Vikan


Vikan - 10.12.1981, Side 80

Vikan - 10.12.1981, Side 80
Framhaldssaga — Þarna sjáið þið, hvæsti Svantesson. — Það er greinilegt, hvað hér er á seyði. Callenberg var að koma skilaboðum til þessa náunga. Þeir eru sem sagt í slag- togi. Eða viljið þið heldur leggja trúnað á orð þessa Callenbergs en mín? — Þetta var lykillinn þinn, sagði Hultén þurrlega. — Lykillinn minn? Lykillinn að bankahólfinu mínu í Sviss? Og þetta horfið þið á án þess að hreyfa hönd eða fót. Eruð þið með réttu ráði? — Þetta er nóg! sagði lögreglufulltrú- inn hvasst. Berra hafði nú fiskað upp umslagið og gekk kæruleysislega í burtu. Aðstoðar- maður Hulténs hélt i humátt á eftir honum. Hultén setti bílinn I gang og hugðist fylgja á eftir í hæfilegri fjar- lægð. En þá kom aðstoðarmaður hans hlaupandi til baka og hentist inn,í bilinn. — Hann er á bíl, sagði hann and- stuttur. — Af stað á eftir honum. Þeir komu fljótlega auga á bílinn. Lítinn, rauðan Austin. — Þetta er bíll Kötju Francke, sagði Hultén. — Skiptu við mig, þú ert yngri og djarfari í akstri. En varlega nú, Anderson, hann má ekki fá grun um það, að við séum að elta hann. Þeir skiptu í snatri um sæti, og Ander- son ók í humátt á eftir Berra. — Hvað í ósköpunum kemur skrif- stofustúlkan mín þessu máli við? spurði nú Svantesson með áherslu á hverju orði. — Er það ef til vill hennar sök, að ég er dreginn inn í þetta? Hultén sneri sér að honum. — Það er líklega kominn tími til, að þú fáir að vita það. Sannleikurinn er sá, að hún heyrði fyrir tilviljun á samtal milli þín og hins svokallaða Stickans á skrifstofu þinni. Þar kom fram, að þessir þokkapiltar skyldu ráða Jonas Callenberg af dögum og þiggja að launum þennan dýrmæta lykil. — En sú svívirðilega lygi! hvæsti Svantesson, bólginn af reiði og hneykslun. — Og á þeirri endemis þvælu byggið þið allar ykkar aðgerðir. Fyrr má nú vera heimskan! Fjandinn sjálfur! hugsaði hann ótta- sleginn. Hvernig gat hann hafa verið svona óvarkár? Hvernig í ósköpunum hafði hún heyrt til þeirra? Það hafði að vísu verið glufa á dyrunum inn i ... Nei, það var óhugsandi. Þar var enginn! — Hvað sem allri endemis þvælu líður, hefur nú flest gengið eftir, sem hún heyrði ávæning af, nema að köpp- unum hefur ekki enn tekist að gera út af við Jonas Callenberg, sagði Hultén kuldalega. — Við fáum nú að sjá, hvað lykillinn leiðir í Ijós. Ó, nei, hugsaði Svantesson í örvingl- an. Ef Berra fer þangað núna, er úti um mig. Þegar hann sér innihald hólfsins . . . Ég verð að finna upp á ein- hverju. En hverju? Forsjónin var Svantesson forstjóra hliðholl í þetta sinn. 1 fyrstu ók bíllinn eftir einni af aðal- götunum, og Svantesson fann svitann spretta út á enninu. En skyndilega jók litli, rauði bíllinn ferðina og hvarf fyrir horn. — Fjandinn! sagði Hultén. — Hann hefur orðið okkar var. Á eftir honum strax! Svantesson kreppti hnefana í kjöltu sér og bað bænir, sem tæpast hæfðu hlustum góðra vætta. En einhver virtist hafa heyrt þær, því að þegar þeir beygðu fyrir hornið, var litla, rauða bílinn hvergi að sjá. Hultén bölvaði enn hressi- lega, og enn jók Anderson ferðina. Þeir æddu gegnum göturnar í nágrenninu, en hvergi sást tangur né tetur af Berra né bílnum. LóKS var Katja laus. Hún neri úlnlið- ina og hryllti sig. — Mér er svo kalt. Ég er nánast gegnfrosin. Get varla hreyft mig. — Komdu, sagði hann blíðlega og lagði handlegginn um axlir hennar. — Nú flýtum við okkur heim og hlýjum okkur. Þó gaf hann sér tíma til að vefja hana að sér og strjúka hár hennar. Hún leyfði honum það treglega, og hann fann það. — Reyndu að lita á mig sem föður, tautaði hann. — Eða eins og stóra bróður. Hann fann, að hún slakaði á. — Nei, sagði hún lágt. — Það er of litlaust. Frekar sem vin. Afar góðan, stóran og sterkan vin og verndara. — Það er ágæt byrjun, hvíslaði Jonas. Þá barst þeim skyndilega bílhljóð til eyma. Þau stirðnuðu upp. — Heyriröu? hvíslaði Katja. — Þetta er bíllinn minn. Hann er að koma aftur, Jonas. Og hann er vopnaður! Röddin titraði. Jonas leit í kringum sig. — Við náum ekki að komast út, sagði hann. — En ég komst að því áðan, þegar ég var að leita að þér, að yfir helmingn- af stóra geimnum er einhvers konar pallur eða loft, hefur sennilega átt að vera heyloft. Komdu! Hér er tunna, sem þú getur klifrað upp á. Finnurðu ekki skörina? Hún þreifaði fyrir sér. — Jú, hvíslaði hún. — Ý ttu