Vikan


Vikan - 16.07.1981, Side 8

Vikan - 16.07.1981, Side 8
d Hertogahöllinni er þessi ecndæmis seinvirka*klukka. Hún hrpyfist einu sinni á mánuði — eftir o stjörnumerkjum. Klukkan var tviburar þegar þessi mynd var tekin. • Feneyjalögreglan hefur handtekið hryðjuverkamenn á götum úti en einhvern veginn hafði maður ekki hugsað sér löggubílana svona. Rett við ys og þys Markúsar- torgsins eru svona friðsælar götur og einmrtt i þessari er Stil veitinga- stofa með seðium allra þjöða uppi á veggjum, þar á meðal islenskum gömlum þúsundkalli ög nyjunr tikalli. Gondóli i /, stoðomæl. itæði". Þo eru engir i sjáanlegir i Feneyjum Dyr húsanna liggja íreint út t sikin og varla er sá öfundsverður sem af misgáningi villist þarna út, ef enginn er báturinn að taka við. Það var vist bara einn sem gekk á ■vatninu og það var fyrir tið Feneyja Gasmennirnir koma lika á bátum og a pramrna hjá eru menn að virinu. r vi m sn ' liiH' m m.‘ M iíli! Ji III# B L 1 * - v,. í hl •» ■ *% ' K ' W* 1 11 1 í sem kannski eru ekki eins þekktir og Leonardo og Michelangelo en viður- kenndir snillingar engu aðsiður. Það er einn mikill galli á Hertogahöll- inni. Hún er svo stór, þar er svo margt að sjá. Eiginlega væri bráðnauðsynlegt að vera heilt sumar í Feneyjum til að líta á það markverðasta. Ævi dygði enn betur. En flestir ferðalangar láta sér einn dag nægja. Og þá verður að fara hratt yfir. Ekki þarf að geta þess að farkostir i Hertogahöllinni eru tveir jafnfljótir og varla eiga fatlaðir mikla möguleika á aö sjá dýrðina nema með talsverðum tilfæringum, þvi þarna eru stigar út um allt og upp um allt, sumir jafnvel niður líka. Gangan langa Um Hertogahöllina hafa fleiri gengið í aldanna rás en forvitnir ferðalangar. Fyrst voru það hertogarnir, reyndar orðnir valdalaus peð aðalsins og Feneyjaborgrikisins á þeim tíma sem höllin var byggð, einn var rneira að segja hálshöggvinn. Lengst hefur þó ganga þeirra orðið sem gengu yfir Andvarpabrúna (byggð um 1600) því i gegnum litla rimlaglugg- ana á þessari þröngu yfirbyggðu brú sáu þeir dagsbirtu bregða fyrir í seinasta sinn. Auðvitað áttu sumir þeir sem fóru yfir brúna afturkvæmt, flestir sem yfir hana fóru voru fangar. Málum var svo háttað að varla var lengra að fara en spölinn yfir brúna úr réttarsölunum i fangelsið hinum megin síkisins og þessi ferðvar innanhúss. Þegar föngunum fækkaði Sumir fangaklefarnir voru í kjöllurunum og sagt er að þegar flæddi i kjallarana í stórstreymi tvisvar á ári hafi föngum fækkað mjög og þetta hafi verið talin dágóð aðferð til að losna við óþæga fanga. Nú ganga túristar sömu leið og ekki er laust við að um mann geti farið að fara yfir Andvarpabrúna, því það er eins og fara um þröng göng, og ef þéttir hópar túrista eru í bak og fyrir er það nokkuð ónotaleg tilfinning. Hreinasta hátíð þó hjá örlögum fanganna forðum. Eftir göngur upp og niður ranghalana í Hertogahöllinni finnst víst mörgum ferðalangnum gott að komast út í borgina fallegu og vappa um götur og kíkja á mannlif eða búðaglugga, allt eftir 8 Vikan Z9* tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.