Vikan


Vikan - 10.12.1981, Side 15

Vikan - 10.12.1981, Side 15
Tónlist * I MATCH BOX Breska hljómsveitin Matchbox er svo kölluð rokkabillý-hljómsveit og flytur ekki óvipaða tónlist og Shakin’ Stevens og Stray Cats svo nefndir séu þekktustu flytjendur þessar tónlistar um þessar mundir. Rokkabillý er tónlist sem hlýtur nafn sitt annars vegar frá rokki og hins vegar frá hillbillý-músík enda orðin til viðeins konar sambland þessara tveggja tónlistarstefna um miðjan sjötta áratuginn. Þá voru það Elvis Presley, Bill Haley og Jerry Lee Lewis og aðal- lagið Rockabillyrock. Meðlimir Matchbox hafa starfað lengi saman og núverandi liðsskipan haldist síðan 1977. Árið 1979 náði lagið þeirra Rockabilly Rebel miklum vinsældum og fleiri slík fylgdu i kjölfarið. Nýjasta plata Matchbox kom út í september og nefnist Flying Colours. Þar er að finna bæði gömul og ný lög, fjörleg og grípandi í rokkabillý stíl. Tónlistin er að mestu samin eða útsett af Steve Bloomfield. Hann leikur á gítar, stálgítar, mandólin og munnhörpu auk þess sem hann syngur og eru vinsældir Matchbox ekki síst honum að þakka. Aðrir meðlimir eru Graham Fenton sem syngur, Gordon Scott spilar á gítar og banjó, Fred Poke á bassa, Jim Redhed á trommur og Dick Callan á gítar og saxófón. „Þvflíkt og annað eins" Þá er komin út þriðja platan frá hljóm- sveitinni Mezzoforte, Þvílíkt og annað eins nefnist hún. Platan var tekin upp í haust í London. Upptökustjóri var Simon Heyworth, en hann hefur meðal annars starfað með Mike Oldfield. Mezzoforte gerðu það gott i Bretlandsheimsókninni. Platan þeirra, „Mezzoforte”, var skömmu áður gefin út þar í landi. Þeir spiluðu hvergi vegna þess að þeir fengu ekki atvinnuleyfi en viðtal var við þá í breskum útvarps- stöðvum og platan mikið spiluð og kynnt. Sömuleiðis varð hún mjög vinsæl á diskótekum og komst ofarlega á sölu- lista (fyrir soul-plötur) samkvæmt breskum músíkblöðum. Þvílíkt og annað eins gefur fyrri plötum Mezzoforte ekkert eftir. Þar er á ferðinni sérlega vönduð og áheyrileg tónlist sem án efa á eftir að heyrast oft og lengi. í Mezzoforte eru: Friðrik Karlsson, Eyþór Gunnarsson, Gunnlaugur Briem, Björn Thorarensen og Jóhann Ásmundsson. Tveir aðstoðar- menn léku með á Þvilíkt og annað eins, þeir Louis Jardin (slagverk) og Ron Aspery (saxófónn). Flest lögin á Þvílíkt og annað eins eru eftir Friðrik Karlsson og Eyþór Gunnarsson. Plötuumslagið er hannað af Ernst Backman, prentað hérlendis. Platan er sömuleiðis pressuð hér. Útgef- andi er Steinar hf. SO. tbl. Vikan xs

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.