Vikan


Vikan - 10.12.1981, Qupperneq 35

Vikan - 10.12.1981, Qupperneq 35
Jólasmásaga JÓLIN í PARÍS En hvað lífið getur verið dásamlegt. Ég veit alveg hvað ég er að gera. Ég skemmti mér ofsavel. Palli virðist vera alsæll líka. „Okkur tókst það,” segir hann hressilega, „að sleppa frá jólunum.” En vorum við jafnánægð og við létum? A ■LX. llt er nákvæmlega eins og það hefur alltaf verið. Það er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég kem heim . . . alveg eins — en samt minna, hægara, hljóðlátara og svo miklu, miklu leiðin- legra en mig minnti. Ég hef að vísu aðeins verið burtu i tíu vikur, eitt háskólamisseri. En þetta var fyrsta misserið, fyrstu kynnin af háskólalífinu og öllu sem því fylgdi og það hafði komið dálitlu róti á hugann. Hvað mætir mér síðan þegar ég kem heim? Mamma ennþá að tala um að fá sér nýtt áklæði á sófasettið, pabbi enn að mála stigapallinn uppi, litli bróðir minn með hjól á heilanum og ekkert annað kemst þar að og litla systir mín alveg að deyja úr ást á Sting í Police. Og allir segja það sama við mig: „Hvað, ertu strax komin í frí? Það er munur að vera í háskólanum.” Ég reyni að útskýra fyrir þeim hvernig lífið gangi fyrir sig í raun og veru í háskólanum. En það er vonlaust að gera þeim grein fyrir því að þetta er allt annar heimur þar sem rikja gjörólík viðhorf — allt er opið upp á gátt, frjáls- legt og tilviljanakennt og miðast við hvað skiptir máli en fer ekki eftir ein- hverjum stífum reglum. Pabbi segir með vanþóknun að honum virðist þetta vera eins og enda- laust partí með smáfrímínútum til að skreppa í tíma. Ég reyni að skýra út fyrir honum að það sé ekki talað um „tíma”. Ég geri mig merkilega með því að tala um fyrirlestra, semínör og viðtöl, ferli, aðferðir og fasa. En hann hefur að vissu leyti alveg rétt fyrir sér. Þetta er eins og endalaust partí þar sem saman er kominn hópur furðu- legustu manna — alveg nýtt fólk sem maður hafði ekki einu sinni ímyndað sér að væri til og það vekur frábæra tilfinn- ingu að maður hafi ekki hugmynd um hvað gerist næst en það gæti orðið hvað sem er, allt er mögulegt. Þetta er stór- kostleg tilfinning. Ég er gjörsamlega á valdi hennar. En nú er ég komin heim. Partíið er búið — þangað til á næsta misseri. Og heima er allt eins og steinrunnið. Mamma er ennþá í sömu fötunum — poplínkápunni sem hún er búin að eiga í háa herrans tíð og gerir hana eins og Mariene Dietrich í útliti og alltaf eldar hún sama matinn: fiskur á mánudögum, kjötsúpa á fimmtudögum og bjúgu á laugardögum. Og núna er hún auðvitað á kafi i jólastandinu. Hjá okkar fjölskyldu eru jólin veglega undirbúin. Mamma byrjar að baka rétt eftir að hún kemur úr sumarfríi. Hún er að kaupa jóladót allt haustið og geymir það í sérstökum skáp í borðstofu- skenknum. í desember er síðan allt orðið yfirfullt af vanilluhringjum, gyðinga- kökum, döðlum, hnetum og sælgæti. Hundruð jólakorta eru send út um hvippinn og hvappinn og hundruð streyma inn. Þeim er stillt upp hvar sem er og einnig þrædd upp á bláan borða sem hangir neðan úr loftinu. Risastórt jólatré er inni í stofu, hlaðið jólaseríum og skrauti, og greniskraut á útidyrunum, snjókorn úr hvítum pappir á glugga- rúðunum og yfirleitt allt sem hægt er að skreyta er skreytt. Hápunktur þessa alls er loks í átveisl- unni miklu þegar ömmur og afar, frænkur og frændur og vinir og maður- inn í næsta húsi sem býr einn koma og éta og drekka og syngja jólalög. Það er ofboðslega mikið að gera og allir eiga að vera hressir og skemmtilegir dögum saman. t ár fæ ég verk í magann við tilhugsunina. 1 fyrsta lagi finnst mér jólin nú þegar vera búin. Það voru heil- mikil jólahátiðahöld í háskólanum, bæði formleg og óformleg. Það var sett á svið revía eingöngu með nemendum og bara fyrir nemendur, full af lókalbrönd- urum og skotum á kennaraliðið og einum þeirra fannst hann vera náðar- samlegast í hópi útvaldra af því hann fékk að vera með. Síðan var ball með pomp og prakt í Stúdentaheimilinu og þá lærði ég að drekka tequila með salti eins og þeir gera í Mexíkó. Óundirbúið partí uppi á herbergi hjá einum þar sem ég sá Palla í fyrsta sinn. Ég þoldi hann ekki fyrst af því mér fannst hann svo ánægður með sig. Hann er alveg stór- furðulegur maður og það að honum fannst ég ... Jæja, en málið er það að eftir allar þessar skemmtanir kem ég heim 12. desember og þau heima eru rétt að byrja aðalundirbúninginn og ég þoli það ekki. Ég er ákaflega áhugalaus þegar mamma kemur með