Vikan - 10.12.1981, Síða 78
umbyltingu er nú lokið, samkvæmt frétt
í einu dagblaðanna í dag.
— Ágætt! En næsta stig verður ekki
betra. Þeir ætla að byggja stór og ljót
hús á landareign minni.
— Mér skilst nú, að hún sé ekki þín
lengur, tautaði Hultén lögregluforingi.
— Og ekki eru öll stór hús ljót nú til
dags. Arkitektunum okkar fer stöðugt
fram.
— Það leyfi ég mér að draga í efa,
sagði Svantesson fyrirlitlega.
— Jæja, svo að við snúum okkur að
lyklinum, sem þú lést Callenberg fá,
sagði Hultén skyndilega. — Að hverju
gengur hann?
Fari þessi Callenberg til fjandans!
Aldrei var hægt að treysta neinum. En
Svantesson dó ekki ráðalaus.
— Hann gengur að bankahólfi mínu í
Sviss, sagði hann drembilega. — Og þar
sem ég vildi ekki taka hann með mér til
Brasilíu, bað ég Callenberg fyrir hann og
lagði á það áherslu, að hann léti hann
ekki í hendurnar á nokkrum manni
öðrum en mér. Hann hefur greinilega
svikið það loforð.
— Hvaða banka skiptirðu við í Sviss?
— Mér ber engin skylda til að
upplýsa það.
— Nei, en jrnð kæmi þér ef til vill til
góða í þessu máli, ef þú værir
samvinnuþýður.
— Þessu máli? Ég veit ekki til þess, að
um neitt mál sé að ræða, sagði Svantes-
son æstur. — Þið hafið gjörsamlega að
ástæðulausu, að þvi er virðist, kallað
mig heim á afskaplega lítilsvirðandi hátt,
og þar á ofan sakið þið mig um að vera í
slagtogi með einhverjum þrjótum, sem
ég þekki hvorki haus né hala á. Hug-
myndin er fráleit, að ekki sé meira sagt.
Ég held þið ættuð frekar að rannsaka
feril þessa flugmanns, Jonasar
Callenberg, sem ég hef þvi miður átt
talsverð viðskipti við.
Ég gæti best trúað, að þið rækjust
þar á sitthvað misjafnt, ef grannt væri
skoðað. Þó hefði mér aldrei dottið í hug,
að hann dirfðist að draga mig inn i sín
vandræðamál, hvernig sem þau eru
vaxin. Og ég fæ ekki skilið, hvernig
lykillinn minn kemur hér við sögu.
Hann skal fá að borga fyrir þetta
óþokkabragð, pilturinn sá. Og þú líka,
lögreglufulltrúi. Þú skalt ekki halda, að
ég sé bara hver sem er!
Hultén lögregluf ulltrúi var
áhyggjufullur, þótt það yrði ekki ráðið
af svip hans þessa stundina. Forstjórinn
var háll sem áll og virtist ekki á þeim
buxunum að láta neitt uppi. Ekkert
hefði tengt nafn Svantessons þessu máli,
ef Katja Francke hefði ekki heyrt
samtalsbrotið I skjalasafninu daginn sem
forstjórinn flaug á brott. Hugsa sér, ef
það hefði nú bara verið uppspuni! Nú,
jæja, ef til vill kæmi eitthvað upp á yfir-
borðið, þegar þeir Svantesson og Stickan
yrðu leiddir saman.
— Þá erum við komnir, sagði Hultén,
þegar bíllinn stansaði fyrir framan
lögreglustöðina. — Gakktu í bæinn!
En lögregluforinginn varð fyrir mikl-
um vonbrigðum með fund þeirra
Stickans og Svantessons. Sá síðarnefndi
horfði fyrirlitlega á unga afbrota-
manninn og yppti því næst öxlum.
— Hvers lags fólk heldur þú eiginlega,
að ég umgangist, lögreglufulltrúi? Þetta
er hrein og bein móðgun.
Og Stickan bætti ekki úr skák. —
Aldrei séð þessa spíru fyrr á ævinni,
sagði hann kæruleysislega. — Svona
snobbhanar ættu ekki að hafa út-
gönguleyfi.
