Vikan


Vikan - 16.07.1981, Qupperneq 12

Vikan - 16.07.1981, Qupperneq 12
Framhaldssaga eftir John Owen 2. hluti Hann flýtti sér ekki en ók að gatna- mótunum við Queen Elizabeth Way í áttina að Niagarafossum. Beggja vegna voru aldingarðar og gróðursælir akrar en enginn ávöxtur óx enn á aldintrján- um. Vegur Elísabetar var að baki lagður og Dorchester Road átti að taka fljótlega við en eftir það kæmi Drummond Road og gatnamótin að Portgate. Það var meiri umferðá veginum en þó létt. Á ökuferðinni hugleiddi Karl von Haaz möguleika sína á þvi að halda lífi. Hann var sammála Nogronsky um að hann hefði töluverða möguleika á því að sleppa lifandi enn sem komið var, en allt gat breyst á hverri stundu. Zurotov hafði reiknað með þrem klukkustundum frá því að Karl von Haaz legði af stað þar til lögreglan hefði uppi á þessum tuttugu ára flóttamanni undan löggjaf- arvaldinu. Og Zurotov hafði útskýrt fyrir honum að þó að hann teldi ólíklegt að hann yrði skotinn væri allt hugsan- legt aðfaranótt friðarráðstefnunnar. Karl von Haaz áleit sjálfur að hann hefði allgóða möguleika. Það hefði allt verið í lagi með hann í Rússlandi. Það gladdi hann að hann þurfti ekkert um stúlkuna að hugsa. Það gæti vel verið gott að hafa hana með sér í svona eins og þrjár klukkustundir. En hvað kæmi á eftir .. .? Hvað hafði Nogronsky sagt? Hann mátti ekki ganga of nálægt henni á brúnni þegar þau nálguðust kanadiska fánann; eins og honum hefði komið það til hugar! Hann glotti við tilhugsunina. Nú kom hann aftur að gatnamótum og Thorold Stone Road varð að Stanley Avenue. Von Haaz vissi að í Stanely Avenue eru aðalstöðvar héraðslögregl- unnar í Ontario. Um leið og honum kom þetta til hugar varð honum litið að merki sem á stóð að hér væri leiðin til Cynamid sundhallarinnar. Það fór hroll- ur um hann og hann herti ferðina. Þegar hann hafði ekið heldur lengra kom hann að Bridge Street en þaðan fór hann beint til Victoria Avenue. Nú birtust honum jólaskreytingarnar í allri sinni dýrð. Glæsilegir ljósborðar með hreindýrum dragandi sleða og sibrosandi jólasvein- um. En von Haaz fylgdist með veginum framundan og afturspeglinum. Allt í einu gnæfði Oneida-turninn andspænis honum i grámanum. Þessi þrjú hundruö og fjörutíu feta hái stál- turn með lyftum utan á var ætlaöur til að sem flestir áhorfendur gætu komist að til að sjá Niagarafossa. Von Haaz velti FALSARINN „Hlustaðu á mig,” sagði forstjórinn. „Maðurinn kom til Kanada fyrir tveim dögum. Við höfum ástœðu til að ætla að við vitum svona hér um bil hvar hann er. Hann er þrautþjálfaður, hörkutól og hefur mikla reynslu. Hann heitir Karl von Haaz eða gengur undir því nafni núna. Réttu nafni heitir hann Heinrich von Schroder. ” þvi fyrir sér hvernig hér væri umhorfs á mesta ferðamannatímanum því að hér fór ekki mikið fyrir umferðinni að vetri til. Á vinstri hönd sá hann ljósbjarmann úr gluggum Sheraton Brock hótelsins. Þá beygði hann til vinstri inn Niagara Road. Vegurinn sá lá beint til Falls Street og þaðan mitt milli Sheraton Brock og Sheraton Foxhead hótelanna. Hægra megin við Niagara Road á Falls Avenue var Gamla bílasafnið. Von Haaz minntist þess að þar var Horch bíllinn hans Rommels hershöfðingja til sýnis. Hann hefði langað til að sjá hann en það var of hættulegt. Hálfa leiðina niður Niagara Road á hægri hönd var númer tíu. Von Haaz nam staðar fyrir framan húsið. Hann slökkti á vélinni, tók töskuna og fór. Hann stóð kyrr um stund á veginum. Hann var sannfærður um að enginn hefði elt sig. Allt var hljótt. Snjórinn ein- angraði allt nema suðið úr fossinum. Karl von Haaz leit í síðasta skipti yfir svæðið. Að baki hans var Oneida-turn- inn, á vinstri hönd Sheraton Brock hót- elið. Á hægri hönd Gamla bílasafnið og Sheraton Foxhead. Fram undan tengd- ist Niagara Road Falls Street. Skammt frá voru aðalstöðvar lögreglunnar í Nia- gara. Hann og stúlkan færu ekki þá leið. Þau myndu beygja til vinstri neðst í Niagara Road, ganga yfir Sheraton brú, fara yfir Falls Street og siðan yfir Rain- bow Bridge. Hann leit ánægður á litla húsið sem var svo friðsælt að sjá innan um öll þessi hestöfl af vatni sem féllu um fossana. Stuna fór um allan bæinn þegar ísbrú féll niður brún fossins. Von Haaz gekk upp stíginn að hús- inu. í glugga næsta húss var jólatré og marglitar kúlurnar vörpuðu regnboga- gliti á snjóinn. Dyrnar að húsi númer tíu opnuðust. „Mikið er ég fegin að þú ert kominn, Karl,” sagði Cathy. Hún lokaði á eftir honum og faðmaði hann að sér. Hann kyssti hana á ennið. Hún leit upp. „Hvernig gekk?” spurði hún. „Er allt i lagi?” Hann kinkaði kolli. „Já, það er allt í lagi,” svaraði hann. Hann hrinti henni frá sér og setti tösk- una á gólfið. „Hvenær förum við, Karl?” hvíslaði húnspennt. U Vikan 29. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.