Vikan


Vikan - 04.12.1980, Blaðsíða 28

Vikan - 04.12.1980, Blaðsíða 28
Texti: Jónas Kristjánsson Sum þeirra má drekka 20% eru frambærileg Sjö rauðvin, sjö hvitvín og ekkert rósavin af samtals 123 léttum vinum Áfengis- og tóbaksverslunar rikisins komust gegnum nálaraugað i þriðju samanburðarprófun Vikunnar. Fimm rauðvin og fimm hvitvin til viðbótar sluppu næstum i gegn. Þannig má segja, að 24 létt vín Ríkisins teljist sæmileg eða betri. Það er um 20% af heildarframboði einkasölunn- ar. Hið lélega ástand endurspeglar hugarfar þeirra, sem telja, að létt vln séu fvrir morgundrykkju daginn eftir. Fvrir tveimur árum, þegar Vikan bar fyrst saman léttu vinin, var reiknað í heilum stigum. í fyrra var reiknað i hálfum stigum. Nú er reiknað i fjórðung- um stiga, enda er samanburðurinn traustari en áöur, vinnubrögð þjálfaðri og nákvæmari. Markmiðið er auðvitað að vernda lesendur Vikunnar fyrir óþægindum vondra vina og fyrirhafnar við að grafa upp sæmileg vín með happa- og glappa- aðferð. Af meðmælaskrá Vikunnar ætti sérhver að geta fundið sér borðvjn við hæfi. Prófað í blindni Samanburðarprófunin var þeirrar ættar, sem kölluð er blind. Greinar- höfundur og ráðgjafar hans prófuðu vínin nafnlaus i glösum, án þess að sjá flöskur eða flöskumiða. Með slíku á að hindra hugsanlegt snobb fyrir miðum og merkingum. Aö þessu sinni er framsetning efnisins með nýjum hætti. Sérstök grein lýsir hinum nýju, léttu vinum, sem komin eru á söluskrá Rikisins. Önnur grein rekur árgangaskipti og aðrar breytingar, sem færa vín til virðingarstiga Vikunnar. Þriðja greinin og ef til vill hin mikil- vægasta fjallar um mat og vin, hvernig hugsanlega megi tengja saman veislumat á borð við jólamat og eitthvert eða ein- hver hinna bestu vina Rikisins svo úr verði konungleg máltið. í þeirri grein er revnt að losa fólk úr viójum fordóma um rétt hjónabönd inatar og vins og reynt að sýna fram á, aö möguleikarnir eru meiri en hinar heföbundnu kenningar segja. Það er til dæmis úrelt að negla rauðvin á kjöt og hvítvin á flsk. Þar eru þó ábendingar um, hvaða vín gæti farið vel með rjúpum, kalkún, lax og hamborgarhrygg, svo að dæmi séu nefnd. En það eru aðeins ábendingar og engar forskriftir og fara að ýmsu leyti á skjön við fornar kennslubækur. Framhjáhald í ræktun Svonefnt framhjáhald í raektun eða „coltora promiscua" er stundað i Umbriu. héraðinu milli Toskaníu og Latium á ítaliu. Það þýðir, að vinviður er rasktaður innan um eplatré og olífutré, en ekki sér á parti eins og viðast annarsstaðar. Ein þekktasta borg héraðsins er Orvieto, nærri miðja vega niilli Flórens og Rómar. Við borgina er kennt hið þekkta vin, Orvieto, sem nú hefur smogið gegnum nálarauga Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þetta Orvieto er án árgangs frá fyrir- tækinu Ruffino. sem einnig selur hingað Chianti rauðvin. Það er á góðu verði, miðað við önnur vín. kostar 3.300 krónur, og er að gæðum í rúmu meðal- lagi, fær hér 6,25 í einkunn. Eitt helsta sérkenni Orvieto er. að rétt fyrir átöppun er hálfþurrkuðum berjum bætt úl i og vinið siðan siað og geril- sneytt. Það gefur víninu ferskan freyði- vinskeim og gerir það vel hæft lil drykkj- armeð flestum mat. í prófun Vikunnar reyndist þetta vín ekki vera eins sætt og búast hefði mátt við af Orvieto. Það ilmaði dauft en vel og hafði skarpan stálkant í freyðivíns- bragðinu. Það er góð viðbót við framboð Rikisins á léttum vínum. Batnandi... er best að lifa Óvenjulegt frjálslyndi hefur rikt í þeim herbúðum á árinu. Hvorki meira né minna en níu létt vín hafa bæst á söluskrána, síðan Vikan prófaði léttu vínin fyrir réttu ári. Nokkur hafa fallið út i staðinn, en að þeim var ekki eftirsjá. Ef við höldum okkur fyrst við hvít- vínin, þá verður næst á vegi okkar Monterey 1978 frá Kaliforníu. framþærilegt matarvín með skemmti- legu stálbragði. nokkuð dýrt á 5.100 krónur, og fær hér heila 6 i einkunn. Monterey er úr blöndu vinberja- tegunda. 