Vikan - 16.07.1981, Side 30
Erlent
Þekkið þið eitthvað
svona?
Ef svo er, látið okkur vita og sendið
okkur ljósmynd af furðulegum fyrir-
bærum í umhverfi okkar. Þessar myndir
eru úr átta ára gömlu frönsku blaði og
eru allar frá Rússlandi. Yfirskrift þeirra
er „Töfrar áætlunarbúskaparins” og er
þar greinilega vegið að fimm ára
áætlunum Sovétmanna. En við skulum
bara glugga í franska blaðið. Þar
stendur:
„Svalir, sem ekki er hægt að komast á,
stigar upp úr múrvegg, símastaurar á
járnbrautaleiðum og tröppur, sem ekki
er hægt að komast upp að með góðu
móti. Er þetta úr konungdæmi Bubba
kóngs? Nei, svo er reyndar ekki, þetta
eru myndir úr paradís skipulagshyggj-
unnar.
Þetta eru undarleg fyrirbæri.
Viðurkennt bókmenntatímarit í Moskvu
réð þeim sem tók myndirnar frá því að
láta þær koma fyrir almenningssjónir i
Sovétríkjunum. Hins vegar var ritstjóra
tímaritsins leyft að taka þær með sér til
birtingar til Vinarborgar.
Hann er ekkert að láta að því liggja að
Rússar séu vitlausir. Rökrétt skýring er
á hverju einasta atriði. Annaðhvort er
hér um ofurkapp án forsjár að ræða eða
skort á skipulagningu.
1. Hér fer enginn um lengur. Lögð
hefur verið önnur braut. Hins vegar
hefur raforkuráðuneytið verið ansi iðið
við að velja staurum sínum stað hjá yfir-
gefnum járnbrautarteinum.
2. Á teikningunni voru svalir. Hins
vegar var gert ráð fyrir gluggum á
veggnum í þeim gögnum sem unnið var
eftir í einingahúsaverksmiðjunni sem
steypti einingarnar. Niðurstaðan varð sú
að múrað var upp í gluggana.
3. Neðsta þrepið er í eins metra og
tuttugu sentimetra fjarlægð frá jörðu og
það er enginn hægðarleikur að komast
inn í þessa stórverslun í Moskvu.
Ástæðan mun vera sú að verslunarráðu-
neytið lét hefja framkvæmdir við þrepin
en skipulagsráðuneytið Ijúka þeim.
4. Á teikningunni var gert ráð fyrir
anddyri þarna. í húsnæðiseklunni var
hins vegar brugðið á það ráð að breyta
nokkrum anddyrum i íbúðarherbergi og
múrað var upp í nokkrar dyr.”
Svo mörg voru þau orð og hér reynt
eftir bestu getu að snara textanum á
íslensku og vonandi hefur ekkert
brenglast alvarlega á leiðinni. Okkur
grunar reyndar að verið sé að leita langt
yfir skammt að taka þessar myndir úr
frönsku blaði af rússneskum skringileg-
heitum. Þess vegna biðjum við ykkur
— lesendur góðir — að senda okkur
skemmtilegar myndir og helst skýringaf,
ef einhverjar eru, og við ætlum líka á
stúfana í sömu erindagjörðum. Góða
skemmtun!