Vikan - 17.07.1980, Side 5
Bóndinn á A á á á Á
Mikið leitað til okkar
með ólíklegustu
vandamál
Kannski kemur þessi talsháttur ykkur
kunnuglega fyrir sjónir. En er ekki eitt-
hvað athugavert við hann? Ef ekki, þá er
greinilega eitthvað athugaverð við mál-
þróun síðustu ára. Sú var tíðin að sagt
hefði verið: „O, þetta eru nú hans ær og
kýr”, en nú eru víst flestir búnir að tapa
niður beygingunni á þessum orðum.
Lesendum til glöggvunar skal hér meira
að segja sýnt hvernig orðin ær og kýr
eru beygð með og án greinis, í eintölu og
fleirtölu. Þá er von til þess að börnin
þurfi ekki að leita þessara orða á guln-
uðum blöðum orðabóka i framtíðinni.
En málfar átti nú ekki að verða okkar ær
og kýr í þessari grein. Öðru nær, því hér
verður mest fjallað um ær og kýr. Þótt
meirihluti landsmanna sé alveg slitinn
úr tengslum við allt sem heitir búskapur,
og geri sér litla grein fyrir þvi hvaðan
mjólkin i glösunum og kóteletturnar á
pönnunni koma, þá er nú samt stað-
reynd að heila veröld út af fyrir sig er að
finna í lífi og störfum bænda og þeirra
sem starfa í einhverjum tengslum við
landbúnað. Og það þótt einn vinur minn
harðneiti að trúa því að mjólk komi volg
úr spenum, honum finnst það blátt
áfram ógeðsleg tilhugsun. „Nei,” segir
hann og ber í borðið. „Mjólk kemur ís-
köld úr ísskápnum og svo tölum við ekki
meira um það.” Við tölum auðvitaðekki
meira um það.
Hefur nokkur hugsað út í það að
mjólkin okkar getur allt eins komið úr
geðstirðu tólf ára Skjöldu eins og henni
Brúnku sem er ekki nema sex ára og svo
væn og góð. Reyndar eru mestar líkur á
þvi að mjólkin í glösunum okkar sé úr
þeim báðum, og mörgum öðrum kúm,
þvi venjan er sú að blanda allri mjólk
saman áður en hún er gerilsneydd lögum
samkvæmt.
Nöfn á kúm eru margvisleg og ótrú-
lega fjölbreytt. Langflestar kýr á landinu
hafa sín eigin nöfn og auk þess númer,
og aðeins á stærstu búum eru nöfnin á
undanhaldi. Skjalda og Brúnka heita að
öllum líkindum svo vegna litar sins.
Það er þó ekki einhlitt, t.d. getur dóttir
Gránu, sem alls ekki er grá, verið kölluð
Litla-Grána. Og Hyrna, hyrnd kýr, get-
ur hæglega átt kollótta dóttur, sem samt
verður kölluð Hyrna eftir mömmu sinni.
Skemmtilegt dæmi um að
litanöfn séu ekki einhlít er að finna í vísu
eftir séra Jón Þorláksson á Bægisá og er
hún reyndar um hest en ekki kú en hugs-
unin er alveg ljós. Hann hefur dásamað
kosti hestsins síns í tveim vísum á undan
og klykkir svo út með þriðju visunni sem
ersvona:
Lukkan ef mig lætur hljóta
líkan honum fararskjóta,
sem mig bcr um torg og tún.
Vakri-Skjóni hann skal heita,
honum mun ég nafnið veita,
þó að meri það sébrún.
Litanöfn eru mörg skemmtileg, þaðer
ekki alltaf augljóst hvernig lagt er út af
lit skepnunnar. Þaðeru til fleiri litanöfn
en Skjalda og Brúnka. T.d. getur kýrin
Nótt verið nefnd eftir dökkum lit sínum
en hún getur allt eins verið fædd um
nótt. Það er ekki fátítt að kýr og annar
búfénaður sé nefndur eftir tilteknum at-
vikum. Falleg kýr á Suðurlandi var
nefnd Dós. Þegar hún var kálfur festist
dós á grönunum á henni og af því er
nafnið dregið. Til eru líka nautin Loft-
fari og Loftur. Það fyrrnefnda er eitt
fyrsta nautið sem flogið var með norður
en Loftur fór hina leiðina, flogið var
með hann að norðan og hann fluttur
suður í Hrunamannahrepp. Og nöfn
sem manni kann að þykja auðskiljanleg
út frá dægurflugum eiga sér kannski allt
aðra og jafnvel enn betri sögu. Lítum
t.d. á myndina sem ber yfirskriftina: Hin
islenska Abba. Það getur svo sem vel
verið að hún hafi verið nefnd svo i höf-
uðið á geysivinsælli sænskri hljómsveit.
En það er þó miklu liklegra að hún sé
nefnd svo vegna þess að hún er dóttir
Munks 60006, frá Munkaþverá í Öng-
ulsstaðahreppi. Það var reyndar naut
sem átti mjög margar dætur, sem allar
urðu mjög frjósamar og það þótt þær
hétu margar hverjar nöfnum eins og
Nunna, Abba og Abbadís. Það er ekki
aðspyrja aðsiðferðinu i klaustrunum.
Litanöfnin eru sjálfsagt fjölbreytileg-
ust allra kýrnafna. Auk þess að lýsa (oft-
ast) aðallit kýrinnar þá eru algeng nöfn
sem gefa manni hugmynd um hvaða
blettur kýrinnar eða nautsins er hvítur.
Sokka er þannig með hvita sokka, og ef
aðeins röndin ofan við klaufirnar er hvít.
