Vikan


Vikan - 10.12.1981, Síða 20

Vikan - 10.12.1981, Síða 20
Anna hristi höfuðið. — Nei. Þú baðst hana að fara yfir vöruflutningaskrárnar, ertu búinn að gleyma þvi? Hún er i þessum skáp, sem þú kallar birgða- geymslu. — Kristín á léttara með að snúa sér við þar en þú, sagði Leifur án allrar ill- kvittni. — Biddu hana að aka vini okkar aftur til hótelsins. Og — ah — talaðirðu við Ernu frænku? — Hún bað að heilsa þér þangað til I kvöld, ansaði kona hans. Það rumdi i Leifi, um leið og kona hans hvarf á brott. Hann virtist vandræðalegur. — Þessi stúlka, sagði hann skyndi- lega. — Hún heitir Kristín Bennett. Hún er íslensk, en giftist Englendingi, meðan hún starfaði í London. Þau komu hingað til íslands, og skömmu síðar skildu þau. Nú vinnur hún hér hjá okkur, hjálpar viðallt mögulegt. — Og? Gaunt lyfti brúnum I spurn. Leifur yppti öxlum. — Mér fannst þú þyrftir að vita þetta. Hún hefur átt erfitt, það er allt og sumt. Hún á það til aðsegja heimskulega hluti. — Einsog? — Mundu bara, hvað ég sagði, þaut í Leifi. Hann hikaði, fór hjá sér. — Einkum ef hún fer að tala um, hvernig Jamie dó. — Var hún I vinfengi viðhann? — Ekki á þann hátt, sem þú átt við, svaraði Leifur og gretti sig. — Þau áttu gott með að tala saman, það var allt og sumt. — Ég skal muna þetta, sagði Gaunt. Svo ákvað hann að reyna fyrir sér.—Ég tek ekki mikið mark á söguburði. Reyndar hef ég heyrt sitthvað um þig. — Takk fyrir, svaraði Leifur þurr- lega. Hann sló út höndunum. — Einn góðan veðurdag ætla ég að skrifa bók um allt það, sem ég á að hafa gert. Lít ég út fyrir að vera skúrkur? — Ertu að reyna það? spurði Gaunt. Leifur glotti, en svaraði engu. Dyr UNDIR FÖLSKU FLAGGI opnuðust, og inn kom stúlka, sú sama og hann hafði séð við stýrið á rútukálfinum i Keflavík. Hún var há og grönn, hár hennar var ekki dökkt, eins og honum hafði sýnst, heldur fagurlega rauðbrúnt og féll laust um herðarnar. Hún var klædd hvítum ullarjakka utan yfir dökkbláa peysu við buxur I sama lit. Hún hafði rólyndisleg, brún augu I fingerðu andliti, og munn- svipurinn gaf til kynna, að bros væri sjaldan langt undan. — Kristín, þetta er Jonathan Gaunt, sagði Leifur glaðlega. — Ég ætla að biðja þig að aka honum heilum heim á hótelið. Hann er dálítið mikilvægur þessa stundina. Hún kinkaði kolli til Gaunts. — Bíll- inn minn stendur hér fyrir utan, sagði hún hressilega. — Ertu tilbúinn? Hann kvaddi Leif og elti hana út úr húsinu, í þetta sinn um enn einar dyr, sem lágu beint út að bílastæðinu. Það hafði kólnað, og hann varð feginn að smeygja sér inn I farþegasætið i bílnum hennar, litlum, bláum Ford. — Hvað hefurðu unnið lengi hjá Arkival? spurði Gaunt I samræðutón, um leið og hún setti bílinn I gang og ók af stað. — Um þaðbil ár. Hún horfði beint fram fyrir sig, meðan hún ók meðfram flugskýlunum. — Hvers vegna spyrðu? — Af forvitni. Gaunt beið, þangað til þau voru komin gegnum hliðið og út á veginn meðfram flugvellinum. Þá hélt hann áfram. — Ragnarsson segir, að þú hafir eitthvað að segja um það, hvernig Jamie dó. Bíllinn sveiflaðist til, þegar hún vatt sér við og starði á hann. Svo flýtti hún sér að rétta hann af. Hann sá, að hún herpti varirnar. — Jæja?sagðihannspyrjandi. — Leifur Ragnarsson er of mál- glaður, sagði hún ákveðið. — Og þú meintir „eitthvað heimskulegt”, þvi það er hans álit á mínum athugasemdum. Enda er lítið á þeim að græða. Mér virtist Jamie áhyggjufullur, en ég veit ekki, hvað olli áhyggjum hans. Hún sagði ekki fleira, og samanbitnar varirnar verkuðu ekki hvetjandi til frekari samræðna. Brátt beygðu þau upp Tryggjiim öryggi barnanna í bílnum, -með Klippan barnabílstólum. Sænski Klippan barnastóilinn hef- ur staðist próf umferðaryfirvalda og slysavarnarmanna með á- gætiseinkunn. En við hönnun stólsins var ekki einungis hugsað um öryggi og þægindi, heldur einn- ig um útlit og tvöfalt notagildi. Klippan er fáanlegur í allar tegundir bifreiða. Klippan er festur eða losaður á örskammri stundu. Klippan fylgir leikborð fyrir börnin. Klippan kostar aðeins 888,75.- með festingum og borði. Komdu og kynntu þér Klippan og annan öryggisbúnað í barnahorninu hjáokkur. SuÓurlandsbraut 16 • Simi 35200 ZO Vikan 50. tbl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.