Vikan - 04.12.1980, Blaðsíða 74
Höfundur: Dagný Björk Pje
Þorláks-
messa
Af hverju gerði ég þetta? Oft
var ég að spyrja sjálfa mig
þessarar spurningar síðastliðna
viku.
Var ég ekki of fljót á mér, af
hverju hugsaði ég mig ekki
betur um? Hvers vegna?
í haust fékk ég bréf upp á að
ég kæmist í Hamrahlíðina í
janúar. Þá vildi ég komast
suður strax og vinna til
áramóta til þess að geta lifað
ágætlega í skólanum. Allir
voru á móti því, jafnvel amma.
En ég vildi ekki hlusta, hvað þá
þiggja boð foreldra minna um
að sjá um heimilið og fá góða
greiðslu fyrir svo ég kæmist
gegnum fyrstu önn skólans.
En hvers vegna átti ég allt í
einu að fá greiðslu fyrir það
sem ég hafði gert endurgjalds-
laust í mörg ár? Hvers vegna?
Hér sat ég svo á Þorláks-
messukvöld i Reykjavík,
einmana með tárin í augunum
vegna heimþrár. — Af hverju
gat atvinnurekandi minn ekki
verið liðlegri og gefið mér frí
svo ég kæmist heim um jólin? .
. . Sitja með tveimur leiðinda-
rrænkum yfir jólin, en þau jól!
. . Hvernig væri að fara og
hina vini mína?
I n vinir mínir við Tjörnina
gátu ekki sagt neitt hughreyst-
andi. læja, þeir fengu þó enga
jólaste:k, kannski smá-
brauðskorpu eftir jólin.
Hughreystandi!
Ég seiiist og horfði á þá í
eyju sinni. En það líf, hanga í
eyjunni á kvöldin, synda upp
að bakkanum og sníkja brauð á
daginn. Ekki \ ar mitt lif betra.
— Ég vildi að ég væri önd og
vissi ekki um jólin!
. . . „Mamma mín” . . .
„Mamma mín, komdu ...” —
Hvað var þetta? Lítil
mannvera sat á tröppunum við
Iðnó og grét.
,,Hvað er að, litla vina?”
Þögn! ,,Ég ætla ekki að gera
þér neitt.” Þögn! . . . ,,Segðu
mér hvað er að, kannski get ég
hjálpað.”
Litla veran leit upp og horfði
hissa á mig, sagði svo: „Ekki
tala við mig.” Ég settist aftur á
minn stað við Tjarnarbakkann.
Stuttu seinna kom litla veran
og settist rétt hjá mér — og
spurði svo:
,,Hvað ertað gera hér?”
„Sitja og hugsa eins og þú!”
„Hvað heitiru?”
„Ásgerður, en þú?”
„Rutta, — eða Ruth . . .”
„Hvað er svona lítil stelpa
eins og þú að gera úti svona
seint á kvöldin?”
„Bara!”
„Heldurðu að foreldrar þínir
séu ekki hræddir um þig?”
„Nei.”
„Vita þau um þig hér?”
„Nei.”
„Hvar áttu heim, Rutta?”
„Sömu götunni og þú, ég hef
séð þig labba mörgum sinnum
hjá mínu húsi.”
„Eigum við að verða
samferða heim, mér er orðið
kalt og þú ert ekki vel klædd,
— ertu vettlingalaus, hérna,
fáðu mina.”
„Þú ert svo góð,” sagði litla
veran feimnislega.
„Komdu, við skulum labba
heim á leið.”
„Nei, pabbi vill ekki hafa
mig. Hann finnst ég óþekk
stelpa.” Og hún togaði i mig.
„Komdu með mér heim.”
„Já,” sagði litla mannveran
í gegnum tárin.
Á leiðinni heim sagði Ruth
mér sögu sína, sem var
óskemmtileg reynsla smábarns.
„Pabbi minn drekkur
meðalið sitt úr stórri engri
litinni flösku með svörtum
miða. Mamma segir að hann
batnar þá í hálsinum. Hann
bullar stundum mikið og segir
margt ljótt. Helduru að Guð
vilji eiga hann þá?”
„Guð vill eiga okkur öll,”
svaraði ég.
„Hann er stundum voða
vondur við mömmu og kannski
vill hann ekki eiga litla bróðir
minn sem mamma er með í
maganum.”
„Ertu að fá litinn bróður?”
„Já, kannski í jólagjöf. Ég
var að gera jólaskraut áðan
með mömmu. Ég gerði jóla-
svein sem ég límdi á hans rúm
en þá kom pabbi og skemmdi
hann og sagði ég er óþekk og
hann vildi ekki eiga mig. En ég
var góð!”
Litla veran tók þétt í hönd
mína. Við komum að götu-
horninu og sáum inn í götuna
okkar. Við hús Ruthar var
lögreglubíll, — og sjúkrabíll
keyrði í burtu frá húsinu.
„Mamma mín,” og litla
veran brast í grát.
„Svona, elsku vina, ekki
gráta,” sagði ég, tók hana í
fangið og hélt henni fast að
mér.
„Ég gekk í áttina að húsinu.
Lögreglumaður kallaði upp:
„Þarna kemur einhver með
þá litlu.”
74 Vikan 49. tbl.