Vikan


Vikan - 16.07.1981, Page 29

Vikan - 16.07.1981, Page 29
PMsar myimr voru rangrwr ou mmii úr bandarísku Ijósmyndariti. Á myndinni til vinstri sést hvernig komið var fyrir ágœtri mynd á 22 ára afmœli hennar. Með sárstakri tœkni gátu Kodakmeistararnir þó endur- bœtt hana mikið eins og sést á myndinni til hœgri. Myndirnar minna okkur þó á að fæstar filmur eru ýkja langlífar nema helst ef þær eru geymdar í sérstökum umbúðum í kæli. Þegar smáatriðin skipta mestu máli og myndefnið samanstendur af mörgum smáum hlutum er nauðsyn- legt að nota hæga filmu til að fá sem mesta skerpu. Þessi mynd var tekin á Kodachrome 25 ISO. okkar og það væri vart þess virði að reyna að taka svarthvítar myndir af sólarlaginu svo dæmi sé tekið. Auk þess sem áður hefur verið sagt um negatívar filmur og pósitívar er sjálf- sagt að hafa eftirfarandi í huga: Séu filmur geymdar í myrkri geymslu við stofuhita má geyma Kodachrome 25 og 64 (slides) í rúm 100 ár án umtalsverðra litbreytinga. Ektachrome og Fujichrome (E6) í allt að 50 ár en negatívar filmur frá Kodak og Fuji geymast hins vegar ekki lengur en í um það bil fimm ár við sömu aðstæður án þess að búast megi við litbreytingum. Agfafilmur eru viðkvæmari fyrir raka en áðurnefndar filmur en í þurri geymslu geymast þær ekki síður en sambærilegar filmur frá Kodak með þeirri athyglisverðu undan- tekningu að Kodachromefilmur geymast helmingi lengur en nokkrar aðrar lit- filmur á markaðnum. Og af því að við erum farin að tala um geymslutima má skjóta því að að Cibacolorstækkanir (á slidesmyndum) geymast eins og Koda- chrome í 100 ár og lengur án þess að liturinn breytist (þó aðeins í myrkri) en stækkanir á Ektacolor- og Ektachromepappír geymast ekki nema í 5 til 10 ár án litbreytinga við sömu aðstæður. Þá kveðjum við filmurnar i bili en í næstu Viku sláum við á létta strengi og fjöllum um sumarmyndatökuna og ýmsar laufléttar reglur til að fá betri myndir. i'W I M.tbl. Vftkinlt

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.