Vikan - 10.12.1981, Side 77
emo, myndskreytt af Verner Munch
10. hluti
Framhaldssaga
KILLINN
En hvar voru þeir þá? Biðu þeir einhvers staðar
í þessu kolsvarta myrkri? Jonasi fannst sem ein-
hver sceti í myrkrinu og héldi niðri í sér and-
anum.
Rugl! Hann var orðinn ímyndunarveikur.
að kenna á því, ef þú reynir einhverjar
kúnstir.
Hún kinkaði kolli. — Manstu, að ég
sagðist ekki hafa tíma fyrir þessa vit-
leysu. Það var satt. Ég var á leiðinni til
að setja hestinn minn inn, þegar þú
breyttir áætlun minni. Ég hef áhyggjur
af skepnunni. Get ég ekki beðið
Jonas....?
— Ég gef skít í hestinn þinn!
— En það geri ég ekki. Og þú ættir að
minnsta kosti að skilja, að ef ekki verður
sinnt um hestinn, verður farið að leita
að mér miklu fyrr en þú hefur áreiðan-
lega reiknað með.
Þama tefldi Katja djarft, en hún
treysti á fremur takmarkað gáfnafar
Berras. Hann var auk þess afar tauga-
óstyrkur og augljóslega dauðhræddur
um, að allt væri að fara út um þúfur.
Annars hefði hann ef til vill áttað sig á
því, hversu ótrúlegar staðhæfingar
Kötju voru. Hann tvinnaði saman blóts-
yrðum.
— Drullaðu þessu þá út úr þér við
hann?
Hann rétti Kötju tólið. — Ó Jonas,
þetta er Katja.
Berra hallaði sér að henni og hlustaði
ákaft.
— Elsku vina, hvar ertu?
— Það get ég ekki sagt þér. Þú verður
að gera eins og hann segir, Jonas. Þetta
með byssuna er rammasta alvara.
Berra kinkaði kolli sigri hrósandi.
— En það er eitt, hélt hún áfram. —
Hesturinn minn er úti í haganum.
Geturðu sett hann inn í hesthúsið fyrir
mig?
— Hesturinn....?
— Þú hefur komið þangað áður, svo
að þú hlýtur að geta gert þetta fyrir mig,
flýtti hún sér að halda áfram.
— Ég skil, sagði Jonas. — Ég skal sjá
um hann fyrir þig. Líður þér sæmilega?
— Hafðu engar áhyggjur. Nú færðu
að tala aftur við þennan orðfagra vin
okkar hérna. Og það er eins gott að gera
eins og hann vill, því höndin á honum
skelfur jafnmikið og hjartað.
— Haltu kjafti, druslan þín, hvæsti
Berra og reif af henni símtólið.
— Jæja, trúirðu því þá núna, að þetta
sé alvara? Það er eins gott fyrir þig að
Sera, eins og ég segi. Þú átt að setja
lykilinn i umslag og setja það í ruslakörf-
una á Stóratorgi klukkan.... ehe,
nákvæmlega hálfeitt í nótt. Þegar við
höfum sannfært okkur um, að þú hafir
látið okkur fá rétta lykilinn, geturðu
fengið stelpuna. Og engar kúnstir, þvi þá
sérðu hana ekki aftur lifandi.
— Égskil.
— Ef þú reynir að gabba okkur og
sendir á okkur lögregluna, þegar við
sækjum lykilinn, þá hefur sá, sem passar
hana, fengið fyrirmæli um að skjóta
hana og fela líkið.
Hann lýgur, Jonas, hann er einn,
hrópaði Katja í hjarta sínu.
Samtalinu var lokið.
Kötju og Jonasi var báðum jafnljóst,
að þótt Berra fengi rétta lykilinn í hend-
urnar, yrði henni ekki hlíft. Hann yrði
að þagga niður í henni, og til þess var
aðeins ein leið. Hún var, ásamt Jonasi,
komin efst á lista þessa óþokka yfir
óæskilegar persónur.
Ekki þýddi heldur að segja Berra frá
heimkomu Svantessons. Hann hafði
engan áhuga á Svantesson forstjóra.
Hann vildi aðeins fá lykilinn — og inni-
hald hólfsins.
