Vikan


Vikan - 10.12.1981, Síða 22

Vikan - 10.12.1981, Síða 22
mör, gerði því næst þau mistök að panta hákarl, sem hann kom ekki einu sinni upp að nefinu, og sneri sér loks að hangikjöti, sem bætti allt annað upp. Honum lá ekkert á. Hann hlustaði á píanóleikinn, meðan hann sötraði úr öðru ölglasi, horfði á gesti koma og fara og hélt loks til herbergis síns, fremur ófús, um klukkan ellefu. Gaunt blístraði, þegar hann tók upp herbergislykilinn og stakk honum í skrána, en hætti snögglega, þegar hurðin lét undan og opnaðist um leið og hann kom við hana. Hann vissi, að hann hafði læst á eftir sér. Hann þeytti því upp hurðinni, kveikti Ijósið snögglega — og bölvaði. Ferðataskan hans hafði verið tæmd á rúmið og innihaldinu dreift. Læst skjala- taskan hafði verið opnuð með því einfalda móti að skera á hana gat með hnífi, og innihaldinu var dreift um allt. Gaunt ýtti hurðinni aftur með fætinum, hann kannaði eigur sínar og komst að þeirri niðurstöðu, að hann saknaði einskis. Tjöldin voru dregin frá glugganum, hann gekk þangað og bölv- aði enn með sjálfum sér. Áður en hann komst að glugganum, byrjaði siminn að hringja, og hann ansaði stuttur í spuna. — Herra Gaunt? Röddin í eyra hans var karlmanns- rödd, róleg, en þó ákveðin : — Við sáum Ijósið kvikna í herberginu þínu. Ég skulda þér víst afsökunarbeiðni. Gaunt fann reiðina magnast. — Hvers vegna? Ef þú átt við, að þú sért sá, sem... — Sem var í herberginu þínu, já. Ég ber að minnsta kosti ábyrgð á því. Manninum virtist skemmt. Hann talaði ensku með hreimi, sem erfitt var að átta sig á. — Þú getur kallað þetta mistök, sem réttast væri aðgleyma. — Fjandinn hafi það, hreytti Gaunt út úr sér. — Gáðu i skjalatöskuna þína, ráðlagði viðmælandi hans fastmæltur. — Þú getur skoðað það sem skaðabætur. Gaunt teygði sig í skjalatöskuna, hristi hana og starði stórum augum á seðlabúntið, sem valt úr henni á rúmið. — Ég skil, sagði hann kuldalega. — Haltu áfram. — Skaðabætur, endurtók röddin. — Herbergislykilinn fengum við — eh — að láni, svo að engin vandræði verða út af honum. Fyrir þig, herra Gaunt, er einfaldast að taka þessu skynsamlega og gleyma því. — Það myndi hjálpa, ef ég vissi á- stæðuna, sagði Gaunt ráðvilltur. — Þegar hingað kemur maður á vegum breska rikisins til þess að heimsækja Leif Ragnarsson, þá viljum við fá að vita, hvort sá hinn sami skiptir einhverju máli, sagði maðurinn á hinum enda línunnar, og rödd hans varð hörkulegri. — Nú, þegar við höfum komist að raun um, að svo er ekki, þá viljum við forðast öll óþægindi. Við ætlum því að gefa þér tækifæri til að ljúka erindi þínu, vera til friðs og láta vera að tilkynna þetta atvik lög- reglunni — eða Leifi Ragnarssyni. — Setjum nú svo, að ég fari ekki að þessum ráðum? — Gakktu út að glugganum, síma- snúran er nógu löng, skipaði röddin stuttaralega. — Horfðu niður á planið og segðu mér, hvort þú sérð snjókarlinn, sem börnin hafa hlaðið þar. Gaunt gekk út að glugganum, þótt hann vissi, að þar með var hann orðinn hið ágætasta skotmark. Hann kom auga ásnjókarlinn. — Ég sé hann, sagði hann. — Sérðu flöskurnar þrjár á höfði hans? Hann gáði aftur og sá glampa á gler í Ijósinu frá hótelinu. — Já. — Horfðu fast á þær, sagði röddin þurrlega. Hann heyrði ekkert gegnum tvöfaldar rúðurnar í glugganum. En skyndilega sá hann flöskurnar þrjár brotna og splundrast, eina af annarri og glerbrotin þeyttust burt af þvílíku afli, að aðeins gat verið um byssuskot að ræða. — Gleymdu, herra Gaunt, sagði röddin háðslega. Svo var línan dauð. Gaunt lagði tólið á og starði út um gluggann. Eftir nokkra stund sá hann bílljós kvikna á veginum. Bíllinn ók í burtu. Gaunt dró tjöldin fyrir. Hann settist á rúmið og virti fyrir sér skjölin og peningaseðlana. Einhver hafði talið hann hugsanlega ógnun við sig, hefði hann verið annar en hann var. Nú var þeirn nóg að hræða hann. Hann glotti með sjálfum sér. Þetta var sannarlega áhugavert og freistandi að athuga það nánar — þangað til hann komst að raun um, hvað á spýtunni hékk. UNDIR FÖLSKU FLAGGI 3. kafli. Síminn á náttborðinu vakti Jonathan Gaunt klukkan átta næsta morgun. Hann hafði beðið um að verða vakinn. Hann svaraði geispandi, pantaði kaffi og bollur upp á herbergið, skreiddist síðan út úr rúminu og gekk út að glugganum. Þrátt fyrir myrkrið úti var umferðin komin í fullan gang, alls staðar blikuðu bílljós. Það dimmdi aldrei af nóttu á íslandi á sumrin, en á veturna aftur á móti birti ekki af degi fyrr en langt var liðið á dag, og upp úr miðjum degi var svo farið að skyggja á nýjan leik. Gaunt horfði um stund á umferðina, svo leit hann niður á bílastæðið. Þar stóð snjókarlinn með botninn af einni flöskunni enn á höfðinu eins og svolitla kórónu. Það hafði þá ekki verið neinn martraðardraumur. Gaunt varð skyndilega ljóst, að hann hafði notið ótruflaðs svefns þessa nótt, hann gretti sig, vitandi, að þannig brást undir- meðvitund hans oftlega við, þegar raunveruleikinn var óvenju harkalegur. EGGERT KRISTJÁNSSON HF. SUNDAGARÐAR 4 - REYKJAVÍK Si M1 85300 XX XX XX XX XX XX XX XX XX XX il XX XX XX XX XX XX XX XX XX XX XX XX XX HONIG u XMMXXXMXXMXXXMXXXXXÍCKKXXXXKKX wj IVI I r— XMXMMXMMMMXXKMXMXMXKKMXKKKKXH H O N 1 V3 R R VÖRUR 22 Vikan 50. tbl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.