Vikan


Vikan - 04.12.1980, Blaðsíða 52

Vikan - 04.12.1980, Blaðsíða 52
Texti: Anna A þessu ári voru 100 ár liðin frá fæðingu þýska málarans Ernst Ludwig Kirchner. Hann var einn þeirra listamanna sem mynduðu hópinn „Briicke” (brúna). Þeir voru jafnan kenndir við expressionisma og hleyptu nýju blóði í þýska mvndlist upp úr aldamótum. Einkenni expressionismans eru fyrst og fremst að í stað þess að reyna að líkja eftir myndefninu var reynt að tjá það. Tilfinningar lista- mannsins endurspegluðust mjög í myndunum og kemur það glöggt fram í list Kirchners. Kirchner var fæddur í Aschaffenburg í Þýskalandi 6. maí, 1880. Hann varðekki lang- lífur og flest bendir til þess að líf hans hafi að mörgu leyti verið jafnórólegt og átakamikið og myndirnar sem hann málaði. Litirnir í myndum hans eru sterkir og djarfir og verka fremur órólega á augað. Mynd- efni hans er bæði borgarlífið og svo fjallamyndir úr Ölpunum, en þangað sótti hann mjög til að mála og lei.ta að innri friði. Á uppgangstímum nasismans átti list hans litt upp á pallborðið hjá nýju herrunum. Þeir litu á expressionismann sem úrkynjaða list. Mörg góð lista- verk hafa glatast vegna þessa dóms. Kirchner hélt þó ótrauður áfram að mála en lagðist í æ dýpra þunglyndi, sem á hann hafði herjað allt frá þvi hann gegndi herþjónustu í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann gekk heldur ekki heill til skógar á þessum árum og 15. júní 1938 batt hann enda á líf sitt með því að skjóta sig í hjartastað. Verk Kirchners voru aftur dregin fram úr skugganum eftir stríð og hengd upp á söfnum í Þýska- landi á nýjan leik. Nú þykja verk hans hin mesta safnaprýði, jafnt í Þýskalandi sem út um allan hin vestræna heim. Þegar Kirchner málaði myndir sínar var hann brautryðjandi og verk expressionistanna eru hluti af bernsku nútímalistarinnar. En varla er hægt að segja að þau hafi misst gildi sitt og ferskleika þó þau séu ekki lengur nýjasta nýtt, en auðvitað verður hver að dæma fyrir sig. HANN HEFÐI ORÐIÐ 100 ARA I MAl 52 Vikan 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.