— Jæja, sagði Berra og lýsti á úrið
sitt. — Það er eins gott að fara að koma
sér. En þú skalt ekki ímynda þér, að þú
fáir að sitja hér og hafa það gott, með
síma og allar græjur við höndina. Ég
ætla að tjóðra þig annars staðar, það
veitir ekki af að kæla þig til að lækka í
þér rostann.
Hann flissaði, auðheyrilega ánægður
með gerðir sinar þessa stundina.
Katja andvarpaði. Henni var þegar
nógu kalt. En hún mátti þakka fyrir,
meðan Berra skildi ekki samhengið í
orðum hennar við Jonas. Sennilega
hafði hann ekki hugmynd um, að þessi
bygging hafði eitt sinn átt að verða
hesthús og að fyrir utan hafði verið
hestahagi.
8. kafli.
F JARVERA Hulténs lögreglufor-
ingja, þegar Jonas reyndi að ná tali af
honum fyrr um kvöldið, átti sína eðli-
legu skýringu. Hann var nefnilega í mót-
tökunefndinni, þegar Svantesson for-
stjóri lenti á flugvellinum ásamt fríðu
föruneyti.
Forstjórinn var þykkjuþungur og
hljóður í bílnum á leiðinni. Hann lét
hugann reika, meðan lögregluforinginn
rabbaði við brasilískan starfsbróður
sinn.
Hvað átti þetta eiginlega allt saman
að þýða? Það var óhugsandi, að nokkuð
gæti hafa komist upp ennþá. Þetta hlaut
að vera eitthvert smámál. Hann hlyti að
geta snúið sig út úr því, hvað sem það
var.
En hvað voru þeir nú að segja? Að
ráðist hefði verið á Callenberg? Og
árásin misheppnast? Aldrei hefði honum
dottið í hug, að þeim forhertu skúrkum,
Berra og Stickan, gæti mistekist jafn-
einfalt mál eins og að koma einum
náunga, sem ætti sér einskis ills von,
fyrir kattarnef! Þetta var óskiljanlegt!
Ha, lykillinn? Hvernig gat Callenberg
hafa grunað, að árásin á hann stæði í
einhverju sambandi við lykilinn, sem
hann hafði fengið honum til varðveislu?
Og nú hafði þessi Iögregluforingi hvað
eftir annað nefnt Kötju Francke! Hún
vann reyndar á skrifstofunni, en hvernig
gat hún komið þessu máli við?
Nú sneri lögreglufulltrúinn sér beint
að Svantesson forstjóra og lagði fyrir
hann spurningu.
— För mín til Brasilíu á sér fullkom-
lega eðlilega skýringu, svaraði hann. —
Ég vildi hins vegar ekki láta alltof marga
vita af henni. Ég hef lengi verið með
áætlanir á prjónunum um að stofna
dótturfyrirtæki í Brasilíu, og för mín
þangað núna var liður í undirbúningn-
um. Við verðum að leggja okkar skerf af
mörkum til þróunarlandanna, ekki satt?
Hultén virtist vantrúaður á göfugan
tilgang Svantessons. — Þú varst farinn
að svipast um eftir einbýlishúsi í
Brasilíu.
Snuðrarar! hugsaði Svantesson illur.
— Hvað er athugavert við það? Sá,
sem kemur til með að veita fyrirtækinu
forstöðu, verður að hafa bústað við
hæfi.
Svantesson var hinn ánægðasti með
svör sín. Hann óttaðist það ekki, að
lögregluforinginn stæðist honum
snúning. Reyndar hafði hann aldrei látið
mæla greindarvísitölu sína, en hann
efaðist ekki um, að hún lægi í hærri
kantinum. Hann ákvað að herða á
góðmennskuímyndinni.
— Ég skal segja þér, Hultén lögreglu
foringi, að ég hef alltaf verið mikill
fagurkeri. Ég dái hið fagra i lífinu. Allt
ljótt særir mig. Þess vegna flýtti ég för
minni til Brasilíu. Ég þoldi ekki að horfa
upp á þau spjöll, sem nú eru framin á
landareign minni. Viðurstyggilegar
vélar rótast þar um og rífa upp falleg
birkitré og breyta gróðurvin í moldar-
flög. Ég hef alltaf verið mikill náttúru-
unnandi, og þetta var einum of mikið
fyrir mig.
— Það efa ég ekki, sagði Hultén. —
En ég get huggað þig með því, að þessari
50. tbl. Vikan 77