Vikan


Vikan - 10.12.1981, Side 75

Vikan - 10.12.1981, Side 75
Hóðan og þaðan TOHAVEHISBABY BURT REYNOLDS PATERNITY Aumingja Burt! Það er ekki tekið út með sældinni að vera frægur. Burt Reynolds hefur illilega orðið fyrir barðinu á óskammfeilnum félagsskap sem hefur notað hann mál- efni sínu til framdráttar. Burt hefur nýverið leikið í kvikmynd sem ber nafnið „Hann vill að Þú gangir með barn sitt” og sýnir auglýsinga- Plakatið Burt í vel þekktri stellingu, sem ameriski herinn notaði í auglýsingum sínum um herkvaðningu í fyrri heims- styrjöldinni. Sama stelling var síðar notuö til þess að minna konur á að taka pilluna sina. En hverjum hefði getað dottið í hug að „Samtök áhugamanna um fósturbörn” (sem einbetta sér að því að fá konur til að ganga með böm fyrir þær sem ekki geta það) gætu tekið upp á því að nota þessa mynd til þess að auglýsa málstað sinn. Burt (sem hvað eftir annað hefur lýst þvi yfir að hann vilji ekkert frekar en verða faðir) vill ekkert við það kannast að styðja þennan málstað og hefur höfðað mál á hendur samtökunum. Sitfur sem fallið hefur á Þegar jólin nálgast er kominn tími til að huga að silfrinu. Ef það hefur legið lengi ónotað er hætt við að fallið hafi á það. Ágætt húsráð til að forðast slíkt er að setja venjulegan krítarmola í kassann hjá silfrinu eða í skúffu þar sem silfur- munir eru geymdir. Þá fellur síður á það. Það er útbreiddur misskilningur að fægilögurinn geti smám saman eytt silfurhúðinni. Það er miklu frekar núningurinn, þegar silfrið er fægt, sem eyðir silfurhúðinni, ekki efnabreytingin sem verður þegar fægilögurinn er borinn á hlutinn. Því er nauðsynlegt að nota besta löginn og þann sem endist lengst. Þá er hægt að komast hjá • því að vera sífellt að pússa gripina. Það hlýtur að hafa verið einhver verutega illkvittinn sem fann upp sjónvarpið til að þjappa fjölskyldunni saman. Hinir einu sönnu víkingar S°nurinn fjögurra ára eftir að hafa horft ^ þætti Magnúsar Magnússonar um vikingana í sjónvarpinu: „Mamma, er bað ekki gott að víkingarnir eru hættir að vera bardagamenn og orðnir bara fót- boltalið?” Mótleikaraerjur Brooke Shields er mjög óánægð með þá umfjöllun sem hún hefur fengið i blöðum eftir frumsýningu á nýjustu mund hennar„Endless Love”. Það sem mest í taugarna'r á stjörnunni er só athygli sem mótleikari hennar, Martin Hewitt, hefur fengið. Engum finnst það neitt undarlegt þar sem hann er ný stjarna og myndarlegur í þokkabót. Illar tungur hafa sagt að Brooke . Shields verði að sætta sig við þetta, ástæðan sé einfaldlega sú að hann sé „miklu sætari en hún”. 3«. tbl. Vlfcan 73

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.