38% eru Pinot Blanc, sem gefa stálið. 28% eru Chenin Blanc, sem gefa mildina. 26% eru Colombard, sem gefa snerpuna og 8% eru Grey Riesling, sem gefa þungann og eftirkeiminn. Hin þrjú nýju hvitvínin eru öll frá Portúgal, sem ekki launar okkur vel salt- fiskinn frekar en fyrri daginn. Síst af þeim er B.S.E. 1974 á 3.300 krónur og 4 i einkunn, kallað þurrt, en reyndist hálf- sætt og oxyderað úr jafnvægi. Grænvínin voru litlaus „Vinho verde" er tegundarheiti þeirra tveggja, sem eftir eru. Þessi portúgalska mundi helst þýða grænvin á íslensku og eru þó slik vín ýmist rauð eða litlaus. Þau tvö, sem hingað eru komin, eru bæði litlauseða þvi sem næst. Nafnið stafar fremur af þvi, að vínin eru svo fersk, tæpast þroskuð, þegar þau eru sett á flöskur. Berin eru tínd snemma úr háum stigum og látin gerjasl skamma hríð. Áfengismagnið er litið. en skerpan góð. enda örlítil endurgerjun í flösku. Notalegt er sagt að þamba vinho verde eins og bjór á litlu kránum í Norður-Portúgal, helst beint úr tunnu. En vínið er viðkvæmt og ferðast illa til útlanda. Þess vegna er það sykrað til útflutnings og ferskleikanum þar með spillt. Bæði vínin hér kosta 3.300 krónur. Gatao er heldur betra og fær 5 í einkunn. Avaleda er siðra og fær 4. Þau eru hlutlaus og minna helst á sódavatn. Þau væru betur drukkin heima fyrir, heldur en hér norður i höfum. Loks tókst það, Portúgal! Portúgalska brúnin lyftist svo, þegar sögunni víkur að rauðvínunum. 1 þeim flokki er nú loksins komið á skrá frambærilegt vin, Periquita 1975, frá fyrirtækinu Fonseca, ódýrt vín á 3.300 krónur og fær góða 6,5 í einkunn. Periquita reyndist höfugt vín með góðum, kryddlegum ilmi, þurrt og gott steikarvín. Þar á ofan entist það óvenju vel í átekinni flösku. Það er eini nýliðinn, sem kemst i hóp þeirra vína. sem Vikan mælirsérstaklega með. Colcombet er óstaðfært, franskt vin frá Geisweiler, tilraun fyrirtækisins til að hafa á boðstólum ódýrara vín en Búrgundarvin. Það hefur næstum tekist, því að verðið er 3.700 krónur og ein- kunnin 5,5. Sem sagt ekki alveg. Colcombet reyndist fremur skarpt. dálítiðsúrt, en með þægilegum ilmi, sem þó var dálitið efnarannsóknastofulegur. En það kostar lika 5.200 krónur að fara upp i venjulegan Geisweiler og 6.500 krónur i hinndýrari. Tveir tugir nothæfir Monterey 1977 rauðvínið stendur hvítvínsnafnanum langt að baki. Þetta er 4,5 stiga vín á of margar 5.100 króiiur. Bordeaux-ættin leyndi sér ekki. en vínið var of skapt, næstum súrt. og ilmurinn var ekki alveg i jafnvægi. Monterey er Kaliforníuvín úr blöndu vinberjategunda. Meirihlutinn eða 60% eru Cabernet Sauvignon, sem gefa hinn þunga, dimma bordeaux-keim. 30% eru Zinfandel, sem gefa krydd- bragðið og 10% eru Pinot Noir, sem gefa milt Búrgundarbragðið. Lestina rekur siðan Navalle Ruby Cabernet. án árgangs frá Inglenook i Kaliforniu. 4,5 stiga vín á 6,500 krónur tvöföld flaskan. Það jafngildir 3.250 krónum á venjulega flösku. Það var gróft og sætt, ekki merkilegt vín. Þannig má segja, að nýliðunin hjá Rikinu sé svona upp og ofan og þó heldur til bóta. Engin bylting hefur orðið með nýju vinunum niu. Enn eru það aðeins tæpir tveir tugir af hinum nokkuð á annað hundrað léttvínum, sem óhætt er að mæla með. Jónas Kristjánsson Nýju vínin RAUÐ: Periquita 1975, Portúgal, Coicombet, Frakkland, Monterey 1977, Bandaríkin, Nevalle fíuby Cabernet, Bandaríkin, HVÍT Orvieto, italia, Monterey 1978, Bandaríkin, Gatao, Portúgal, Avaleda, Portúgal, B.S.E. 1974, Portúgal (Fyrirvari er é verðhækkunum). 3.300 krónur, 6,5 stig 3.700 krónur, 5,5 stig 5.100 krónur, 4,5 stig 6.500 krónur 4,5 stig (3.250 pr 75 sl) 3.300 krónur, 6,25 stig 5.100 krónur, 6 stig 3.300 krónur 5 stig 3.300 krónur, 4 stig 3.300 krónur, 4 stig 28 Vikan 49. tbl, \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.