tillögur. „Af hverju ferðu ekki niður í bæ að versla fyrir jólin? Ef þú ferð ekki að drífa þig verður allt búið sem þú ætlar að kaupa.” Oft hvarflar það að mér að mamma haldi að samtöl eigi að vera nokkuð jöfn blanda af spurningum og nöldri. „Þú eyðileggur á þér hárið með því að þvo það á hverjum morgni,” segir hún. „Þarftu alltaf að vera i þessum gallabux- um? Mikið væri gaman að sjá þig i ein- hverju öðru til tilbreytingar. Þessi peysa er hræðileg, á að vera pláss fyrir tvo í henni? Af hverju skreppurðu ekki og heimsækir Möggu, Dóru, Ellu eða Sirrý? Ég tauta eitthvað um að ég sé ekki i skapi til að hitta gamlar skólasystur. Ég segi að ég þurfi að klára verkefni og ég fer seinna og seinna á fætur á morgn- ana. Ég ligg uppi í rúmi og hugsa um fólkið i háskólanum. Þar sem ég var fyrsta árs nemi var ég til að byrja með með hverjum sem ég hitti því ég var svo fegin að hafa einhvem til að tala við. En undir lok misserisins var ég búin að eignast ákveðinn vinahóp. Ég er að hugsa um hvort Steini og Helga hafi farið eitthvað saman í fríinu og um Palla, hvort hann hafi fengið vinnu á pósthúsinu.... Ég hef ekkert reynt að fá mér vinnu. Að vísu hef ég alveg nóg að gera. Ég stundaði félagslífið af ofurkappi í haust og þarf þess vegna að lesa helling til að ná mér upp. Ég tek bókastafla upp úr töskunum og dreifi um herbergið. Mamma segir: „Herbergið þitt lítur út eins og eftir loftárás. Af hverju tekurðu ekki til fyrir jólin? Og þú gerir þér von-, andi grein fyrir því að þegar amma þín kemur verður þú að sofa inni hjá Jónu?” Svona gengur þetta i um það bil viku og ekki skánar skapið. Ég finn að ég er ekki beint vinsælasta manneskjan á heimilinu. Þá hringir síminn — það er Palli, klukkan er orðin ég-veit-ekki-hvað um nóttina af því að hann hefur verið að bera út póst. Ég er rétt að komast til meðvitundar þegar hann segir:„Steiniog Helga ætla að vera i París um jólin”. „Frábært. Æðisleg hugmynd.” „Það fannst mér líka. Eigum við að skella okkur? Hvað finnst þér?” „Ha, mér?” Röddin verður skræk og óstyrk af undrun og heilinn spólar í hausnum á mér. Hann heldur áfram að tala og segir að jólin séu hvort sem er bara hátíð verslunarmanna, allir éti og drekki og troði í sig og eyði allt of miklu og séu löngu búnir að gleyma af hverju jólin voru haldin í upphafi og að fjöl- skyldan kúgi mann tilfinningalega og maður ætti ekki að láta undan — og væri það ekki stórkostlegt að hlaupa burt frá öllu saman? Ég held að það sé einmitt þetta sem er svo spennandi — þetta óvænta, óundir- búna: að hafa frelsi til að gera hvað eina sem manni dettur í hug, að allt geti gerst, að lífið sé að springa af ónýttum tækifærum og möguleikarnir séu óendanlegir. Er það ekki einmitt svona sem þetta á að vera? Auðvitað svara ég játandi. Stórfín hugmynd. Hvers vegna ekki? Einmitt svona hlutir. Við byrjum að gera áætlanir, ræða fram og aftur um flugmiða og stúdentaafslátt og hvenær við eigum að fara — en það verður ekki fyrr en á aðfangadag út af vinnunni hjá póstinum — og hvar við eigum að hitt- ast. Þetta verður langt símtal. Þegar ég loks legg tólið á verð ég að draga andann djúpt og manna mig upp áður en ég segi mömmu og pabba frá öllu saman. Ég veit að þau eiga eftir að verða stjörnubrjáluð. Jólin eru þeim ákaflega heilög. Ég fer inn í eldhús þar sem þau sitja enn yfir morgunmatnum því það er laugardagur. Ég segi frá öllu saman og þau verða fyrst steinhissa. „Þá missirðu af kalkúninum!” hrópar pabbi. Ég held í alvöru að það sé ein merkasta stund ársins fyrir pabba þegar hann tekur hnífinn, leggur hann í kalk- úninn og segir: „Og þá er að stúta fuglinum.” Hann segir þetta á hverjum jólum. Það er hálfömurlegt. En ég virð- ist hafa ruglað öllu fyrir honum og hann situr ráðvilltur með ristaða brauðið og dagblöðin tvö og glápir á mig. Ég endurtek sumt af því sem Palli sagði við mig í símann um tilfinninga- lega kúgun og hátíð verslunarmanna. En það hefur ekki minnstu áhrif á þau og pabbi tautar eitthvað um „háskóla- kjaftæði”. Mamma fer að taka af borðinu og er sífellt að taka upp hluti og leggja þá frá sér til skiptis á meðan hún er að reyna að koma fyrir sig orði. „Er það þetta sem þú vilt, halda jólin fjarri fjölskyldunni? Öll fjölskyldan saman komin og vinirnir og þú stekkur burt með þessu fólki? Hver er hann eiginlega, þessi Palli?” Hvernig á að lýsa einhverjum sem maður er rétt að kynnast? Hann er 50. tbl. Vikan 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.