Vikan - 10.12.1981, Page 59
Módelkeppnin
ÁLAFOSS . . NEW YOBK ., ÁLAFOSS . . . NEW YORK .TÁLAFOSS . . . NEW YORK
New York er borg andstæðnanna þar sem öllu
ægir saman, gulu, svörtu og hvítu mannfólki og
undarlegustu byggingum. Kassalaga skýjakljúfar
standa í röðum og inn á milli eru gamlar bygging-
ar, einkennilegur og jafnframt mannlegur andblær
liðins tíma. Líklega er þetta borgin sem flestir
vilja heimsækja en fæstir setjast að í til lengdar.
Þarna gefur að Irta ótrúlega auðlegð.sárustu
fátækt og allt þar á milli. Margt nýtt og
óvenjulegt er þarna að finna og vikudvöl í borg-
inni gefur nokkra mynd af því. En það tæki
mannsaldur að kynnast New York til hlítar.
a orgarljósin i New York virðast
óendanleg til allra átta séð úr lofti að
kvöldi eða nóttu. En þegar komið er á
sjálfan Kennedyflugvöll virðist þetta
ekki eins ógnvekjandi. Allt virðist
fremur sakleysislegt þar til leigubíllinn
er kominn góðan spöl i átt að Man-
hattan. Þá koma skýjakljúfarnir í Ijós
einn af öðrum og umhverfið verður
venjulegum tslendingum framandi.
Vegalengdir eru miklar og þreyttir ferða-
faetur orðnir nokkuð blóðlausir þegar
komið er á leiðarenda.
Okkar ákvörðunarstaður er Summit
hótel á Lexington Avenue, 51. straeti.
Þar búa margir íslendingar sem leið eiga
í stórborgina og því alls ekki óhætt að
láta athugasemdir á íslensku fjúka um
samferðamenn í lyftu eða matsal.
Summit hótel er í hjarta Manhattan og
stutt að fara á helstu staði. Við fáum
ágætt herbergi á 19. hæð og flýtum
okkur að koma ferðatöskum fyrir á
sínum stað. Útsýnið er stórfenglegt þvi
hvert sem augað eygir eru skýjakljúfar.
Hvergi sést í heiðan himin eða stræti.
Fyrir framan eru svalir og þaðan er
útsýnið ekki síðra. Þegar litið er niður
blasir við iðandi mannlíf og fólk og bílar
virðast á stærð við leikföng af minnstu
gerð. En ekki eru allir jafnhrifnir af því
að vera hátt uppi og verðlaunamódel frá
íslandi læðist inn aftur með bogin hné
og kökk í hálsi.
Vegfarendur leika
þrautakóng
Það er föstudagskvöld og vel til fundið
að koma á slíku kvöldi því þá er mest um
að vera og þvi fleira að sjá en annars.
Haldið er á einn besta matsölustað í
New York, Brasserie. Hann er á 53.
stræti, næsta horni við hótelið. Staður-
inn er opinn allan sólarhringinn,
matseðillinn óvenjulegur og ekki dýr
miðað við gæði. Vellríkir Kanar sækja
staðinn eftir verslunarferðir og enginn
klæðnaður er svo fáránlegur eða sérstak-
ur að hann hæfi ekki staðnum. Þarna
sjást rándýrir módelkjólar frá evrópsk-
um tískukóngum, pelsar úr laustengdum
minkaskottum, indverskur sari, hattar
°g peysur með strútsfjöðrum og svo
mætti lengi telja. Óhætt er að mæta i
kaninubúningi frá síðasta grímuballi eða
jafnvel klæddur eins og jarðarber án
bess að nokkrum viðstöddum komi til
hugar að efast um þína andlegu velferð.
Fyrsta degi í borginni er vel varið með
bví að fara í skoðunarferð með næstu
ferðaskrifstofu. Þannig gefst tækifæri til
þess að átta sig á borginni og heimsækja
staði þar sem ferðamönnum er ekki
ðhætt einum og sér. Harlem er efst á
blaði og ekki verjandi að yfirgefa
borgina án þess að koma þar við.
Mannleg eymd á sér þar lítil takmörk, á
gangstéttum liggja flækingar, sem
hvergi eiga höfði sínu að að halla, og
vegfarendur leika þrautakóng til þess að
komast leiðar sinnar. Venjulegur ferða-
maður frá norðurhjaranum fær hroll og
verðlaunamódel VIKUNNAR þakka
sínum sæla fyrir að vera bara nábleikir
Íslendingar en ekki svartir Kanar.
í Greenwich Village veifar okkur lát-
bragðsleikari í trúðsklæðum og stöðvar
alla umferð til þess að við náum sem
bestum myndum af honum. Enginn
verður reiður þótt umferðin stöðvist því
slíkt er daglegt brauð og öllum slíkum
uppákomum tekið með miklu
umburðarlyndi. Þarna eru skemmtilegar
kaffistofur þar sem auralitlir námsmenn
og alls kyns listamenn eyða tómstund-
um.
