Vikan - 10.12.1981, Síða 3
ALDREI MEIRA URVAL
SPILA OG LEIKSPILA EN NÚ
Fyrir 3ja til 6 ára Hin sívinsælu svartapétursspil í miklu úrvali. LÚDÓ, margar gerðir, myndabingó, raðspil, slönguspil, Öskubuska, Emil í Kattholti, þroskaspilið Electro ásamt aukafyllingum, dómino og tugir annarra tegunda.
Fyrir 6 til 10 ára Electro fyrir eldri. Fjöldi þroskandi og fræðandi spurninga. Kínaskák, Glopol (Útvegsspilið), Yatzy, Jumbo jet (flugvéla- spil), Mikado, Draugakastali Dracula, Skooby Doo-spilið, ísl. efnahagsspilið, Veltipétur og einnig viðbótarfyllingar fyrir yngri spilara og fyrir eldri og vanari, og óteljandi aðrar gerðir.
Fyrir eldri en lOára Leynilögregluspilin: Interpool og Cludeo, Stratigo, mjög vinsælt hjá ungum drengjum, Fjórir í röð, Slide 5, Stay alive, UNO, GO, Backgammon (kotra), Point Blank, Kingmaker, sjóorrusta, fótboltaspil, Balance of Power, Master mind og fjölskylduspilið LIFE, Othello, ýmiss konar tölvuspil og fleira, já, miklu fleira.
Fyrir yngri og eldri Gestaþrautir: Blandaðar í kössum, stakar, töfrateningurinn Qausnin fylgir) og það nýjasta: „Snákurinn". Af spilum fyrir bridge og önnur slík spil eru nú til yfir 200 tegundir. KEM- spil, sem eru draumur bridgespilarans, Autobridge ásamt fyllingum, spil fyrir sjóndapra, spil fyrir örvhenta, spil í gjafakössum, stór spil, lítil spil. Spáspil og bækur um þau.
Við sendum í póstkröfu.
Hringið og látið okkur
hjálpa ykkur við valið.
Hjá Magna Símf23011