Vikan


Vikan - 10.12.1981, Síða 38

Vikan - 10.12.1981, Síða 38
Jólasmásaga reynist ekki aðeins lítið steikt heldur bókstaflega hrá eins og henni hafi bara verið brugðið á grillið í eitt sekúndubrot. Ég veit að mér er ómögulegt að koma henni niður og í sama bili verður mér það Ijóst að þetta er jólamaturinn minn í ár og að einmitt núna er pabbi að stúta fuglinum. Ég sé kalkúninn fyrir mér, feit- an, gullinbrúnan og safaríkan, umvafinn brúnuðum kartöflum, rauðkáli og alls konar grænmeti og sósu og allir belgja sig út, éta yfir sig og hlæja og skemmta sér. Ég fer að skæla eins og smákrakki og það eina sem ég get gert er að hlaupa i burtu því ég get alls ekki horfst i augu við þau hin. Ég hleyp eftir auðum götum og fóta- takið glymur í gömlum byggingunum umhverfis. Ég kem að garðshliði og kemst að þvi að ég er stödd I Lúxemborgargarðinum. Ég verð að nema staðar svo ég sest niður á brún gosbrunns og hágrenja því ég get ekki annað. Þegar ég hætti að gráta líður mér hörmulega því mér finnst ég aldrei geta horft framan í hin aftur. Mér finnst ég hafa gert mig að algjöru fifli. Ég verð að laumast heim á hótel og taka saman dótið mitt og komast heim alein en hvernig get ég þá farið aftur i háskólann? Láttu þig listina skipta Hjá okkur getur þú valið póstkort, veggspjöld eða bréfsefni, allt prýtt myndum eftir heimskunna listamenn, Carl Larson, Rolf Lidberg, Spang Olsen og marga aðra. EYMUNDSSON Austurstræti 18 Simi 13135 SBVlkan so.tbl. Ég fyllist örvæntingu en þá heyri ég að einhver nálgast mig og ég veit að það er Palli. „Ég get alls ekki útskýrt þetta,” segi ég snöktandi og stari niður á ruslið sem flýtur í gosbrunninum. Ég get ekki litið upp. „Allt í lagi,” segir hann, „ég veit að þú ert með heimþrá.” „Heimþrá?” Var það ástæðan? Ég er rugluð og vitlaus og hef orðið fyrir von- brigðum. Ég hélt að þetta væri allt svo sniðugt og skemmtilegt og það var það lfka. En bara ekki allt eins og ég vildi. Ég hafði valið og hafnað og verð að taka því. Ég steinþegi og held áfram að stara ofan í tjörnina. Palli leggur höndina á öxlina á mér og ég finn að hann skilur mig, þrátt fyrir allt. „Ég veit að þetta er allt hálfmisheppn- að,” segir hann og hann. þessi mikli gæi, er eitthvað svo innilega aulalegur á svip- inn að ég get ekki annað en skellt upp úr. Við tvö erum örugglega hryggileg sjón. Svo kyssi ég hann vel og lengi. Hvað með það? Var það ekki einmitt þetta sem við vildum? Ég gerði mér allt í einu grein fyrir þvi að það getur enginn haldið jólin fyrir mann. Ég hafði búist við að þau hin, París og allur heimurinn myndu skemmta mér en ekki áttað mig á því hvað ég þyrfti að gera sjálf. Ég finn allt í einu hvað það er notalegt að vera með Palla hér og nú og er það ekki einmitt tilfinningin sem skapar jólin? Allt umstangið þeirra heima er utan um þessa sömu tilfinningu og þau verða að fá að hafa það eins og þau vilja og ég eins og ég vil, hvað sem það nú er. Ég veit að ég gleymi seint þessum jólum í París og líklegast gerir Palli það ekki heldur. 19 wiay veftir augtýsendum góöa þjönustu á skynsamlegu verði oghver auglýsing nsr tM aNra lesenda VIKUNNAR. Auglýsingasími: 85320
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.