Vikan


Vikan - 10.12.1981, Side 30

Vikan - 10.12.1981, Side 30
Fimm mínútur með Willy Breinholst Chws Einhvern veginn verður maður að drepa tímann Þegar Svendslev forstjóri varð 67 ára, dró hann sig í hlé frá stjórnunarstörfum í hinu mikla iðnaðarveldi,Sameinuðu dönsku ölupptakaverksmiðjunum. Þá hafði hann tæpast annað við að vera en að klippa afsláttarmiða úr safni sínu með auglýsingum fyrirtækisins. Þegar hann var búinn að því, hafði hann ekkert annað að gera en að rölta eftir svölunum á stóra einbýlishúsinu sínu, á Ægissíðunni, meðhendur fyrir aftan bak, og horfa yfir þetta kyrrláta einbýlishúsa- hverfi. Honum fannst timinn vera hræðilega lengi að líða. Hann saknaði vinnu sinnar í iðn- fyrirtækinu, eins og aðrir elli- lífeyrisþegar sakna vinnu sinnar. Dag nokkurn, þegar hann var á leið niður að Tjörn að gefa öndunum, þá hitti hann gömlu skrifstofublókina sína, hann Fjumsholm, sem kom gangandi hröðum skrefum, með slitnu svörtu skjalamöppuna sína undir hendinni, eftir götunni. - Heyrðu, er þetta ekki Fjums- holm? sagði Svendslev forstjóri undrandi, ég hélt að þú værir kominn á eftirlaun. - Það er ég svo sannarlega líka, herra forstjóri. - Já, en samt ertu enn á fartinni með möppuna? Á morgnana þegar ég rölti niður að tjörn, sé ég þig oft og iðulega koma á fleygiferð út úr húsinu þínu, eins og þú værir að verða of seinn, Ertu búinn að fá þér einhverja létta vinnu? - Létta vinnu? Nei, herra forstjóri. Ég er sko svo sannarlega með daginn allan undirlagðan, ef þú nennir að komc með mér hérna í strætis- vagninn, þá skal ég með ánægju segja þér alla sólarsöguna. Þú skilur, mér leiddist fyrst eftir að ég komst á eftirlaun. Það var hreinasta hörmung. Maður getur ekki setið allan liðlangan daginn og talið á sér puttana! Svo þú skilur, á hverjum morgni fer ég að heiman klukkan 30 Vikan 50. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.