þá er kýrin orðin leistótt. Það eru til bux-
óttar kýr, þær eru þá í hvitum buxum.
og getið þið þá ekki imyndað ykkur
hvernig sokkabuxótt kýr lítur út?
Það er kannski rétt að taka það fram
að siðastnefnda nafngiftin er notuð af
sumum, alls ekki öllum, og fjarri því að
vera forn i málinu. varla heldur viður-
kennd. Allir þekkja nafnið Stjarna, það
er bæði til sem nafn á kú og hryssu. Og
auðvitaðerstjarnan hvít. BlesaogLaufa
eru líka með hvitan blett á enninu og
Komma lika. Það er algjörlega ópólitiskt
nafn, eins og afbrigðið Semikomma
sannar. Já, það er til kýr sem heitir Semi
komma!
Gráar kýr eru kapítuli út af fyrir sig.
Talsvert er til af þeim um allt land og
auk þiess að vera beinlínis kenndar við
litinn, með einföldum nöfnum eins og
Grána, eru alls konar líkinganöfn sem
minna á litinn, s.s. Hrini. En til er þjóð-
saga um uppruna þessara kúa og oft má
kenna þá sögu í nafngiftum á kúm, t.d.
er nafnið Sæka kennt við sjóinn, þangað
sem gráu huldukýrnar eiga að geta rakið
ættirsinar.
Og svo eru það kýrnar sem eru kennd-
ar við ákveðna daga, Bolla fædd á bollu-
degi, Sumargjöf á sumardaginn fyrsta,
Jólagjöf á jólunum o.s.frv. Sumar kýr
eru kenndar við bæina sem þær eru ætt
aðar frá og segja smásögu þar með um
Ráðunautar i nautgriparækt hjá Bún-
aðarfélagi íslands eru tveir, Ólafur E.
Stefánsson og Erlendur Jóhannsson.
VIKAN spjallaði stuttlega við Erlend
nú fyrir skemmstu um helstu verkefni
þeirra i nautgriparæktinni. Erlendur
sagði að Búnaðarfélagið hefði yfirum
sjón með ræktunarstarfi nautgriparækt
arfélaganna i landinu, um 900 bændur
um land allt héldu reglubundið kúa-
skýrslur og þær væru siðan sendar til
Búnaðarfélagsins, tölvukeyrðar þar og
unnið úr þeim, en ársfjórðungslega væru
bændum sendar unnar skýrslur til baka.
Vinna þeirra nautgriparæktarráðunaul
anna byggðist m.a. á að fylgjast með
þessum skýrslum og nýta þann fróðleik
sem úr þeim mætti lesa. Val á kynbóta
nautum byggðist svo á þessu skýrslu
haldi og allt ræktunarstarf i landinu. en
tilgangur þess er að fá sem bestan stofn
mjólkurkúa og nú einnig holdanauta i
landinu. Á hverju ári eru skoðaðar kvig
ur (þ.e. kýr sem eru bornar og eru að
mjólka sitt fyrsta mjólkurskeið) undan
þeim nautum sem valin eru til kynbóta.
Kýrnar fá svo lika afurðaeinkunn. Siðan
eru valdir kálfar fyrir sæðingastöðvarn-
ar, þeir eru teknir mjög ungir og fyrst
settir á nautauppeldisstöð en siðan á
sæðingastöðvarnar. Og markmið kyn
bótastarfseminnar er svo auðvitað að fá
sem besta gripi, bestu kýrnar eru sæddar
með sæði bestu nautanna. Árlega eru
svo haldnar kúasýningar í einhverjum
landsfjórðungi. þannig að á fjögurra ára
fresti eru sýningar í hverjum landsfjórð
ungi. Bestu kýr á hverri sýningu fá verð
launagripi. hornskildi og annað slikt.
Nautgriparæktarfélag Hrunamanna
hefur t.d. veitt Hupphornið i mörg ár,
auðvitað kennt við Huppu heitina á
Kluftum. Leiðbeiningarstörf af ýmsu
tagi eru stór þáttur i starfi nautgripa-
ræktarráðunautanna. leiðbeiningar um
fóðrun, umhirðu og ýmislegt fleira.
„Eiginlega má segja að leitað sé til okkar
um allt frá vandræðum með flugur i
fjósum til vandræða vegna þess að kýr
halda ekki kálfi." sagði Erlendur.
Mikilvægur þáttur í starfi ráðunaut
anna er að vera tengiliður milli bænda
og stjórnvalda. Þeir þurfa að sinna alls
konar bréfaskriftum. Ólafur gat þess t.d.
að skrifað hefði til þeirra Bandarikja
maður, kvæntur konu af islenskum ætt
um, og vildi fá allar tiltækar upplýsingar
um nöfn á kúm við Ísafjarðardjúp. Sjálf-
sagt vegna cinhverrar fræðiritgerðar.
Erlendur nefndi lika að nýlega hcfði
sænsk kýr alið kálf undan islensku nauti
og þurfti nautið þó ekki að fara þennan
langa veg til að geta kálfinn. Það er þvi
ekki eingöngu innflutningur á sæði til
landsins heldur er hafinn útflutningur
lika. Innflutningur holdanautasæðis frá
Skotlandi til Hriseyjar. þarsem einangr-
unarstöð er nú starfrækt. er þó liklega
eitt veigamesta verkefni i nautgriparækl
í íslenskri landbúnaðarsögu. Valdar ís-
lenskar kýreignuðust fyrslu holdanauta
blendingana. cn tilraunir hafa verið i
gangi í nokkur ár með góðum árangri.
Það er i nógu að snúast i nautgriparækl
inni.
29-tbl. Vikans