Geðvondir karlar
og búðargluggar
Kvöldmatinn snæðum við á litlum
veitingastað nálægt hótelinu. þar sem
gamlir og geðvondir karlar ganga um
beina. Þeir borða sinn eigin kvöldmat á
hlaupum og ýmist hnýta í viðskiptavin-
ina eða hnakkrífast sjálfir. Þeir kveðja
okkur með að eyða miklum tíma i að
útbúa fyrir okkur reikning og tekst að
rugla sjálfa sig svo gersamlega að
útkoman verður bæði þeim og okkur
óleysanleg ráðgáta. Þaðan göngum við
beint af augum og rekumst : sífellt á
nýjar hliðar borgarinnar. Búðargluggar
með fatnaði fyrir afkomendur skipa-
kónga og mafíuforingja heilla okkur,
enda lítil von til þess að eitthvert okkar
klæðist slíku í þessari jarðvist.
Að eignast sinn
einkalrfvðrð
Svo mikið er að skoða og kynnast að
við gætum ekki umhverfisins. Yfirbragð
fólksins á götunum breytir um svip,
svertingjum fjölgar og hvít andlit verða
sífellt færri. Litlu sjoppurnar eru hættar
að höfða til matarlystar neytenda, nú er
það kynhvötin sem allt snýst um. Ekki
er lengur súkkulaði og brjóstsykur í
hillunum og viðskiptavinir eru næstum
eingöngu karlmenn. Lögregluþjónar eru
á öllum götuhornum og við höfum ekki
lengi gengið þegar okkur verður ljóst að
tveir lögregluþjónar fylgja okkur eftir í
fárra skrefa fjarlægð. Þeir taka okkur
tali þegar færi gefst og okkur verður
ljóst að þarna erum við með okkar
einkalífvörð. Gatan er hið þekkta 42.
stræti, þar sem verslað er með sex og
ofbeldi. Kvikmyndahúsin bjóða blóð og
allan þann hrylling sem hægt er að
ímynda sér og meira til. Á okkur er
næstum prentað „túristar” og þvi ekki
að undra að verðir laganna vilji okkur
sem fyrst í burtu. Við tökum næsta
leigubil upp á hótel og öndum léttar
þegar gatan er að baki.
★
VlKUfólk er ekki aldeilis vinalaust í
borginni þvi samband næst við Maríu
Guðmundsdóttur, fyrrum fegurðar-
drottningu Islands. Hún fór utan og
haslaði sér völl í tískuheiminum, starfaði
meðal annars sem fyrirsæta hjá Eileen
Ford. Nú hefur hún söðlað um, orðin
tískuljósmyndari með eigið stúdíó á
sjálfu Manhattan. María og vinkona
hennar, Marion, eru okkur lifandi
uppsláttarbækur yfir borgina. íslending-
arnir eru fleiri, við hittum fyrir Ólaf
Jónsson og konu hans, Systú, bæði
fyrrum starfsmenn Flugleiða. Þau sækja
okkur heim á hótel og fylgja á úti-
markað þar sem allt fæst — að sjálf-
sögðu á hreinasta tombóluverði. Nýir
pelsar, gamalt silfur, samkvæmiskjólar,
húsgögn og margt fleira. Eftir mikil
uppgrip færir Systa okkur heim til sín,
þar sem bíður kaffi og heimabakkelsi.
Rúllustigi og
lofthræddir búkar
Næsta dag reynum við hádegisverð-
inn á hótelinu, sem er enginn venjulegur
hversdagsmatur heldur glæsilegt veislu-
borð þar sem ekkert vantar. Þaðan er
haldið í næstu neðanjarðarlest, því
hvorugur verðlaunahafanna hefur reynt
slíkt farartæki fyrr. Rúllustiginn vekur
efasemdir sumra því það er ekkert
árennilegt fyrir lofthrædda búka að
leggja í niðurleið: En allt hefst, ef viljinn
er fyrir hendi, og þetta líka.
Okkar ágæta íslenska fyrirtæki Ála-
foss er með sýningarbúð á Broadway.
Þáttinn VIKAN kynnir á að þessu sinni
að vinna í heimsborginni með Álafoss-
fötin í huga. Þaðan liggur leiðin í stærsta
módelfyrirtæki borgarinnar, Vilhelmina.
Við skoðum staðinn með Marion í
broddi fylkingar og sannfærumst um að
það er ekki aðeins að hún þekki New
York — New York þekkir hana líka.
Saddur við fyrstu
sýn
Halldór Kristjánsson, maður Álafoss I
New York, býður okkur kvöldverð á
Cattleman, sem er á 45. stræti. Við
kynnumst þar söngkonu af hressara
taginu og maturinn fer býsna vel í maga.
Þaðan liggur leiðin á diskótekið fræga —
Xenon — þar sem fræga fólkið skemmt-
ir sér. Á staðnum er einn af ritstjórum
Cosmopolitan að störfum með ljós-
myndara. Ætlunin er að skrifa sögu
staðarins og þau sleppa ekki frá okkur
fyrr en þau hafa í höndum myndir af
verðlaunamódelunum íslensku, fyrir
febrúarhefti Cosmopolitan.
Eitt af því sem ókunnugir þurfa að
reyna í New York er að bragða alvöru-
humar, sem staðarbúar kalla „lobster”.
Við notum Marion sem leiðsögumann
og förum með henni á York Restaurant,
2. Avenue, 38. stræti. Þar kemur
humarinn í öllu sínu veldi og annar
verðlaunahafinn verður saddur við
50. tbl. Vikan 59