Vikan


Vikan - 10.12.1981, Side 6

Vikan - 10.12.1981, Side 6
Texti Hrafnhildur Ljósm.: Ragnar Th. Nú líður að hátíðlegasta tíma ársins og þá tjalda menn öllu því fínasta sem þeir eiga. Eitt af því eru drykkjarföngin, en nú á ekki að bera fram öl í gömlu, skýjuðu eldhúsglösunum heldur lyfta klingjandi spariglerinu að vörum. En þá vilja menn oft staldra við því skapast hafa hefðir um hin ýmsu form glasanna sem í fljótu bragði er alls ekki svo gott að átta sig á. Sum glös eru löng og mjó, hvað er heppilegast að bera fram í þein? Önnur eru pínulítil. Það gæti verið þreytandi að nota þau undir jólaöl, þið væruð ekki fyrr búin að hella þau full en glösin væru tóm að nýju. VIKAN kynnti sér allan sannleik um leyndardóm glasanna, leitaði ráða hjá færustu sérfræðingum á þessu sviði og hér með birtast niðurstöðurnar. Vonandi koma þessar upplýsingar einhverjum að gagni en ef þær leysa ekki úr öllum þeim vanda- málum sem upp kynnu að koma þá er um að gera að vera ófeimin. Sturtið bara guðaveigunum í það glas sem ykkur finnst líta best út og hugsið ekkert um hvort spekingarnir segja það rétt eða rangt. Nú, ef í harðbakkann slær, og engin finnast glösin, þá má alltaf nota hina vel þekktu, frumstæðu aðferð, sem aldrei hefur brugðist, að drekka af stút. 6 Víkan 50. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.