1 sama bili kom næturvörðurinn
þjótandi inn. — Hultén, Callenberg er I
símanum. Hann hefur hringt áður í
kvöld. Það er eitthvað mjög mikilvægt.
Lífsspursmál, réttara sagt.
Hultén tók þegar símann. Að
símtalinu loknu sneri hann sér aftur að
Svantesson og var nú í senn
áhyggjufullur og sigri hrósandi á
svipinn.
— Jæja, Svantesson forstjóri. Nú
virðist ýmislegt vera að gerast. Ég ætla
að bjóða þér með í útkall.
— Hvað er um að vera? Hvað kemur
mér það við?
— Fyrst förum við á Stórtorgið. Siðan
liggur leiðin til þinnar dýrmætu landar-
eignar hér í útjaðri borgarinnar.
— Heim til mín?
Svantesson var orðinn ráðvilltur,
reiður og óttasleginn. En Hultén var I
essinu sínu.
S TUNDU síðar hafði lög-
reglufulltrúinn lagt bíl sínum í hliðar-
götu við Stórtorgið, þar sem lítið bar á,
en auðvelt að fylgjast með manna-
ferðum á torginu. 1 bílnum auk hans
voru einn lögregluþjónn og Svantesson,
sem var nú algjörlega á suðupunkti. Því
miður hafði annríkið á lögreglustöðinni
verið slíkt, að Hultén hafði aðeins getað
tekið einn lögregluþjón með sér. Fleiri
voru væntanlegii, þegar þeir gætu losað
sig úr öðrum verkefnum, en hann ótt-
aðist, að það yrði ekki nægilega fljótt.
Jonas kom á Stórtorgið á slaginu
klukkan hálfeitt og lagði umslagið í
ruslakörfuna.
— Þetta er Jonas Callenberg, sagði
Svantesson forstjóri æstur. — Ég vissi,
að hann hefði eitthvað óhreint í
pokahorninu. Þið ættuð að handtaka
hann, lögregluforingi!
— Vertu rólegur, svaraði lög-
regluforinginn og sussaði á Svantesson.
— Við vitum fullkomlega, hvað við
erum að gera.
Jonas gekk hröðum skrefum að bíl
sínum, settist inn í hann og ók af stað.
Hann eftirlét lögreglunni að fylgjast
með Berra, þegar hann hefði sótt
lykilinn. Sjálfur tók hann stefnuna á
bústað Svantessons. Hann reiknaði ekki
með, að Berra kæmi þangað, fyrr en
hann hefði gengið úr skugga um, að
hann hefði fengið rétta lykilinn.
Jonas var óttasleginn. Mjög ótta-
sleginn. Hann vissi ekki, hvort einhver
gætti Kötju þessa stundina, en það skipti
raunar minnstu máli. Skelfilegri var sá
möguleiki, að hún væri ekki lengur á lífi.
Honum virtist leiðin ótrúlega löng og
seinfarin.
Jonas hafði krafist þess að fá að fara
beinustu leið þangað sem hann taldi
Kötju geymda. Hann hafði enga eirð í
sér til að bíða eftir Hultén og
aðstoðarmanni hans, og þar sem Hultén
hafði ekki fleiri mönnum á að skipa þá
stundina, neyddist hann tilað fallast á
kröfur Jonasar, þótt honum væri það
þvert um geð. Að vísu var afar ólíklegt,
að Berra hefði kært sig um að flækja
fleiri í málið og þvi sennilegast, að
hann hefði orðið að skilja Kötju eftir
eftirlitslausa. En það var aldrei að vita,
og Jonas hafði skýr fyrirmæli um það aö
fara að öllu með gát og rasa hvergi um
ráð fram, heldur bíða með allar aðgerðir,
uns liðsauki bærist.
Jonas lagði bílnum nokkru áður en
hann kom á leiðarenda og gekk það sem
eftir var leiðarinnar. Hann kom að bak-
hlið hesthússins eftír langa göngu yfir
ógreiðfært, uppbrotið land. Allt var
dimmt og hljótt.
Sitja þau í myrkri? hugsaði hann
órólegur. Eða er ef til vill enginn hér?
