Vikan


Vikan - 16.07.1981, Qupperneq 17

Vikan - 16.07.1981, Qupperneq 17
Framhaldssaga Falsarinn CIA sífellt og beittu undirróðri. Þeir réðust á menn, sem unnu fyrir CIA , þeir fengu njósnara þeirra erlendis annaðhvort til að gerast gagnnjósnarar eða drápu þá; blaðagreinar komust á prent og grunsemdir og vantraust varð srnárn saman að áhrifantikilli en óáþreifanlegri andstöðu. „Nú er þetta komið á það stig,” sagði forstjórinn andvarpandi. „að félagar okkar i öðrum leyniþjónustum lita okkur hornauga og treysta okkur illa. Já, nú erum við grunaðir um græsku, Mason, þó að kaldhæðnislegt sé.” Svo sagði hann Mason í stuttu máli hvað hann óttaðist svo mjög núna en án þess að ljóstra of miklu upp. „Þetta hefur verið undirbúið mjög vel, Mason. Sprengingin vofir yfir og flóðbylgjan gæti drekkt okkur öllum. Ég kæri mig lítt um að vera leikrænn. Það hentar mér ekki eins og þú veist en lyk- illinn að aðgerðunum er einn maður.” Forstjórinn reis á fætur og gekk kringum skrifborðið. Mason rétti ósjálfrátt úr sér. „Þú átt að ná falsaranum, ofursti. Hann má ekki, ég endurtek ekki, komast inn í landið. Ég held að hann sé hættulegasti maður sem CIA hefur átt i höggi við lengi.” Mason yggldi sig. Vantrúarsvipur kom á hann sem snöggvast. Voru þetta ekki ýkjur? „Ég veit hvað þú heldur, Mason — en þér skjátlast,” sagði forstjórinn og kipraði augun. „Nei, sir, ég.. ..”sagði Mason. „Hlustaðu á mig,” sagði forstjórinn. „Maðurinn kom til Kanada fyrir tveim dögum. Við höfum ástæðu til að ætla að við vitum svona hér um bil hvar hann er. Hann er þrautþjálfaður, hörkutól og hefur mikla reynslu. Hann heitir Karl von Haaz eða gengur undir því nafni núna. Réttu nafni heitir hann Heinrich von Schroder.” Mason varð stóreygður. „Auschwitz?” spurði hann efins. „Já. Hann hefur verið á flótta svo árum skiptir. Hann er það eiginlega enn en nú er hann i deild D. Mér skilst að hann sé stjarnan í liði þeirra,” bætti for- stjórinn þurrlega við. „Það er eitthvað á seyði, Mason, og fýlan er svo mikil að mann langar til að halda fyrir nefið. Veistu nokkuð?” spurði forstjórinn hraðmæltur. Mason hugsaði sig um en hann hristi höfuðið. „I. janúar er á morgun,” sagði for- stjórinn blátt áfram en með alvöru- þunga. Mason tók viðsér. „Friðarráðstefnan!” sagði hann stundarhátt. „Rétt. Kreml hefur lagt áherslu á hana í marga mánuði. Hið nýja timabil friðar undir stjórn USSR Toppfundur- inn sem bindur enda á alla slíka fundi. Upphaf eilífrar ástar og alheimsvel- megunar. Móðir Rússíá gengur í farar- broddi leiðina til friðar og allsnægta. Úff!” Forstjórinn hrækti orðunum út úr sér. „Mér verður óglatt!” Aftur undraðist Mason kaldhæðnis- legan æsing yfirmannsins. „Verk þitt verður mun erfiðara vegna þessa, ofursti. Það gerir það nær óhugs- andi. Ég gef fyrirmælin. Þú framkvæmir skipanir mínar eftir eigin höfði.” „Já, sir,” sagði Mason og undraðist þessi ruglingslegu fyrirmæli. Skipanir þær sem hann átti að vinna eftir voru alltaf nákvæmar. Þetta var gjörólíkt öllu öðru. Hann varðað leggja eyrun vel við. „Falsarinn má ekki komast til Banda- ríkjanna. Ég á ekki bara við að hann megi ekki komast yfir landamærin. Hann má ekki komast að landa- mærunum." Forstjórinn barði i borðið. „Þú átt að stöðva hann. Allt mistekst ef honum tekst að hafa samband við landa- mæraverðina eða útlendingaeftirlitið. Hvers vegna, ofursti? Vegna þess að D. deildin vill einmitt að það komi fyrir. Ég veit, að eiturlyfjadeildin hefur fengið upplýsingar um ferðir eiturefnasmyglara yfir landamærin og aðeins sex staðir komi til greina. Þeir taka þetta alvarlega. Eftirlitsmenn eru á öllum stöðunum sex. Þeir bíða átekta. Og ein tilviljunin enn,” hélt forstjórinn áfram máli sinu,” er að útlendingaeftirlitinu hefur verið ráðlagt að fylgjast með manni sem hefur falsað kanadískt vegabréf. Mikill viðbúnaður er við allar hafnir, flugvelli og landa- mærastöðvar í austurhluta Kanada. Heinrich von Schroder, öðru nafni Karl von Haaz, fær veglegar móttökur, Mason. D. deildin hefur komið blaða- fregnum um þetta áleiðis til fjölmiðla. Skilurðu nú hvaðviðeigum í höggi við?” „Já, sir,” svaraði Mason alvarlegur. „Þetta erófagurt.” „Við getum ekki sigrað — fyrir opnum tjöldum.” Forstjórinn settist á skrifborðsbrúnina. „Maðurinn hefur kanadískt vegabréf. Ég veit ekki hvort það er falsað eða ekki. Ottawa gerir allt vitlaust ef við reynum að taka hann og hann verður fyrir skoti. Allur heimurinn myndi mótmæla. Framhald i næsla lölubiadi. U Wliir hú ekki lik& rI 'rijti'k rbmii •> V*3s WY ur vjppá Okva sæn^urvera 9 ’öggup Laugavegi 64, Pósthólf 5249, 125 Reykjavik, Sími 27045 29. tbl. Vikan 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.