aðeins á mig. Hann hjálpaði henni og vó sig síðan upp á eftir henni. Svo skriðu þau inn eftir loftinu og kúrðu sig eins innarlega og þau komust. Það mátti ekki tæpara standa. Dyrnar opnuðust. Katja barðist gegn því að hnerra af rykloftinu þar uppi. Jonas hélt fast utan um hana báðum höndum, og við því var ekkert að gera, eins og á stóð. Berra var ekki einn. — Eins og maður þekki ekki þessa snuðrara, hnussaði í honum. — Maður ftnnur af þeim fýluna langar leiðir, þó þeir séu að reyna að þykjast þessir asnar. — Getum við ekki sótt stöffið núna? sagði ungleg kvenmannsrödd. — Við gerum það seinna, þegar þeir eru orðnir leiðir á eltingaleiknum. Nú þurfum við að ganga frá smáatriði til að gleðja fiflið hann Callenberg. Sá skal ekki sleppa frá þessu glottandi. Katja skalf í örmum Jonasar. — Berra, sagði stúlkan, sem hlaut að vera Birgit Karlsson. Jonas þóttist þekkja aftur röddina. — Ég vil ekki vera með í neinu slíku. —í þessum bransa dugir enginn mömmuleikur, kelli mín. Það verðurðu að láta þér skiljast. — Já,en samt! — Nú förum við hérna inn á skrif- stofuna og hlýjum okkur svolitið, sagði hann, og það ískraði í honum. — Hér erum við hundrað prósent örugg. Við getum kíkt á stelpuna á eftir. Þau hurfu inn á skrifstofuna. — Getum við laumast út núna? hvíslaði Katja. — Nei, það er ekki óhætt. Tunnan skrölti svo mikið. Við verðum að hinkra. Hjálpin hlýtur að berast. Er þér mjög kalt? — Ekki get ég neitað því. — Hérna, reyndu að ylja þér, hvíslaði hann og vafði hana að sér innan undir jakka sínum. Hann fann, að hún streittist á móti, svo að hann hvíslaði: — Sem vinur, Katja, mundu það. Hann fann, að hún hló og slakaði á. — Sem vinur, hvíslaði hún og þrýsti sér að honum. Svo kúrðu þau sig grafkyrr þétt upp að hvort öðru. Katja fann þreytuna gagntaka sig. Hún hafði fengið höfuðverk, og fæturnir voru sem ísklumpar. Og þarna niðri var vopnaður óbótamaður. En þrátt fyrir allt var hún gagntekin áður óþekktri tilfinningu, því öryggi, sem nærvera Jonasar veitti henni, jafnvel hamingju. Svo lengi sem hann lét sér nægja vináttu hennar, var hún róleg. Vinátta krafðist einskis. Vinátta var þaðeina rétta. Hann lyfti hendinni og strauk fingur- gómunum létt yfir andlit hennar. —Ég er svo fegin að þú komst, hvislaði hún. — Þetta var svo hræðilegt. — Gerði hann þér nokkuð? — Nei. Hann lýsti því yfir, að honum geðjaðist ekki að kaktusum. — Hann hefur sem sagt fengið sinn skammt af þínum vinsamlegu athuga- semdum. — Ég lét hann ekki komast að því, hversu skelfd ég var, viðurkenndi hún. — En nú er ég ekkert hrædd, Jonas. — Ég tek það sem hrós. Hefurðu nokkra hugmynd um, hvað þú ilmar alltaf yndislega, Katja? Hún þagði drykklanga stund. Svo hvíslaði hún ofurlágt: — Geri ég það virkilega? — Svo sannarlega. Mig langar alltaf að koma nær og nær. Hann vissi, hversu mjög þessi orð glöddu hana. Henni hafði verið strítt á fjósalykt á hinn grimmdarlegasta hátt, og minningin um það eitraði ennþá líf hennar. Katja var einhver hreinlátasta og snyrtilegasta manneskja, sem hann hafði kynnst og honum var alltof Ijóst, hvers vegna hreinlæti hennar jaðraði við öfgar. Sannleikurinn var sá, að að minnsta kosti honum sjálfum féll litils háttar fjósalykt hreint ekkert illa. Því myndi þó Katja eflaust ekki trúa. Hann bölvaði í hljóði þessum yfirlætislega snobbhana, sem hafði niðurlægt þessa einlægu, grandalausu og góðu stúlku svo grimmd- arlega, að hann örvænti um, að hún biði þess nokkurn tíma bætur. Hvernig gat hann hjálpað henni að öðlast trú á sjálfa sig og mennina á nýjan leik? Vesalingurinn litli, hugsaði hann og lá við gráti af meðaumkun. Starfssystur hennar á skrifstofunni hefðu vafalaust tekið bakföll af hlátri, ef þær hefðu heyrt hugsanir hans. Katja Francke kölluð vesalingurinn litli! Þær gátu ekki ímyndað sér sjálfsöruggari manneskju en Kötju. En Jonas vissi betur. Vangar þeirra snertust. — Jonas, hvíslaði hún biðjandi. — Ég er bara að njóta ilmsins frá þér, fullyrti hann. — Eingöngu í vinsamleg- um tilgangi. — Striðnispúki, tautaði hún. Hann strauk vörunum um vanga hennar. Katja skalf. — Ekki þetta. — Hvers vegna ekki? — Þú veist það vel. — Nei, ég veit það ekki, hvíslaði hann. — Ég veit ekki, hverjar tilfinning- ar þínar eru, vegna þess að þú vilt ekki ræða þær. Framh. i næsta bladi. LYKILLINN 80 ViKan 50. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.