Vikan


Vikan - 16.07.1981, Page 41

Vikan - 16.07.1981, Page 41
Framhaldssaga öðru hverju skaut þó Dassac fram nokkrum frönskum orðum og setning- um sem Vanja varð að þýða. Þannig fengu þau góða mynd af öllu því sem gerst hafði og bæði Vanja, Steinar og skipstjórinn hlustuðu af mikilli athygli. Frásögn Dassacs bar alveg saman við það sem mámma hennar og pabbi höfðu sagt henni en engu að síður fannst Vönju ánægjulegt að heyra þetta allt endurtekið að nýju af vörum manns sem hún hafði aldrei séð fyrr. Allt I einu sagði skipstjórinn: „Og ykkur tókst aldrei að komast að því hverjir það voru sem báru barnið út?” Áhrif þessarar spurningar urðu svo sterk að Vanja hélt að hjarta hennar mundi hætta að slá. Allt frá því að sam- tal þeirra hófst hafði þessi sama spurn- ing brunnið á vörum hennar en hún hafði ekki þorað að bera hana fram. Undir niðri hafði hún eindregið búist við að hann mundi sjálfur ræða um allt það sem þarna gerðist fyrir nærri tuttugu ár- um. En svo virtist sem Dassac gerði sér alls enga grein fyrir hvers vegna hún var hingað komin. Flonum fannst gaman að heyra hana segja frá sjóferðinni og öllu því sem hún hafði séð og reynt en skildi greinilega ekki að það lá allt annar til- gangur að baki ferðarinnar. Vönju fannst að það liði óendanlega langur tími áður en hann svaraði. Flún horfði alltaf niður í diskinn. þorði ekki einu sinni að líta upp. En þegar þögnin var orðin tiltakanlega löng gat hún ekki stillt sig um að líta laumulega upp og sá þá að Dassac hélt áfram að borða hinn rólegasti alveg eins og hann hefði alls ekki heyrt spurninguna. „Ég held hann hafi ekki skilið hvað þú spurðir um,” hvíslaði Steinar til skip- stjórans. Spurningin var siðan endurtekin og í þetta sinn stóð ekki á svarinu: „Hverjir það voru sem báru barnið út?” endurtók hann. Dassac hló stuttan hlátur með munninn fullan af mat. „Það er áreiðanlega himinninn einn sem þar er til vitnis." Dassac leit alvarlega til hennar og hélt áfram: „Mér var ljóst frá upphafi að það var algjörlega útilokað að fá nokkrar upplýs- ingar um það mál. Vegna vináttu við Vasstads-hjónin hef ég gert allt sem hugsanlegt er til að kanna þetta en það hefur allt reynst árangurslaust. Ég hef búið á Madagaskar alla mína ævi og þekki líf fólksins og aðstæður þess til hlitar. Hér hjá okkur er þetta atvik ekkert einsdæmi þótt margir Evrópubúar eigi vafalaust erfitt með að trúa því. Flér búa Frakkar og innfæddir hlið við hlið og þótt hér gitdi strangar reglur gegn því að þessir ólíku kynþættir blandist er óhjá- kvæmilegt að viss vandamál komi fram öðru hverju af þessum toga. í þessu til- felli þarf alls ekki að hafa verið um neitt kynþáttavandamál að ræða. Það getur sem best hafa verið frönsk stúlka sem lenti i þessu óláni. Við erum ekki eins frjálslyndir og þið.” Dassac talaði alltaf eins og hann hefði gleymt að Vanja væri viðstödd eða eins og þetta mál kæmi henni ekki við. Steinar greip hönd Vönju og þrýsti hana þétt og huggandi en Vanja var sjálf undrandi hve hún tók þessu með mikilli ró. Innst inni hafði hún alltaf vitað að von hennar var ekki reist á traustum rökum. Og hafði hún eiginlega nokkurn tíma hugsað um það í fullri alvöru hvaða erfiðleika það hefði í för með sér ef hún fyndi sina raunverulegu foreldra? Það væri áreiðanlega það besta bæði fyrir pabba og mötnmu, fyrir hana sjálfa og fyrir konuna sem fæddi hana í þenn- an heim og sem i meira en nítján ár hafði talið hana látna, að allt yrði óbreytt