Vikan


Vikan - 16.07.1981, Side 11

Vikan - 16.07.1981, Side 11
Rétt að baki þeirra koma veitingasalir hótelanna Loftleiða, Sögu, Holts og KEA. Það er eðlileg niðurstaða, því að hótelsalir ná sjaldan flugi til gastrónómiskra hæða, en eru yfirleitt álíka traustir og hótelin sjálf. Eitt milliverðshús skýtur sér inn á milli hinna virðulegu og dýru hótelsala. Það er Torfan, sem ásamt Arnarhóli og Laugaási er einn merkasti spútnik íslenskrar veitingamennsku og virðist engan bilbug láta á sér finna. Siðan koma í bland dýr hús og milli- verðshús og eitt einasta úr ódýra kantinum. Það er Laugaás, sem fyrstur íslenskra sala býður viðskiptavinum veislumat fyrir hversdagsfé. Gæði/verðlag Ekki dugir að einblina á gæðin, því að við val á veitingahúsi skiptir líka máli. hversu mikið viðskiptavinurinn fær fyrir peningana. Þess vegna hef ég deilt verðlagi staðanna upp í gæðastigin til að fá út hagkvæmnina. í Ijós kemur, að mikill meirihluti hús- anna eða II af 15 bjóða tiltölulega svipað gæða/verðhlutfall, frá 3,5 upp i 4,3. Aðeins tvö þeirra eru neðan við þetta og ættu því að teljast of dýr. Og svo eru þrjú raunar of ódýr. Það eru uppáhaldsstaðir mínir, einn i hverjum verðflokki, Laugaás i lægsta verðflokki, Torfan i miðlungsflokki og Arnarhóll i dýra verðflokknum. Öll þessi hús bjóða meira fyrir peningana en venja er hér á landi. Svo mætti einnig setja markið við ein- hverja fasta tölu, til dæmis 3,9. Þá væru Loftleiðir, Rán, Naustið og Stillholt líka með í flokki þeirra húsa. sem bjóða tiltölulega mikil gæði fyrir peningana. Verðlag Loks felur síðasti dálkur töflunnar i sér hreinan verðsamanburð húsanna. Að baki liggur nokkuð flókinn út- reikningur upp úr matseðlum. Voru for réttir teknir sér, súpur, sjávarréttir. kjöt réttir. ostaréttir og sæturéttir. í hverjum lið var reiknað úl miðjuverð (mediani, en ekki meðalverð. til að draga úr áhrifum þeirra rétta, sem mest sveifluðust frá miðjunni. Siðan voru tölurnar lagfærðar, einkum með tilliti til verðbólgu milli fyrstu og síðustu prófunar. Upphaflega voru þetta krónutölur. en eru auðvitað orðnar úreltar sem slikar. svo að skynsamlegra er að lita nú á þær sem eins konar visitölur, er sýni Itlut- fallslegan verðmismun staðanna, miðað við einhvern ímyndaðan grunn. Eftir tölunum má skipta sextán bestu veitingahúsum landsins í fimm verðflokka, dýrasta flokkinn, dýra flokkinn, Itærri ntiðlungsflokkinn, venjulega miðlungsflokkinn og ódýra flokkinn. í dýrasta flokknum voru Versalir. Saga, Naust og Holt. 1 dýra flokknum Hliðarendi, Arnarhóll, KEA og Lolt- -leiðir. i hærri miðlungsflokknum Smiðjan og Hornið. í venjulega miðlungsflokknum Vesturslóð. Stillholt. Rán, Torfan og Kaffivagninn. Og loks Laugaás einn sér i ódýrasta flokknum. í þessum verðsamanburði er þvi miður ekki tekið tillit til. að sumir staðirnir bjóða upp á mun ódýrari matseðla dagsins, einkum Slillholt. Laugaás, Rán, Torfan og Holt. Um önnur atriði visast til -.'instakru greina- ,. ..... '[ W Jonas Knsljansson | j 16 bestu veitingahús landsins MATUR(x5) VÍNLISTI (x 1) ÞJÓNUSTA (x 2) UMHVERFI (x 2) HEILDARSTIG (x 10) GÆÐI/VERÐ VERÐLAG 9 Arnarhóll 9 Arnarhóll 9,5 Naust 9 Arnarhóll 9 Arnarhóll 5,6 Laugaás 112 Laugaás 8,5 IMaust Loftleiðir 9 Arnarhóll Naust 8,55 Naust 5 Torfan 149 Kaffivagninn 8 Loftleiðir Saga Loftleiðir Torfan 8,3 Loftleiðir 4,6 Arnarhóll 150 Torfan 7,5 Holt 8 Holt Saga 8 Hlíðarendi 8,05 Saga 4,3 Loftieiðir 155 Rán KEA Hlíðarendi 8 Hlíðarendi Holt 7,75 Holt 4,1 Rán 158 Stillholt Saga 6 Hornið Holt Hornið 7,5 Torfan Naust 159 Vesturslóð 7 Torfan Naust KEA Kaffivagninn 6,95 KEA 4 Stillholt 170 Hornið 6,5 Laugaás Rán Torfan Laugaás 6,5 Hlíðarendi 3,9 Kaffivagninn 178 Smiðjan Stillholt Torfan Vesturslóð Loftleiðir 6,4 Versalir 3,8 Saga 193 Loftleiðir 6 Smiðjan 4 KEA 7 Hornið Rán 6,35 Hornið 3,7 Homið 195 KEA Versalir Smiðjan Kaffivagninn Saga Rán Hott 196 Arnarhóll 5,5 Hornið Versalir Laugaás Stillholt Stillhoit 3,6 Vesturslóð 198 Hlíðarendi Kaffivagninn 1 Stillholt Rán Versalir 6,25 Laugaás KEA 208 Holt Rán Vesturslóð Smiðjan Vesturslóð 6,2 Smiðjan 3,5 Smiðjan 210 Naust 5 Hlíðarendi Stillholt 7 Smiðjan 5,8 Vesturslóð 3,3 Hlíðarendi 211 Saga Vesturslóð Versalir 6 KEA 5,75 Kaffivagninn 3 Versalir 213 Versalir (Þar sem stig eru jöfn ræður stafrófsröð uppsetningu, nema í næstsíðasta dálki, þar ráða brottfallnir aukstafir) \ Z9. tbl. Vikan II

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.