Vikan - 04.12.1980, Blaðsíða 76
sat vafin í teppið, horfði út um
gluggann og grét.
„Elsku barn, ekki gráta
meira, við skulum laga okkur
kakó, hringja í mömmu þína
og láta hana vita að þú sofir hjá
mér,” sagði ég hughreystandi.
Ég hringdi á spítalann, bað
fyrir skilaboð til móður Ruthar
og símanúmermitt.
Klukkutíma síðar lágum við
hlið við hlið í rúminu mínu.
Ruth sofnaði fljótt, enda von
eftir allt þetta. Mér varð
hugsað til sjálfrar mín fyrr um
kvöldið. Hér lá ég hálfvolandi
og hélt að enginn hefði það eins
hræðilegt. Enginn! Ég
skammaðistmín.
Síminn hringdi skyndilega.
Hrædd konurödd var í
símanum.
„Guðrún heitii ég, — ég er
móðir Ruthar. Er allt í lagi með
hana?”
,,Hún sefur núna,”' svaraði
ég.
,,Það er gott. Lögreglu-
maður kom hér og lét mig vita
að hún væri í góðum höndum.
Er í lagi að hún sé hjá þér?”
spurði konuröddin.
,,Já, já, allt í lagi. Hvernig
hafið þérþað?”
„Það er allt í lagi með mig,
Skrautleg samtíð
Skopmyndir sigmund skipa honum á bekk
meö bestu gamanteiknurum á vesturlöndum.
Ný vönduö bók komin út meö úrvali af skop-
myndum hans í túss og iit.
PRENTHÚSIÐ
Barónsstíg 11 b - Reykjavík - Sími 26380
76 Vlkan 49. tbl.