eins og fyrr og sannleikurinn aldrei lýðum ljós. Eins og henni hafði tekist að hætta að hugsa um Þorbjörn eins varð henni að takast að grafa allar þessar spurningar og hugsanir — hreinsa þær að fullu úr huga sér. Það var sem létti af henni þungu fargi og hún varð rólegri en nokkru sinni fyrr. Sannleikurinn gat orðið verri en óvissan. Fléðan í frá ætlaði hún að sætta sig full- komlega við örlög sín eins og þau voru. Furðulegt að hugsa um það, en raunar stóð hún alveg í sömu sporum og þegar hún fór frá Osló. Engu að síður var hún eins og önnur persóna og breytingin hafði fyrst og fremst komið að innan. Vanja varð þess vör að Steinar horfði ákaft til hennar svo að hún leit upp og brosti til hans. Dassac og skipstjórinn voru i áköfum samræðum um annað efni. Aðeins fáar málsgreinar höfðu verið sagðar um það efni sem hafði hvílt á henni árum saman og gagntekið huga hennar. Flún hafði gert ráð fyrir löngum og alvarlegum samræðum um Jtað við Dassac en nú var þeim þegar lokið. Flún átti foreldra sem henni þótti inni- lega vænt um og höfðu veitt henni alla þá ástúð og umönnun sem aðeins góðir foreldrar geta. Nú hafði hún snúið aftur til þeirra. Nú voru þeir I dag aftur orðnir raunverulegir foreldrar hennar eins og áður en Þorbjörn sagði henni leyndar- málið mikla þegar hún var sjö ára gömul. Nú ætlaði hún loksins að fara að lifa á líðandi stund en ekki í fortíðinni. Að loknum morgunverði fóru Vanja og Steinar með Dassac I land. Sólargeisl- arnir glitruðu á sléttum haffletinum og Nossi Be brosti til þeirra í fögru um- hverfi grænna, gróskumikilla ása. 1 fjarska gnæfðu há fjöll við himin. Allt var þetta eins og hún hafði gert sér í hugarlund eftir frásögnum og myndum foreldra hennar en nú þráði hún að kynn- ast sjálf raunveruleikanum. Þetta var eins og þegar draumur rætist, hún gat tæpast trúað að það væri raunveruleiki. Vanja þekkti vel hús Dassacs eftir STÚLKAN FRÁ MADA GASKAR myndum og lýsingu móður hennar. Það var stórt og fallegt múrsteinshús, hvítt á litinn, með breiðum tröppum sem lágu niður I garðinn, en hann var einkar fallegur. Roskin, gráhærð og fremur feit- lagin kona kom rösklega á móti þeim þegar þau voru komin inn fyrir garðs- hliðið. Nokkru áður en þau mættust teygði hún fram handleggina og geislaði af gleði og örskömmu síðar faðmaði hún Vönju innilega að sér. Frú Dassac var yndisleg kona, hjarta- hlý, ástúðleg og skilningsrík. Hún tók á móti Vönju eins og hún væri hennar eigið barn og þurfti oft að strjúka með vasaklútnum gleðitár úr augum sér. Það var þessi ágæta kona sem hafði hugsað um Vönju fyrstu vikuna eftir að hún fannst og greinilegt var að hún hafði heldur aldrei gleymt henni. Ferðin hafði sannarlega ekki verið árangurslaus. Það var virði langrar ferðar að sjá fögnuðinn í tárvotum augum frú Dassac. Þetta var ógleymanlegur dagur. Eftir frábæran hádegisverð fóru þau i bílferð. Ekkert af fjórum börnum Dassacs-hjón- anna var nú lengur heima. Skömmu eftir að Vanja kom hófu hjónin máls á því að hún fengi leyfi frá störfum á skipinu og dveldi hjá þeim um tíma i Nossí Be. Fyrst hún væri komin alla þessa löngu leið, ef til vill í eina skiptið á ævi sinni, ætti hún endilega að nota tækifærið og kynnast landinu betur, þessu landi sem í raun væri ættland hennar. Eins og hún sennilega vissi sendi norska útgerðarfélagið mörg skip til Madagaskar á hverju ári. Vanja hrærðist yfir þvi hve þessi ágætu hjón óskuðu ákaft eftir að hún yrði kyrr hjá þeim einhverjar