Vikan


Vikan - 16.07.1981, Page 46

Vikan - 16.07.1981, Page 46
Hjónin Anneliese og Felix Abendroth. Frá Kurhaus var stutt leið i næsta áfangastað eftir tónleikana. Borgar- stjórnin hafði kvöldboð inni fyrir íslenska ferðafólkið í veitingasal í næstu götu. Þar heitir Brunnenkolonnade, sjálfsagt vegna þess að á opnu svæði framundan báðum fyrrgreindum byggingum eru tveir veglegir gos- brunnar. Vilborg sagði mér, að þetta mundu vera mestu mannvirki. sem um geturaf þcim toga. Í kvöldboðinu var kalt borð marg- réttað og nóg af bjór og léttu víni, svo og ávaxtadrykkjum. Fólk neytti þess af ánægju og þörf, því að komið var langt fram á kvöld og nokkuð annasamur dagur að baki hjá flestum. Talsvert var um ræðuhöld. Lengstu töluna flutti rauðbirkinn borgarstjóri, fremur ungur maður, — en af okkar háll'u töluðu Pétur Eggerz sendherra í Bonn, sem var kominn á tónleikana, og Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri. Hinn fararstjórinn, Björn Sv. Björnsson, túlkaði ræðurnar á íslensku eða þýsku sitt á hvað. Slík verkefni biðu Björns oft i ferðinni, og leysti hann þau ætið af hendi með ágætum. Sigurður þurfti lika oft að taka til máls á langri leið, og kom það sér vel að honum er að segja má jafntöm þýskan sem móðurmálið. Hann undirstrikaði gjarnan þakkarorð sín með því að afhenda íslenska myndabók að gjöf — og svo margar voru bækurnar, að hann hlýtur að hafa verið með ærna yfirvigt af jteim sökum í byrjun. Komið var fram yfir miðnætti, þegar Holiday Inn var náð. „Ekkert kaffi, — hátta, hátta!” Áður var að því vikið, að hljómleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands voru liður I margbrotinni listahátíð, svokallaðri Mai- fest, sem á sér margra ára feril að baki, en hafði nú á sér óvenju norrænan blæ. Þrír aðrir liðir maí-hátíðarinnar núna voru merktir fslandi á mismunandi hátt. Þjóðleikhúsið sýndi „Stundarfrið” eftir Guðmund Steinsson, María Gisladóttir listdansari dansaði titilhlutverkið í ballett inum Gisellu (hún á heirna I Wiesbaden og dansar með Hessisches Staatstheater) og finnskur ballettflokkur sýndi verk byggt á Sölku Völku eftir Halldór Laxness. Ferðin til Vínarborgar Árla risið I ágætu veðri og lagt upp I langa ferð, 800-900 km leið austur til Vínarborgar. Þangað skyldi ekið samdægurs, og við það var staðið nokkurn veginn. Ferðin byrjaði á skipu- lagningu. Til þæginda fyrir ekki- reykingafólk skyldi það leggja undir sig annan aðalbílinn og fremstu sætin í öðrum, ef hann ekki dygði til. Þetta skipulag gafst vel fyrstu dagana, en riðlaðist nokkuð síðar meir. Sigurður Björnsson var í fararstjórasæti i reyklausa bílnum en Björn Sv. Björns- son í hinum reykjandi — og reykti þó ekki sjálfur (enda varð hann hás þegar á leiðl). 1 hljóðfærabilnum var hver farþegi sinnar eigin gæfu smiður. Segir nú ekki margl af langferð þessari fyrr en komið var i úthverfi Múnchenar- borgar klukkan að ganga þrjú síðdegis. í þeim stað búa hjónin Anneliese og Felix Abendroth, foreldrar Moniku hörpu- leikara í hljómsveitinni okkar. Hún hefur starfað hérlendis nokkur ár. Norðanvert við Munchen ris allhátt fell. grasi gróið. Það er gert af manna höndum úr stríðsrústum borgarinnar, sem var ekið þarna saman. Skömmu eftir að það var okkur að baki, var numið staðar við veitingahús, og þar eru þá fyrir Abendroth-hjónin, sem fagna dóttur sinni og fleiri ferðalöngum, sem þau þekkja, því að þau hafa komið til íslands og dvalið hjá Moniku dóttur sinni. Þarna voru líka systir Moniku og mágur. Nú sest fólk að snæðingi í sérkenni- legum veitingasal, þar sem hanga aktygi og járningatól á veggjum og I lofti, — enda má með miðlungsályktunargáfu gera ráð fyrir að þarna hafi verið hest- hús og járningastöð pósthesta á 19. öld og fyrr. Gistihús var svo i reisulegra húsi við hliðina. Eftir góða máltið og bjór eftir vild, — þegar hver og einn bjóst við að þurfa að borga fyrir sig, upplýsti Sigurður Björns- son að Abendroth-hiónin væru þeir höfðingjar að óska þess afdráttarlaust að borga allan brúsann fyrir þennan meira en hundrað manna hóp — og tækju þau andmæli ekki til greina. Sctti alla hljóða í fyrstu við svo stórtæka gestrisni, en svo braust út mikið lófatak, og í lokin gekk hver maður fyrir þessi rosknu heiðurs- hjón og þakkaði með handabandi. Ekki er talið að þau hjónin hafi af miklu ríki- dæmi að má, og því er þetta vinarbragð þeim mun lofsverðara. Öllum til ánægju slógust þau svo með í Austurrikisförina, því að nokkur sæti voru laus I bílunum. Víst hefði ég þegið að endurnýja betur gömul og góð kynni af Múnchenarborg. Ég dvaldi þar i nokkrar vikur haustið . 1958 og fékk dálæti á þeim stað. Bar þar ýmislegt til, svo sem góð veðrátta og vin- gjarnlegt fólk hvarvetna, jafnt I útvarps- stöðinni, þar sem ég var með annan fótinn, sem meðal óbreyttra borgara. Ég átti líka nokkur samskipti við íslenskt námsfólk, sem:, var þarna allfjölmennt þá. Einn úr þeim hóp var mér mikil hjálparhella og þeysti með mig á mótor- hjóli sinu fram og aftur um borgina. Hann er nú virtur arkitekt í Reykjavík, Geirharður Þorsteinsson. Og ekki skal því gleymt, að þá var Sigurður Björns- son við söngnám í Múnchen. Ekki síst ber að nefna samskipti min við islensku skáksveitina, sem tefldi þá á 13. ólympíumótinu. Ég var þá nýkominn I stjórn Skáksambands lslands en hafði ekki bein afskipti af sveitinni, sem var undir leiðsögn Guðmundar Pálmasonar (2. borð). Hins vegar snæddi ég oft með þeim bæði hádegis- og kvöldverð á sama veitingahúsinu. þar sem gekk um beina skemmtilegasti veitingaþjónn, sem ég hef kynnst. Hann hét (og heitir kannski enn) Max Schönecker, filelfdur krafta- karl með Hindenburgskegg, léttur í skapi og með skopskyn í betra Iagi. Hann hafði lent í margri hrinu um dagana en ekki látið bugast af neinu. — Nú eru tveir félagar látnir úr 6 manna 46 Vikan 29. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.