Vikan


Vikan - 16.07.1981, Síða 42

Vikan - 16.07.1981, Síða 42
Texti: Baldur PálmasonTeikningar: Árni Elfar M Um miðjan maí hélt Sinfóníuhljómsveit íslands til Austurríkis í hljómleikaferð. Þetta var fyrsta ferð hljómsveitarinnar á alþjóðavettvang — áður hefur hún lengst komist til Færeyja. Með í ferðinni voru tveir hagleiksmenn — Baldur Pálmason, fyrrum dagskrárfulltrúi hjá útvarpinu, og Árni Elfar, píanóleikari og drátt- listarmaður. Þeir munu nú um sinn leyfa les- endum Vikunnar að fylgjast með ferðum og gerðum Sinfóníuhljómsveitar íslands á megin- landinu. Hljómieikar í heilsubótarhúsi Sú var tíð að Vínarborg var miðstöð tónlistarlífs á þessari kringlu heimsins, alveg óumdeilanlega — á tímum Haydns, Mozarts, Schuberts og Beethovens — og þótt aðrar borgir hafi stigið mjög í tónlistarlegu tilliti síðan er efamál að Vín hafi misst tignarsæti sitt þeim í hendur, þegar til alls er litið. Sigurður Björnsson óperusöngvari, sem starfað hefur um skeið í Vinarborg og er víða kunnugur í. tónlistar- heiminum, sagði á dögunum, að hann teldi sig ekki gera neinni borg rangt til, þótt hann fullyrti að Vin væri háborg tónlistar enn í dag. Þar um eru gleggst vitni tvö óperuhús með sæg af úrvals söngfólki laus- og fastráðnu, nokkrar sinfóníuhljómsveitir og svo framvegis. Þar eru líka tónlistarháskólar, sem ekki munu gefa öðrum eftir í neinu. Því var það ekki að fara í grafgötur með íslenska tónmennt, þegar það var fullráðið að Sinfóníuhljómsveit íslands legði leið sína til Vínarborgar og sjö annarra austurrískra borga og bæja nú í vor. Þetta var nokkurs konar afmælis- ferð, því að hljómsveitin telst standa á þritugu, — og þetta var fyrsta ferð hennar út á alþjóðavettvang. Hún hafði ekki áður farið lengra en til Færeyja (1977). Aðdragandinn Ég innti fyrrnefndan Sigurð Björns- son, sem verið hefur framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar siðan í árs- byrjun 1977, eftir þvi, hvernig að þessari ferð dró og hvað langt væri siðan hún réðst. Hann svaraði: „Það er víst hálft annað ár eða meira síðan okkur barst bréf frá Grosser leikhússtjóra í Wiesbaden í Vestur- Þýskalandi. Þar kvaðst hann vera að leita fanga til listahátíðar (Mai-fest) þar í borg 1981, og þá einkum og sér í lagi norræns efnis, þvi að ákveðið væri að fá öll Norðurlönd til þátttöku að því sinni. Þarna opnaðist því fyrsti möguleikinn fyrir ferðinni. Um líkt leyti bættust fleiri við. Samtök í Austurríki. „Musikalischer Jugcnd Österreichs” (Austurrísk tónlistaræska), hafa haft fyrir sið að bjóða árlega litt þekktri hljómsveit útlendri til tónleikaferðar um landið, og fylgir því boði allgóður styrkur. Hér hafði verið á ferð austurrískur blásara- Tónleikahöllin Kurhaus i Wiesbaden. í forgrunni annar tveggja voldugra gosbrunna í garðinum f raman við. kvintett. Einn félaganna, dr. Werner Schulze, fagottleikari og tónskáld. hafði fengið þá hugmynd, að „Austurrísk tónlistaræska” gæti ef til vill beint boði sinu til Sinfóníuhljómsveitar Íslands i vor — og þessu var komið í kring. Dr. Schulze tók sig þar að auki til og samdi fyrsta hljómsveitarverk sitt og tileinkaði hljómsveitinni okkar. Þessu verki í 5 köflum gaf hann íslenskt nafn, „Snúning”, og hljómsveitin tók það til frumflutnings í ferðinni, lék það sex sinnum. Til viðbótar þessum góðu boðum frá Þýskalandi og Austurríki var sótt um ferðastyrk til menningarsjóðs Norðurlanda með tilliti til hins norræna þáttar í listahátíðinni í Wiesbaden. Fékk sú beiðni jákvæðar undirtektir. Og síðast en ekki síst ber að nefna nokkurn styrk 42 Vikan 29. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.