Vikan


Vikan - 10.12.1981, Síða 23

Vikan - 10.12.1981, Síða 23
Framhaldssaga I Hann brá sér í sturtu og rakaði sig, klaeddist gulbrúnum buxum og blárri ullarskyrtu, tók fram gamla leðurjakkann sinn og var að klæða sig í skóna, þegar barið var að dyrum. Þær opnuðust og inn kom ung, ljóshærð stúlka með morgunverðarbakka í höndunum. En á hæla henni fylgdi hár og þreklegur maður i brúnum fötum. Hann kinkaði kolli til Gaunts, beið þar til stúlkan hafði lagt frá sér bakkann, brosti til hennar og benti henni að fara, lokaði svo dyrunum vandlega, þegar hún var gengin út. — Lögreglan, herra Gaunt. Ókunni maðurinn var um það bil hálffertugur, hann hafði ljóst, burstaklippt hár, blá augu og nef, sem virtist hafa brotnað einhvern tíma. Hann fleygði frakkanum á stól. — Guðnason. lögreglufulltrúi, starfandi í aðalstöðvunum hér í Reykjavík. — Má ég biðja þig um sönnun? spurði Gaunt kurteislega, án þess að hreyfa sig úr stað. — Sjálfsagt. Það ættu fleiri að gera. Maðurinn brosti, svo dró hann upp skírteini, hikaði andartak, henti því svo á rúmið milli þeirra. Gaunt virti fyrir sér myndina í skírteininu, því næst manninn sjálfan, rétti honum síðan skír- teinið aftur, sannfærður. Hann lyfti brúnum í spurn. — Og hvað svo? — Ég kem stundum í svona kurteisis- heimsóknir til áhugaverðra gesta í landi okkar, sagði Guðnason léttur í bragði. Hann benti á morgunverðarbakkann. — Ég lét stúlkuna koma með aukabolla. Á ég ekki að hella í bollana okkar. meðan þú finnur vegabréfið þitt? — Brauðið ætla ég að borða sjálfur, sagði Gaunt þurrlega. Þegar hann kom með vegabréfið, var Guðnason að enda við að hella í bollana. Lögreglufulltrúinn skoðaði vegabréfið gaumgæfilega, neri hökuna með undrunarsvip, rétti síðan Gaunt aftur passann. Hann gekk með kaffibollann að stól og fékk sér sæti. — Morgunverðurinn, áréttaði hann kurteislega, horfði svo á Gaunt draga annan stól að morgunverðarborðinu og fá sér sæti. Eftir stundarkorn ræskti hann sig. — Samkvæmt vegabréfinu ertu í þjónustu ríkisins. Er þessi heimsókn i sambandi við starf þitt? — Já, svaraði Gaunt, tuggði brauðbita og renndi honum niður með kaffisopa. Hvort tveggja bragðaðist vel. — Það kom til kasta fyrirtækis míns að líta eftir eigum James heitins Douglas. Kannastu við það mál? — Já, svaraði lögreglufulltrúinn með einkennilegum vonbrigðasvip. — Og er það allt og sumt? Gaunt kinkaði kolli, enn með fullan munninn. Hann reis á fætur og rétti manninum umboðsbréfið frá lög- fræðingnum í Aberdeen, beið, meðan hann leit yfir það, gekk því næst frá því aftur. — Hvert er vandamálið, lög- reglufulltrúi? spurði hann kæruleysis- lega. — Er það ég, eða fá allir svona móttökur, sem eiga skipti við Arkival Air? Hann glotti, er hann sá undrunar- svip lögreglumannsins,— Ég veit, hver orðstír fer af Ragnarssyni, en ég var ekki sendur hingað til að gera neinn smyglsamning. Guðnason yggldi sig. —Ég hef verk að vinna. Ef þú hefur heyrt þær sögur, sem í gangi eru, þá skilurðu líklega hvers vegna. Meðeigandi hans deyr, maður kemur frá Skotlandi, sem Leifur Ragnarsson fer samstundis til móts við Hann yppti öxlum. — Ríkið hefur einkasölu á áfengi hér, fyrir utan hótel og veitingahús, og verðlag á áfengi er hátt. Smyglari, sem getur útvegað áfengi lágu verði, verður aldrei vinafár. — Sama sagan alls staðar, samsinnti Gaunt þurrlega. — En þið hafið engar sannanir? — Ekki enn, viðurkenndi Guðnason og brosti út í annað munnvikið. — Nokkrum sinnum hefur litlu munað, og við vitum, að þetta kemur með fiskiskipum. Hann þagði um stund, saup á kaffinu. — Sagði hann þér, hvað hann ætlaði að gera í gærkvöldi? Gaunt kinkaði kolli. — Þau hjónin ætluðu að heimsækja frænku sína. — Ernu frænku? rumdi í lögreglu- manninum, og hann neri brotna nefið. — Við þekkjum hana, kerlingarnorn, sem lítur út eins og líkneski af stefni gamals langskips. Hún mundi sverja af sér hausinn fyrir Leif. Hann lyfti bollanum að vörum, uppgötvaði, að hann var tómur og fékk sér meira kaffi, án þess að biðja leyfis. — Okkur barst til eyrna, að togari væri væntanlegur að landi með dýrmætan farm, og strandgæslan var vel á verði. Tvisvar sinnum virtist togarinn ætla að koma að landi á Snæfellsnesi, það er á vesturströnd landsins. En þeir hljóta að hafa haft veður af viðbúnaði okkar, því hann sneri frá i bæði skiptin. — Áhugi minn beinist eingöngu að James Douglas, sagði Gaunt ákveðið. — Hann var líka á minni könnu, sagði lögreglumaðurinn og yppti öxlum. — Ég annaðist rannsóknina vegna dauða hans, enda þótt ég skildi ekki helminginn af því, sem þessir radíósér- fræðingar voru að segja mér. Ertu búinn að heyra, hvernig þetta gerðist? Gaunt kinkaði kolli. — Orsökin var að hluta til hin geysikraftmikla talstöð hjá þeim á skrifstofunni, sagði Guðnason reiðilega. GESTAPO í ÞRÁNDHEIMI eftir Asbjörn Öksendal Sönn frásögn af baráttu norskra föðurlandsvina við Gestapo og kvislinga í Noregi. Lifandi lýsing á hrikalegum sannleika. Við stöndum bókstaflega á öndinni. ERUNG POULSEN Tákn ástarinnar Bók um heitar ástir ungra elskenda. Asbjorn Okscndal ÁST OG FREISTING Saga um ást og afbrýðl Elskaði hann aðra konu? Kaldrifjaðir njósnarar. Hjá Lyall er allt á fullri ferð. Ein af þeim allra bestu. FRANCIS CLIFFORD Hann hlaut aó deyja Mögnuð spennubók. Efhið tekur mann heljartökum. hOrpuútcáfan KIRKJUBRAUT 19 - SÍMI 93-1540 - 300 AKRANES - (SLAND 50. tbl. Vlkan 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.