Vikan


Vikan - 16.07.1981, Page 63

Vikan - 16.07.1981, Page 63
I bær að svara fyrra bréfinu mínu. En nú vantar mig svör við nokkrum spurningum: 1. Þeir sem skrifa smásögur og fá þær birtar í Vikunni, fá þeir einhvern pening eða svoleiðis? 2. Er mikið um að menn giftist konum sem eru eldri en þeir? 3. Hvernig passa saman hrútsdrengur og hrútsstelpa? 4. En hrútsdrengur og nauts- stelpa? 5. En hrútsdrengur og vatns- berastelpa? 6. En hrútsdrengur og tvíburastelpa? Vertu nú svo vænn aftur að svara þessu bréfi. Bæ, bæ, H. P.S. Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldurðu að ég sé gamall? 1. Já, að minnsta kosti svoleiðis. En fyrir alla muni lærðu fyrst betri stafsetningu og réttara mál áður en þú ferð að senda Vikunni smásögur. Hefðum við birt bréfið þitt eins og þú skrif- aðir það hefði öllum þeim, sem unna islensku máli, orðið flökurt. 2. Já, meira en þig grunar. Og sé aldursbilið ekki allt of mikið tekur ekki nokkur sála eftir því. 3. Annaðhvort logandi ástriður eða heiftarlegur fjand- skapur. 4. Ástin getur verið heit framan af en hætt við að hún endist illa. 5. Getur blessast. En þó er hætt við að þau reynist full- miklar andstæður. 6. Lífið verður fullt af róman- tík og ævintýrum. Úr skriftinni les ég að þú sért enn ansi óþroskaður, þó senni- lega kominn um fermingu. Úr bréfinu les ég að þú sért skotinn í fjórum stelpum en þó mest í hrútsstelpu sem er á að giska tveimur árum eldri en þú. 18 ára gömul jómfrú Kæri Póstur! Þetta er í fyrsta skiptið sem ég skrifa þér. Þannig er mál með vexti að ég er svo feimin við alla. Þegar einhver yrðir á mig fer ég alveg í rusl. Þetta kom fyrir einu sinni þegar piltur labbaði að mér og spurði hvort ég væri ein. Þegar ég kinkaði kolli settist hann hjá mér og sagðist heita X (við skulum kalla hann það). Ég reis upp og ætlaði að fara en hann tók í handlegginn á mér og brosti til mín. Ég fór að roðna ennþá meira. Hann reyndi að kyssa mig en ég vildi ekki leyfa honum að kyssa mig. X spurði hvort ég vildi koma með honum heim en ég sagði nei. Ég labbaði burtu. Ég var alltaf að sjá hann eftir ballið. Hvað á ég að gera? Er óeðlilegt að vera jómfrú 18 ára gömul? Ég hef aldrei kysst strák og ekki heldur hleypt upp á mig. En ég er hrifin af strák og langar til þess að byrja með honum. Viltu gefa mér ráð, elsku Póstur minn? Ég er hreint og beint í vandrœðum með sjálfa mig. Ég veit ekki hvað ég á að gera til þess að losna við þessa feimni. Ef þú getur viltu þá hjálpa mér? Ein sem er í vandræðum og þráir þennan pilt. Pósturinn telur að fleiri stúlkur en þær sem þjást af feimni hefðu ekki látið einhvern strák setjast hjá sér, upphefja kossa og fara síðan heim með honum. Til eru ýmis sérstök heiti um þannig stúlkur og ekkert þeirra felur minnsta vott af feimni í sér. Þú þarft ekki að óttast að neitt sé óeðlilegt við þig þótt þú sért enn óspjölluð, komin á 19. ár. Stúlkur gera einmitt rétt í því (og raunar strákar líka) að hefja ekki kynlíf fyrr en þær eru sjálfar tilbúnar til þess — Pósturinn og raunverulega vilja gefast pilti á þann hátt. Orðalagið „að hleypa upp á sig” er móðgun við kynhlutverk konunnar og felur í sér að hún sé bara ein- hvers konar mjaltavél til afnota fyrir karlpening. Það verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir ungu fólki að kynlíf er tjáningarform fyrir dýpstu tilfinningar og það er sóun á verðmætum lífsins að eyða því á hvern sem er, hvar sem er. Nú ert þú hrifin af strák og langar að byrja með honum. Ráð mitt er: Byrjaðu ekki með neinum fyrr en þú hefur kynnst honum og lært að treysta honum þannig að lífs- reynslan verði til þess að auðga líf þitt fremur en gera það auðvirðilegra. Sé hann líka hrifinn af þér þarf venjulega ekki að gera sérstakar ráðstaf- anir til að þið náið saman — það kemur af sjálfu sér. 29. tbl. Vikan 63

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.