Vikan - 16.07.1981, Síða 6
Texti: Anna Ljósmyndir: Ari Sigurdsson
tunstum
Þeir fyrstu komu á
bátum
Því má slá föstu að fyrstu Feneying-
arnir hafi komið á bátum út í eyjarnar,
þangað kemst enginn á tveim jafn-
fljótum. Sagan segir að Feneyjar hafi
orðið til þegar íbúar meginlandsins
hröktust undan Flúnum og Feneyjar
hafi verið stofnaðar 811. Sannleikurinn
mun þó sá að byggð var í Feneyjum allt
frá 5. öld. Þá vissu Feneyingar reyndar
alls ekki að þeir væru Feneyingar en
urðu sér þess betur meðvitandi seinna
meir. Þessir fyrstu ibúar Feneyja. flýðu
út i eyjarnar undan ýmsum flóðbylgjum
nýrra þjóða sem komu á tímabili
þjóðflutninganna miklu. En fyrstu íbúar
Feneyja sneruv flestir jafnharðan i land
aftur til sinna fyrri heimkynna eftir að
ölduna hafði lægt og síðan aftur út i
eyjar þegar nýjar bylgjur fólksflaums
skullu á þeim.
Alltaf urðu þó einhverjir eftir heimilis-
fastir í eyjunum og smátt og smátt varð
búseta föst á 12 stöðum að minnsta
kosti. Þessir fyrstu íbúar Feneyja voru
friðsamir fiskimenn og enn eru fiski
menn fjölmennir i Feneyjum. Einna
óspilltasta samfélag þeirra er talið á
eyjunni Burano.
Stórveldi
Þegar Langbarðar ruddust yfir landið
undan Feneyjum á 6. öld flýði verulegur
hópur í eyjarnar og búseta staðfestist.
Merki samfélags eyjanna sameinaðra
(þær eru taldar 118) er fyrst að finna
strax árið 466 þegar ibúar byggðakjarn-
anna 12 hittust og kusu sér fulltrúa til að
reyna að koma á sameiginlegri stjórn.
Fyrsti hertoginn (dogi) var kjörinn árið
697 og um 810 voru Feneyjar
viðurkenndar sjálfstætt lýðveldi í
austrómverska ríkinu. Allt frant tillanda-
fundanna miklu á 15. öld voru Feneyjar
mikið veldi og eðlilega þróuðust
siglingar sérstaklega. Feneyjar voru vel i
sveit settar og uppgangur mikill þegar
krossferðirnar voru i algleymingi og um
miðja 15. öld, þegar ríki Feneyinga
stóð sem hæst, náði það suður með allri
Adriahafsströndinni, Dalmatiu, þar sent
nú er strönd Júgóslaviu, um nokkrar
grískar eyjar (Korfu, Krit og fleiri) og
allt til Kýpur.
Frá Feneyjum til Kína
Siglingakappar og ferðalangar
Feneyinga voru þekktir og frægastur
hefur orðið sjálfur Marco Polo (alls
óskyldur Prins Polol. Marco Polo varð
fyrstur Vesturlandabúa frægur fyrir að
ferðast alla leiðaustur til Kína á 13. öld
og Austurlandaviðskipti urðu mjög
mikilvægur þáttur í verslun Feneyinga,
allt þar til sjóleiðin til Austurlanda
6 víkan 29. tbl.