vikur og smám saman fór hún að hugsa um það í fullri alvöru. Mamma og pabbi mundu áreiðanlega skilja þetta og taka því vel. Þau vissu að hún yrði hjá góðum og traustum vinum. En það yrði ef til vill erfiðara með Steinar. Honum mundi sennilega ekki geðjast að þessari ráðagerð en þó von- andi taka henni skynsamlega. Þau hlutu að geta afborið það að vera fjarvistum í fjóra mánuði þegar þau áttu það fram undan að fylgjast að ævina á enda. Þau óku fyrst drjúgan spöl inn í landið en ætluðu síðan út til strandar- innar þar sem Vanja hafði fundist. Vönju var enn í fersku minni óþrifn- aðurinn og eymdin í hverfi fátækling- anna í útjaðri Majunga svo að það var henni hrein opinberun og yndi að sjá hve allt var hreint, gróðursælt og snyrti- legt að baki Nossí Be. Og landið sem þau fóru um var allt einkar geðfellt. Að vísu virtist skógurinn vera sums staðar svo þéttur að það væri óhugsandi að ganga þar um. Annars staðar voru víðáttumikil opin svæði þar sem sykur reyr var ræktaður. 1 dalverpi nokkru komu þau auga á friðsælt lítið þorp, þar sem húsin voru öll gerð úr bambusreyr. og Dassac nam þar staðar um stund. Þegar Vanja hafði virt staðinn fyrir sér stundarkorn minntist hún allt í einu ævintýrsins sem pabbi hafði sagt henni um leið og hann sagði henni frá leyndar- málinu. Þarna — rétt fyrir framan hana — var skrauthliðið með blóðrauðu blómunum, vafalaust það sama og pabbi hafði lýst fyrir henni. Hana langaði til að skjótast út og skoða þetta nánar en Dassac sagði að það væri ekki tími til þess núna ef þau ættu að geta komist yfir allt það sem þau hefðu ráðgert að sýna þeim. „Við getum farið hingað seinna og athugað þetta betur þegar við höfum góðan tíma,” bætti hann við og brosti kankvís til hennar. Vanja brosti á móti og það fór ekki fram hjá henni hvað hann meinti. Því meira sem hún hug- leiddi málið varð löngun hennar meiri til að dvelja hér um tíma hjá þessum ágætu hjónum. Þorpið var hreinlegt og snyrtibragur á öllu. Blómahliðið fagra var inngangur inn að því. Það var töluvert bil á milli bambuskofanna og þar uxu háir, bein- vaxnir kókospálmar og lágir umfangs- miklir döðlupálmar. Rétt í því er þau óku fram hjá hliðinu gekk ung kona út um það. Hún hélt á litlu barni á öðrum handleggnum en stórri fléttaðri tágakörfu í hinni hend- inni. Hún var berfætt, i pilsi úr blóm- skreyttu efni og stutterma, litríkri blússu. En þrátt fyrir mikla byrði bar hún sig vel, líkamsbyggingin var glæsi- leg og andlitið fagurt með fíngerðunt idráttum. Um leið og hún gekk fram hjá þeim, rétt hjá bílnum, sendi hún þeim heillandi bros. Þetta var ung, venjuleg kona í þessu landi, ein af ótal mörgum. Engu að síður var Vanja gripin hugljúfri hamingju- kennd jtegar hún virti þessa konu fyrir sér. Hún sagði ekki neitt og Dassac ók áfram án nokkurra skýringa eða athuga- semda. Og í hugum þeirra hinna sem i bílnum voru var þessi kona vafalaust strax gleymd. En I vitund Vönju greyptist mynd hennar sem tákn þess að æskudraumur hennar hefði ræst. Hún hafði það á tilfinningunni að hún hefði fundið eitthvað óendanlega dýrmætt sem hún hefði týnt. Nossí Be var engu að síður sú litla paradís sem hún hafði séð og geymt i hugarheimi sínum. Það var sem þungri byrði væri létt af herðum hennar. Bara að þessum glöðu náttúru- börnum yrði aldrei ógnað eða þau tæld til að hverfa inn í skugga menningarinn- ar! m Framh. i nœsta blaði. L_i 29. tbl. VIKan 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.