Vikan - 10.12.1981, Síða 28
Texti: Séra BirgirÁsgeirsson, Mosfelli
Merki friðar,
sigurs
og
sakleysis
Mörgum íslendingum fer svo, þegar þeir heyra
minnst á heilaga Lúcíu, að þeir minnast Lúcíu-
hátíðanna og telja þetta sænskt fyrirbrigði. En í
Ijós kemur að Lúcía hefur einnig átt ítök í
íslendingum og það svo að tvær íslenskar
kirkjur hafa verið henni helgaðar.
Sögnin um Lúcíu
Á eynni Sikiley við strendur ítaliu er
að finna smábæinn Syracusu. Um alda-
mótin 300 átti þar heima stúlka er hét
Lúcía. Hún var hvorki rik né voldug í
veraldlegum efnum, því siður samdi hún
heimspekileg eða klassisk rit eins og
kirkjufeður vorir, sem uppi voru flestir
um þær mundir, — en nafn Lúcíu lifir
þó enn meðal fólks, hennar er sérstak-
lega minnst með árlegri hátið; hver
hefur ekki heyrt um Lúciuhátíð og
Lúciuþemur?
Birta og ylur fylgir nafni hennar og i
sumum löndum er hún skærasti boðberi
jólanna. Ætla mætti að hún hafi verið
sérstaklega þæg og góð stúlka úr því að
svo margt fallegt er tengt nafni hennar,
en ætíð hafa verið til indæl börn án þess
að þau hafi eignast áhangendur eða
dýrkendur á borð við Lúcíu. Hér mun
eitthvað meira koma til og við skulum
skyggnast lítillega um í heimi sagn-
geymdarinnar eða legendunnar, þar sem
saga Lúcíu hefur varðveist gegnum
aldir.
Kristin trú átti ekki auðvelt uppdrátt-
ar hin fyrstu árhundruð eftir komu frels-
arans i þennan heim. Kristnir menn
Lúcfuhátíflir hafa einnig verifl
haldnar hár á landi þótt siðurinn
hafi ekki náð að festa rætur. Þessi
mynd var tekin fyrir tveimur árum
er Hótel Loftleiðir héldu Lúsíukvöld.
Á Lúsíuhátíð fer Lúsía fremst með
Ijós í hári og á eftir koma
Lúsíumeyjar, hver með sitt kerti.
Þessar tóku þátt í hátíðinni í þetta
skipti, talifl frá vinstri: Katrín
Sigurðardóttir, Lilja Dís Guðbergs-
dóttir, Anna Marta KARLSD50TT-
IR; Linda Dís Guðbergsdóttir, Marie
Skaftason, Margrét Hrafnsdóttir,
Ásta Ólafsdóttir, Elín Karlsdóttir,
María Hrafnsdóttir, Petra Sigurðar-
dóttir og Anna Dís Guðbergsdóttir.
voru ofsóttir og eftirlýstir í hinu róm-
verska ríki meira og minna allt fram á 4.
öld. Kristnin breiddist þó stöðugt út og
harðskeyttustu keisarar stóðust ekki
þunga og afl hins mikla fagnaðarboð-
skapar. Um það leyti sem Lúcia var uppi
barst kristnin til Syracusu. Þær mæðgur
eru sagðar meðal hinna fyrstu er tóku
kristna trú í þeim bæ. Lúcía var heit-
bundin og giftingardagurinn nálg-
aðist. Sannarlega var það henni, ungri
stúlkunni, ærið tilhlökkunarefni. Móðir
28 Vikan 50. tbl.