Vikan - 10.12.1981, Síða 16
Höfundur: Robert MacLeod Teikning: Siguröur Vilhjálmsson
Augnaráð Leifs harðnaði. — Vanda-
mál varðandi skattinn? Svo þú ert eins
konar opinber grafarræningi?
— Grafarrán tilheyra annarri deild,
ansaði Gaunt óhaggaður. — Ég kem
aðeins til að greiða úr málum, svo að -
hlutirnir geti rúllað áfram. Hefurðu
nokkuð á móti því?
Leifur hikaði, svo kinkaði hann treg-
lega kolli og lét þar við sitja, þar eð
þjónninn kom nú með pöntunina. Þegar
hann var farinn, lyfti Leifur glasi sínu.
— Skál fyrir heimsókn þinni, sagði
hann tilgerðarlaust. Hann saup á glas-
inu, og í augnaráði hans mátti greina ill-
kvittnislega kæti, þegar hann sá, hvernig
Gaunt varð við. — Ég hefði átt að vara
þig við. Við höfum annað nafn á brenni-
vinið okkar, það er stundum kallað
svartidauði, skylt — ja, þið kallið það
snafs.
Gaunt kinkaði kolli. Hann kom ekki
upp orði, áfengið logaði enn í kverkun-
um. Leifur brá ekki svip, þegar hann
saup aftur á glasinu, lagði það síðan frá
sér og leit í kringum sig á barnum.
Grannvaxnir karlar og konur með
dæmigert norrænt útlit í meirihluta,
fólkið í ferðamannaauglýsingunum í
eigin persónu, glaðvært og hávært.
Nokkrir veifuðu til Leifs í kveðjuskyni,
hann kinkaði lauslega kolli til andsvars.
— Glaumlið íslands, sagði hann
háðslega og sneri sér aftur að Gaunt.
Stundarkorn trommaði hann sverum
fingrum annarrar handar á borðplötuna
og virtist hugsi. — Þú segist kominn til
aðgreiða úr málum. Hvernig?
— Ef til vill með þvi að gefa þér færi
á forkaupsrétti að hlut hins látna með-
eiganda þíns í Arkival Air, sagði Gaunt
hreinskilnislega. — Sanngjarnt verð og
ekkert prútt. Þú gerir tilboð.
— Hefurðu umboð til að selja?
Þrekvaxni maðurinn andspænis
honum lyfti brúnum í spurn.
— Skriflegt umboð, staðfesti Gaunt.
— Fyrst verð ég að kynna mér, hvað ég
er að selja, en síðan . . . —Já.
Leifur beit hugsandi á vör. — Og ég
þyrfti svolítinn umþóttunartíma, ég þarf
að tala við einn og annan — meðal
annars eiginkonuna og bankann. En ég
hef áhuga.
Hann þagði stundarkorn, hélt síðan á-
fram. —Ég legg til, að þú sækir
frakkann þinn, ef þú mátt missa svona
klukkutíma. Við getum skroppið og litið
á skrifstofuna og flugskýlið núna.
Gaunt var til í það. Þeir gengu út af
barnum, og Leifur beið í anddyrinu,
meðan Gaunt sótti frakkann sinn upp á
herbergi. Þegar hann kom niður aftur,
elti hann Leif út í myrkrið, og þeir óðu
snjóinn á bílastæðinu að gömlum,
grænum, tveggja dyra Saab Leis. Að
innan bar bíllinn öll merki mikillar
notkunar, en vélin tók við sér við fyrsta
start og malaði áreynslulaust.
— Fjandans veðurlag, sagði Leiftur
heiftarlega, um leið og hann ók af stað.
— Viðurðum aðfresta tveimur ferðum í
morgun og tókst með naumindum að
koma einni vél á loft núna siðdegis, áður
en ég kom að finna þig.
—Ég sá bíl frá Arkival Air í Keflavík,
sagði Gaunt.
— Eini bíllinn okkar. ansaði Leifur
þurrlega. — Við erum ekkert stórveldi.
Hann var að sækja fimm náunga, sem
við fluttum svo til Álfaborgar, það var
síðdegisflugið, sem ég var að segja þér
frá.
Hann ók bílnum eftir vegi meðfram
flugvellinum og bölvaði, þegar trukkur,
sem kom á móti, sletti drullugum snjó á
bílrúðurnar. — Hefurðu heyrt um Álfa-
borg?
Gaunt hristi höfuðið.
— Það er skóli — eða eins konar
skóli að minnsta kosti, sagði Leifur og
kímdi við tilhugsunina. — Svíi, Harald
Nordur að nafni, rekur þennan skóla hér
inni á hálendinu, og eina skynsamlega
leiðin þangað og þaðan er um loftið.
Hann er í tengslum við stór alþjóða
fyrirtæki, sem senda honum efnilega
framagosa af ýmsum þjóðernum. Þarna
dvelja þeir í um það bil tvær vikur og
gangast undir það, sem hann kallar létt-
ar prófraunir, en þær eru fólgnar i alls
kyns mannraunum og eltingaleik i skáta-
stíl í þessum hraungrýttu óbyggðum.
Kannastu við svona nokkuð?
— Viðurkenning fyrir að komast af,
samsinnti Gaunt. Hann hafði heyrt um
eitthvað þessu líkt í öðrum löndum.
Hugmyndin var sú, að ef efnilegir ungir
menn voru teknir úr sínu venjubundna
umhverfi og látnir spreyta sig við full-
komlega ókunnugar aðstæður, gæti
sitthvað gagnlegt komið í ljós. Hann
glotti með sjálfum sér. Svipaðar aðgerðir
í hernum leiddu venjulega aðeins í Ijós,
hver var besti pókerspilarinn.
— Hvað eru margir þjálfaðir i einu?
— Það er misjafnt — tíu til tuttugu,
aldrei fleiri.
Nú hægði Leifur ferðina, beygði út af
veginum og ók gegnum opið hlið á
girðingunni við völlinn. Það marraði í
snjónum undan dekkjunum, þegar þeir
óku eftir slóðanum, sem lá meðfram
nokkrum flugskýlum og skúrum,
sumum upplýstum. Flugbrautin hafði
verið rudd, flugvél var nýlent, og önnur
beið tilbúin að taka á loft.
Leifur ræskti sig, og Gaunt leit aftur
fram á veginn. Beint framundan var
stórt flugskýli og litil skrifstofubygging
16 Vikan 50. tbl.