Vikan


Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 47

Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 47
Langferð skáksveit okkar í Milnchen: Freysteinn Þorbergsson (3. borð) og Jón Knstjáns- son (2. varam.). Einn er horfinn til Ástralíu: Arinbjörn Guðmundsson (4. borð), — Ingimar Jónsson (1. varam.) orðinn forseti Skáksambands Islands en hefur ekki teflt lengi opinberlega. Eini maðurinn, sem haldið hefur skák- strikinu (með hvíldum þó), er Itigi R. Jóhannssond. borð). En áfram með ferðasmérið! Eftir máltíðina góðu i Munchen bar ekkert til tíðinda fyrr en kom að austurrísku landamærunum, enda ekki ýkja langt þangað. Þar var mikið bílarennsli i báðar áttir, og virtust venjulegir fólksbílar flestir fá merki um að halda áfram ferð Björn Sv. Björnsson aðstoðarfarar- stjóri nýtur hvíldarstundar, aldrei þessu vant. sinni, eftir að landamæravörður hafði blaðað í vegabréfi ökumanns — en ein- staka vegabréfi var þó ekki skilað strax, en handhafi þess beðinn að aka afsíðis til nánari skoðunar. Okkar bilar voru víst taldir lítt tortryggilegir, en samt sem áður varð þarna nokkur töf á ferð okkar. Orsökin var sú, að júgóslavneskir farandverkamenn voru á heimleið frá Þýskalandi í tveimur langferðabilum og höfðu með sér býsna mikinn farangur. Þeim hafði verið skipað að taka út allt hafurtaskið og raða því á gangstéttina á meðan það var rannsakað að einhverju leyti. Þeirri rannsókn var langt komið, þegar okkur bar að, en þá var eftir að koma öllu fyrir á ný, — og fyrr var ekki hægt að hleypa okkur áfram. Júgóslav- arnir voru að sjá ósköp æðrulausir og þolgóðir i amstri sinu við dótið. Þeir eru líklega ýmsu vanir í þessum efnum. — Við þurftum ekki einu sinni að sýna vegabréf okkar, svo að við brunuðum inn í Austurriki án verulegrar tafar. Þegar ekið var um Salzburg, sem er nærri landamærunum, var rétt byrjað að bregða birtu og klukkan þá nálega 9. Nú var þarna enginn stans, — en þar skyldi aftur á nióti verða viðstaða sið- asta dag ferðalagsins og flogið þaðan heim. Einhvers staðar austan og sunnan Salzborgar var áð á bensínstöð, þar sem var ferðamannaverslun og matsölu- staður. Var þá fólk farið að vera þurf- andi fyrir hressingu. En undarlegur var afgreiðslumátinn á þessum stað, það er að segja þegar til greiðslunnar kom, því að kassinn var á afviknum stað, og myndaðist þar ógnarlöng halarófa, sem hlykkjaðist milli vörugrinda og styttist litið sem ekkert lengi vel, því að margir þurftu að fara nokkrum sinnum í röðina. Þetta var glöggt dæmi um slaka skipu- lagningu. Miðja vegu milli þessa staðar og Vínar var bjórinn farinn að segja til sin hjá sumum — og því varð að gera stutt- an aftöppunarstans við vegarbrúnina á meðan þrír „kavalerar” skunduðu út í myrkrið. Á meðan ók annar félags- bílanna fram úr okkur, en ekki höfðum við farið langt, þegar við sáum að hann hafði farið að dæmi okkar. „Neyðin kennir naktri konu að spinna.” Loksins nálgaðist Vinarborg, og var þá sýnilegt að ekki mundi dagurinn end- ast okkur i át'angastað utanvert i borginni. Byrjaður yrði nýr sólar- hringur, þegar þangað kæmi. Á þessum hluta leiðarinnar setti ég saman þríhendu, minnugur veislunnar góðu í Múnchen, sem Abendroth-hjónin efndu til — og þess, að Abendrot þýðir kvöld roði, sem svo er um sagt í íslenskum málshætti: „Kvöldroðinn bætir, en morgunroðinn vætir” — og svo ennfremur liins, að senn færi að roða al nýjum degi. Þón ökiwi rid allargötur aiislur i morf’uiirodann. kvöldrodans ininnumsl vidkærasl 'ógfremsi og könnumst vid lieillabodann. Litlu eftir miðnætti staðnæmdust þrir langferðabilar fyrir utan Pension Wienerwald i Gablita hjá Vin. Ut stigu hljóðfæraleikarar og ferðafélagar þeirra frá Islandi, orðnir nokkuð þreyttir eftir 15-16 tima akstur um ótal rasta veg. / nœslu Viku verdur haldið áfram aö fylgjast með Sinfóníuhljómsveii íslands á róli hennar um A usturríki. 29. tbl. Víkan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.