Vikan


Vikan - 10.12.1981, Síða 7

Vikan - 10.12.1981, Síða 7
Vínglös IMokkrar tegundir glasa eru algengari en aðrar • Þegar á að leggja á matarborð er algengt að fyrir ofan diskinn á borðinu standi tvö glös, eitt glas fyrir borðvin og eitt vatnsglas sem siðan er hægt að nota ! undir „long drinks” eftir matinn. Það er mjög nauðsynlegt að gleyma ekki vatns- glasinu þvi sumir gestanna drekka alls ekki vin og þá má nota þetta glas undir áfengislausar veigar, án þess að gest- urinn þurfi að biðja um það sérstaklega. Einnig er æskilegt að matargestir fái tækifæri til að slökkva þorsta sinn á ein- hverju öðru en vininu. Vatnsglasið er sett fast ofan við hnifsoddinn en glasið fyrir borðvínið í beinni línu, hægra megin við það. Glas fyrir lystauka, „aperitive”, skal ekki leggja á borð heldur nota áður en sest er að borðum. Ef halda á einfalt matarboð nægir að setja eitt glas af hverri tegund. Ef bera á fram líkjör, eða brennda drykki eftir matinn, nægir að koma með þau glös um leið og kaffið er borið fram, hvort sem það er drukkið við matarborðið eða gestum boðið í betri sæti til að njóta þess. Likjörglös eru sett hægra megin og ofan til við bolla gestsins og þau er þannig löguð að bragð og ilmur finnist sem best. Ef um margréttað matarboð er að ræða er oft byrjað á kokkteil sem bland- aður hefur verið áður en gestirnir komu. Því standa þau glös ekki á matarborðinu heldur á sér borði. Einnig er algengt að bera fram tvær víntegundir, aðra fyrir forréttinn og hina fyrir aðalréttinn, og þá þarf að leggja bæði hvitvíns- og rauðvínsglös á borðið. í slíku samkvæmi eru líkjörglösin einnig á borðum þegar gestirnir setjast en ef bera á fram „írskt kaffi” eru þau glös að sjálfsögðu borin fram eftir matinn. Ef svo margar vínteg- undir eru framreiddar með máltiðinni er glösum raðað þannig að þau séu ekki til óþæginda fyrir gestinn eða hindri fram- reiðsluna á nokkurn hátt. Aldrei skal setja fleiri en fjögur glös í einu á borðið fyrir hvern gest. Snafs Snafsaglös eru notuð þegarbornireru fram smáréttir, til dæmis síldarréttir eða hákarl. Með þorramat er viðeigandi að bera fram íslenskt brennivin og þá eru snafsaglösin notuð. Einnig kemur fyrir að fólk vill sterkt vín með matnum, eða með kaffinu á eftir, og þá er viðeigandi að bera það fram í snafsaglösum. Hanastél t hanastélsboðum þarf nokkrar tegundir glasa, til dæmis „asna"-glös (jafnhá, löng glös), „klaka” -glös (kubb- laga glös) og kokkteil-glös (V-laga glös á fæti). Þumalfingursreglan segir að gott sé að áætla tvö glös á mann í slíku samkvæmi. Það þýðir að ef tiu manns er boðið eru borin fram tuttugu glös og tegundunum skipt jafnt í þau. Nokkrar ábendingar um kaup á glösum Mikill óþarfi er að nota handblásin kristalglös í óformlegum samkvæmum eða til hversdagslegra nota. Það fást mjög falleg og vönduð verksmiðjufram- leidd glös i mörgum búðum. Stundum henda slys og þá er ekkert tiltökumál að kaupa ný glös í staðinn. Kaupið glös af þeirri tegund sem þið notið mest, en hverri glasategund er ætlað ákveðið hlutverk. Glasaþvottur Það er mjög skemmtileg tilfinning jtegar hægt er að bera fram skínandi glös. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar glösin eru þvegin. — Reynið að þvo glösin fljótlega eftir notkun. Notið vel heitt vatn og mikið af þvottaefni við uppþvottinn. — Skolið glösin í hreinu, vel heitu vatni. Ef glösin eru ekki skoluð á eftir sápuþvottinn getur setið eftir i þeim óæskilegur sápukeimur. — Raðið glösunum á hreint stykki og látið renna af þeim mestu bleytuna. Pússið þau siðan með mjúku, hreinu stykki. Athugið að kusk úr þurrkunni sitji ekki eftir á glösunum. Rauðvínsglas: Túlípanalagað glas, hátt og þunnt. Státt- in er ekki stærri um sig en barmurinn en fóturinn 1-2 fingurlengdir. Barmurinn er beinn en rúmur, um 15-26 cl. Þetta glas má einnig nota undir kampavín. Rauðvín er framreitt við stofuhita (12-18 stig) og glasið er aðeins fyllt að 2/3 svo ilmurinn fái að njóta sín. Mjög gott með ostum og kjötréttum. Hvítvínsglas. Það glas er nokkuð minna en rauðvíns- glasið, um 12-20 cl en svipað í laginu. Það á að fylla að 3/4 og hvítvínið er borið fram kælt. (8-12 stig). Hæfir vel ávöxtum og eftirréttum. Einnig Ijósu kjöti, eins og kjúklingakjöti og kálfakjöti. Rósavín er frískt, létt vín sem hægt er að bera fram með mat. Það er kælt eins og hvítvínið. Kokkteilglas: Lítið V-laga glas á fæti, 18-30 cl. Mikið notað undir hrærða og hrista kokkteila sem bornir eru fram ískaldir. fSérríglas: Nokkru minna en kokkteilglasið (7-12cl) en eins í laginu. Notað undir sérrí en einnig undir portvín og líkjöra. Borið fram við stofuhita eða aðeins kælt. Aðeins er hellt að 1/4, þannig nýtur ilmurinn sín best. Oft borið fram sem lystauki. Líkjörglas: Ýmist kúpt eða beint, lítið (5-20 cl) og á fæti. Líkjörar eru oft bornir fram eftir mat, með ábætisrétt- um, ávöxtum, kaffi eða ostum. Long-drinksglas: Það eru hátt eða breitt (28-45 cl) og hliðarnar jafnlangar. Þetta glas má nota sem vatnsglas þegar borðað er en síðan undir sterkt áfengi svo sem vodka, gin eða viskí, sem blandað er með vatni, ávaxta- safa og fleiru. Koníaksglas: Vítt, rúmgott (25-35 cl) glas, sérstaklega gert til þess að ilmurinn fái að njóta sín. Litlu magni er hellt í einu í glasið (að 1/5) og sagt er um fyrsta flokks koníak að það drekki maður ekki heldur lykti af og smjatti á. Notað undir brandí, viskí og jafnvel litríka líkjöra. Borið fram eftir máltíð, oft með kaffi og ísvatni. Kampavínsglas: Hið hefðbundna kampavínsglas er mjög við skál á fæti, „coupe", (15-20 cl). Þó er það ekki talið hentugasta glasið heldur hátt og mjótt glas á fæti, oft með V-laga eða túlípanlaga skál, „flute", (stórt kokkteilglas). í þeim glösum helst kampavínið lengur freyðandi. Borið fram kælt (6-8 stig). Q Snafsglas: Lítið glas (3-6 cl) á fæti eða án. Snafs er alltaf borinn fram ískaldur og er mjög algengur á Norður- löndum og i Rússlandi. Þjóðverjar drekka einnig snafs en þá alltaf með bjór. Er yfirleitt borinn fram með sild eða þorramat. SO. tbl. Vikan 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.