Var þorparinn búinn að þagga niður í
Kötju fyrir fullt og allt?
Nei, svona mátti hann ekki hugsa.
Hann læddist i kringum húsið. Glugg-
ar voru svo hátt uppi, að ekki var unnt
að gægjast inn um þá. Hann fann aðeins
einn inngang, tvöfaldar dyr. Átti hann
að voga sér... ?
Fyrirmælin voru að bíða eftir lög-
reglunni!
Nei! Hann gat ekki beðið. Enda var
ekki öruggt, að heill flokkur lög-
reglumanna næði betri árangri en einn
maður. Þeir kynnu að hræða þrjótinn,
sem hugsanlega stæði yfir Kötju með
byssuna á lofti og ... Nei, hann mátti
ekki hugsa þá hugsun til enda. Það var
um Kötju að ræða. Katarinu hans, sem
hafði orðið að þola svo margt um ævina
og sem hafði sýnt svo mikið hugrekki í
baráttunni fyrir þolanlegu lífi. Hér
utandyra gerði hann ekkert gagn.
Hultén lögregluforingja hefði ekki
líkað þetta. Én hann var nú víðs fjarri.
Jonasi til mikillar undrunar voru
dyrnar ólæstar. Þær opnuðust
hljóðlega um leið og hann þrýsti hand-
fanginu niður. Hann þreifaði á hurðinni
innanverðri og fann, að þar var slá.
Greinilegt var, að á hurðinni var enginn
lás og þar af Ieiðandi ekki hægt að læsa
að utanverðu.
Ekkert benti til annars en húsið væri
autt. Gat hann hafa misskiiið ábendingu
Kötju um hestinn og hagann og húsið?
Nei, hún hlaut að hafa átt við
þennan stað. Hún vissi, hvað þau
hugsuðu líkt, og hún hafði treyst því, að
hann skildi. Þetta hlaut að vera rétti
staðurinn. Þetta varð að vera sá rétti.
Inni var álíka dimmt og úti, og Jonas
vonaði, að það kæmi í veg fyrir, að
dyragáttin sæist. Hann lagði hurðina
varlega að stöfum á eftir sér.
Ekkert hljóð heyrðist. Hann fremur
skynjaði en sá, að hann var staddur I
stórum, auðum geimi. Það var
hrollkalt.
Katja, Katja, hef ég komið of seint?
bergmálaði í huga hans. Þú, sem áttir að
verða mín. Við tvö vorum sköpuð fyrir
hvort annað. Þetta mega ekki vera enda-
lokin á því, sem var ekki einu sinni
byrjað!
Hann læddist varlega meðfram
veggnum. Hvað bjó í þessu myrkri?
Hversu margir voru eiginlega í kringum
þennan Berra? Hann vissi ekki um aðra
en Stickan, sem var nú í öruggum
höndum lögreglunnar, og Birgit Karls-
son. Hana óttaðist hann ekki. Konur
gátu að vísu verið grimmar, jafnvel
grimmari en karlmenn. En ekki Birgit
Karlsson. Hann hafði horft I augu
hennar, þegar þau hittust við bílinn
hans. 1 þeim var engin grimmd. Aðeins
örvænting eiturlyfjaneytandans. Og hún
hafði heldur aldrei tekið þátt I
árásunum.
Hins vegar var ekki útilokað, að Berra
hefði kallað til einhverja, sem ekki var
enn vitað um. Einhverja ræfla, sem
gerðu hvað sem var fyrir nokkur
grömm.
En hvar voru þeir þá? Biðu þeir
einhvers staðar i þessu kolsvarta
myrkri? Jonasi fannst sem einhver sæti
i myrkrinu og héldi niðri í sér andanum.
Rugl! Hann var orðinn ímyndunar-
veikur.
Hann þreifaði sig varlega áfram, þorði
ekki að kveikja á vasaljósinu. Honum
var ljóst, að hann fór ekki viturlega að,
en hann hafði engin önnur ráð. Hann
varð að vona, að forsjónin væri honum
hliðholl.
LYKILLINN
78 Vikan 50. tbl.