar enda mun biskupi hafa áður
verið kunnugt um flest það sem aflaga
þótti hafa farið.
Svo haustið 1617 sendi biskup son
sinn, Árna, utan á konungsfund með
sakargiftir á hendur Herluf Daa
hirðstjóra.
Árni var þá ungur að aldri (f. 1592) en
hafði áður verið utanlands við nám og
gerðist síðan rektor í Skálholti, aðeins
tvítugur að aldri. Árni var á þessum
árum um margt líkur föður sínum:
kappsamur, ákaflyndur og óbilgjarn.
Snemma sumarið eftir (1618) komu út
hingað erindrekar konungs til að líla á
mál hirðstjóra og biskups og svo annarra
manna. En Árni kom ekki, hvorki til að
færa fram varnir fyrir föður sinn né
sjálfan sig móti hirðstjóra. Svo var riðið
til alþingis að engar spumir komu af
Árna, en hitt þótti sannspurt, að öll
Islandsför væru út komin sem hingað
áttu að fara það sumar.
Svo hófst þingið og var Oddur biskup
með böggum hildar, bæði sökunt fjar-
vistar sonar síns og af því að hann sá að
öll mál myndu falla á þá feðga þar eð öll
gögn skorti sem Árni hafði með sér.
Nú leið að því að mál þeirra biskups
og hirðstjóra áttu að koma til dóms. Þá
var kallað tvívegis í lögréttu með stuttu
millibili á Árna. En Herlegdáð þóttist nú
mjög hafa mál þeirra feðga i hendi sér og
meðan leið milli fyrsta og annars kallsins
hreytti hann kersknisorðum að biskupi,
livað Árni sonur hans væri nú að sýsla.
Biskup lét það sem vind um eyru þjóta.
En þegar lokið var köllum bað biskup
hina konunglegu erindreka að gefa sér
litla hvíld meðan hann brygði sér frá og
var honum leyft það. Siðan gekk Oddur
upp á Almannagjárbrún og litaðist um
ef hann mæt.ti sjá eitthvað sér til hugar-
hægðar.
En víkjum nú sögunni að Árna. Hann
dvaldi í Kaupmannahöfn veturinn 1617-
1618 sem fyrr segir. Hann hugsaði þann
tíma eingöngu um mál föður síns og sín,
að undirbúa þau til alþingis sumarið
eftir, en ekkert um hitt að tryggja sér far
heim.
Herlegdáð hugsaði minna um mála-
tilbúnað en um útkomu sína og Árna.
Hann réð sér sjálfum far á herskipi þvi
sem hinir konunglegu erindrekar komu
út á en á hinn bóginn lagði hann blátt
bann fyrir ýmsa skipstjóra að þeir flyttu
Árna um tslandshaf, en bar fé á aðra til
þessaðgera þaðekki.
Um vorið, þegar íslensk kaupför létu
frá Kaupmannahöfn, gekk Árni milli
allra skipstjórnarmanna, fyrst þeirra
sem áttu að fara i Sunnlendingafjórðung
og siðar hinna sem annars staðar áttu
verslunarviðskipti við ísland, en fékk
hvergi far því enginn þorði að taka við
honum fyrir ráðriki Herlegdáðs.
Árni sat þvi eftir af öllum
íslandsförum með sárt ennið sem nærri
má geta.
En þegar ekki var nema vika eftir til
alþingis um sumarið var Árna reikað
með ströndinni fyrir utan Kaupmanna-
höfn. Þá sá hann mann á báti skammt
frá landi. Hann kallaði til mannsins og
bað hann flytja sig um Islandshaf því lif
sitt og virðing föður síns væru í veði ef
hann verði ekki til Islands kominn fyrir
ákveðinn tima. Og hér tekur við hin
kindarlegasta saga. Maðurinn hét
honum farinu og sté Árni þegar á
ferjuna. Dregur farmaður þá upp segl og
siglir um hríð hraðbyri. Þegar stund var
liðin spyr formaður Árna hvort nóg
gangi. Árni kvað því fjarri fara. Þá
herðir farmaður skriðinn á skútunni til
muna og fór því fram um stund. Þá spyr
farmaður Árna í annað sinn hvort
honum þyki skriðurinn nógur. Árni
sagði: „Betur má ef duga skal!” Herti
farmaður þá enn skriðinn svo Árna þótti
skútan nálega flytja kerlingar. Þá spyr
farmaður hann hið þriðja sinn hvort
Árna þætti skútan ganga nóg. Þá sagði
Árni: „Ef guð vill.”
Síðan segir ekki af ferðum þeirra fyrr
en þeir taka land i Vopnafirði tveim
dögum fyrir alþingi. Ekki er (ress getið
hvað Árni hafi gefið flutningsmanni
sinum fyrir farið né hvernig þeir skildu.
En undireins og Árni varð landfastur
keypti hann sér tvo úrvalshesta
margalda og reið þeim þann dag allan,
hann hafði sprengt annan þeirra en gerl
hinn uppgefinn þegar hann kom að bæ í
Jökuldal. Hann falaði þegar hesta sem
dygðu sér til þess að riða á þrem dægrum
skemmstu leið hvíldarlaust til alþingis.
Honum var vísað á hest á einum bænum
þar i dalnum, sem honum myndi duga
einhesta ef hann aðeins fengi að drekka.
Árni sér þennan hest og er þess ekki
getið hvað hann hafi gefið fyrir hann.
Hestur þessi var brúnn á lit, mjór sem
þvengur og sívalur.
Árni tekur hestinn og ríður honum
50 Vikan 16. tbl.