Vikan


Vikan - 04.12.1980, Blaðsíða 77

Vikan - 04.12.1980, Blaðsíða 77
Jólasaga Þorláks- messa ég fékk smáhögg og því fylgdi verkur og ég er barnshafandi, komin 7 mánuði á leið, þannig að betra var að ég færi hingað. Ég kem heim strax á morgun.” ,,Ég fer i vinnu klukkan níu,” útskýrði ég, ,,en Ruth getur komið með mér, það verður allt í lagi. Ég vinn í söluturni í næstu götu.” ,,Mikið er ég þér þakklát,” sagði röddin feimnislega. ,,Ég nae í hana um leið og ég kem heim. Heldurðu að þetta verði í lagi?” ,,Hafið engar áhyggjur, hún er svo stillt og góð, litla greyið,” svaraði ég. „Jæja, ég sé þig þá á morgun. Góða nótt,” sagði röddin þakklát. ,,Já, góða nótt, vertu bless- uð.” . „Blessuð.” Ég lagðist í rúmið mitt og man ekki meira, sofnaði strax. Við vöknuðum fyrir hálfníu, fengum okkur góðan morgun- mat og fórum upp í söluturn. — Eigandinn horfði hissa á litlu veruna. Ég útskýrði fyrir honum hvers vegna hún var þarna stödd. Loksins eftir mikið þras samþykkti hann að hún yrði þarna. Ég fór að raða í hillur og fylla á kælinn, sjóða pulsur — og alltaf vildi Ruth hjálpatil. Dugnaðarstelpa. Um klukkan tólf kom Guðrún móðir Ruthar. Það varð fagnaðarfundur hjá mæðgunum. Þegar þær fóru bað Guðrún mig að kíkja inn eftir vinnu. Klukkan fjögur komst ég loksins út úr búðinni. Ég fór heim til Ruthar. Það var tekið á móti mér opnum örmum, það var Ruth. Guðrún sagði mér að faðir Ruthar hefði verið drykkju- sjúklingur. „Fyrir tveimur árum var hann alveg hættur, svo fyrir ári féll hann og byrjaði á sínum drykkjutúrum. Nú var hann settur á drykkju- hæli í afvötnun og vona ég að hann lagist alveg núna,” sagði •Guðrún þreytulega. Svo varð ég að segja mína sögu og Guðrún sárvorkenndi mér, en ég útskýrði að mér væri ekki vorkunn. Þegar ég ætlaði svo að fara kallaði Ruth til mömmu sinnar: „Mamma, Ásgerður vill örugglega vera hjá okkur á jólunum. Má hún það?” „En elsku Ruth mín, hún ætlar að vera hjá frænkum sínum,” útskýrði móðir hennar en sú litla var óhress með þetta og kom hlaupandi til mín, vafði handleggjunum um háls mér og spurði: „Viltu ekki frekar vera hjá mér?” „Jú, ætli það ekki,” svaraði ég. Sú litla varð svo glöð að hún kreisti mig svo við lá að ég blánaði. „Langar þig að eyða aðfangadagskvöldi með okkur, Ásgerður?” spurði Guðrún næstum því feimnis- lega. „Já, alveg örugglega.” Síðan sagði ég þeim frá frænkum mínum sem ég þekkti mjög lítið og bætti svo við: „Þær eru líka á móti ungu fólki.” Ég fór heim og pakkaði inn stórum konfektkassa sem ég ætlaði að eiga til góða ef ein- hver liti inn um jólin. Síðan skrifaði ég nöfn Guðrúnar og Ruthar utan á. Hringdi í frænkur mínar og lét þær vita að ég kæmi ekki og það er ég viss um að þær voru fegnar. Ég borðaði dýrindis jólamat með mæðgunum, siðan afhenti ég þeim gjöf mína en ekki átti ég von á neinu frá þeim. En viti menn, Ruth hafði gert fyrir mig stóran jólasvein og Guðrún gaf mér fallega jólaskreytingu. Þetta var stórkostlegt aðfangadagskvöld og ekki hefði ég getað haft það betra. Ilægt er aö breyta hárinu ótrúlega með litun. Ekki nauðsynlega með því að breyta alveg um lit. heldur örlítil litaskerpun. sem dregur hetur fram þinn eðlilega háralit. Ilægt er að fá varanlegan lit. skammtímalitun. jurtalitun og strípur. Leitið til okkar dömur og herrar og hressið upp á útlitið. Þið sem gráu háriðhafið munið að úr því er auðvelt að hæta. HÁRSKERINN Skúlagötu 54, sími 28141 RAKARASTOFAN Dalbraut 1, sími 86312 HÁRSNYRTISTOFAN PAPILLA Laugavegi 24. Sími 17144. 49. tbl. Vlkan 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.