Vikan - 10.12.1981, Side 82
Eldhús Vikannar
Allar uppskriftirnar eru ætlaðar fyrir sex manns.
Rjúpur með brúnuðum
kartöflum og Waldorfsalati
Skolið níu stykki hamflettar rjúpur ásamt
innmat í köldu vatni og þerrið vel.
Kryddiðmeðsalti og pipar.
Brúnið rjúpurnar ásamt innmatnum vel á
pönnu og látið hvort tveggja í pott.
Steikið beikon og látið lítið eitt af vatni á
pönnuna. Sjóðið smástund til að fá góða steik-
ingarbragðið með.
Hellið þar næst soðinu í pottinn ásamt vatni
sem þarf að fljóta vel yfir rjúpurnar. Sjóðið
við vægan hita í eina klukkustund. Athugið að
innmatinn á að sía frá eftir suðu. Síið nú
rjúpnasoðiö og bakið sósuna upp með smjör-
bollu sem er 100 gr brætt smjör og 75 gr
hveiti. Bragöbætið sósuna með salti.pipar,
kjötkrafti, rifsberjahlaupi og rjóma.
Waldorfsalat
(eplasalat)
2-3 epli
100 gr majónes
1 dl þeyttur rjómi
50grsaxaðsellerí
50 gr saxaöar valhnetur
þurrt sérrí
sykur
Afhýðið eplin, takið kjarnann úr og sneiðiö í
teninga. Setjið majónes, stífþeyttan rjóma og
sellerí saman við. Bragðbætið með sérrii og
sykri. Skreytið salatið með valhnetunum.
Geymið í kæli i 30 mínútur.
Brúnaðar kartöflur
Bræðið smjör á pönnu, bætið sykri saman við
og látiö freyða. Afhýðiö kartöflurnar, bleytið
þær vel í vatni, setjið á pönnuna og brúnið
jafntogfallega.
Heilsteiktar nautalundir
með smjörsteiktum kjör-
sveppum og Bernaisesósu
1,5 kg nautalundir, hreinsaðar og brúnaðar
vel. Steikið nautalundirnar því næst í heitum
ofni (ca 350° Celsius) í 5 mínútur.
Skolið sveppina upp úr léttsöltuðu vatni,
skerið til helminga, þerrið og steikið í smjöri.
Bernaisesósa
óeggjarauður
500gr mjúktsmjör (ósaltað)
2 msk.Bernaiseessens
þipar
estragon krydd
sojasósa
Þeytið eggjarauðurnar ásamt salti og pipar í
skál yfir vatnsbaði. Athugið að halda vatninu
í pottinum viðsuðumark (ekki sjóða).
Þeytiö eggjahræruna þar til hún verður þykk.
Takið þá pottinn af hitanum og bætið í 125 gr
af smjörinu, sem verður að vera mjúkt.
Þeytið aftur. Endurtakið þar til allt smjörið
er komið saman við. Bernaise essens, estra-
gon og sojasósan sett út í aðsíðustu.
Þeytið sósuna í þrjár mínútur yfir hitanum,
notiðsósuna strax. Boriðfram meðfrönskum
kartöflum, kjörsveppum og rósakáli.
Hór bjóðum við upp á þrjár valdar upp-
skrrftir að jólamat. Það er veitingahúsið
Arnarhóll sem sár um matinn. Yfir-
matreiðslumaður er Skúli Hansen.
Sykurhjúpaður hamborgar-
hryggur með rauðvínssósu
og hrásalati
1,5 kg hamborgarhryggur soðinn í potti í eina
klukkustund. Látið vatniö fljóta vel yfir
hrygginn. Sjóðið einnig með: saxaðan lauk,
gulrætur og 8 korn af heilum pipar.
Sykurhjúpurinn ó hrygginn
200 gr tómatsósa
75grsúrtsinnep
1 dóssýrður rjómi
2 dl rauðvín
1 dl Coca cola
Allt er þetta hrært vel saman. Brúnið 150 gr af
sykri i smjöri á pönnu. Þegar sykurinn
freyðir er rauðvínsblandan sett út í.
Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að
ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið
eingöngu yfirhita á ofninum. Þannig brúnast
sykurhjúpurinnfallega.
Rauðvfnssósan
Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbætt með
kjötkrafti, þriðja kryddinu og pipar. Sósan
bökuð upp með smjörbollu: 100 gr mjúkt
smjör og 100 gr hveiti hrært saman. Sett
smám saman út í soðið.
Bætið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma og
afganginum af sykurhjúpnum.
Hrásalat
Hálft hvítkálshöfuö
f jórar gulrætur
tveir tómatar
ein agúrka
hálf dós ananas
Alltsaxaðfínt.
Salatsósa:
100 gr majónes
safinn af ananasnum
súrtsinnep
1 tsk. karri
nokkrir dropar af Tabasco sósu
HP sósa
Season All krydd
Lemon pipar
82 Vikan 50. tbl.
Hrærið sósuna vel saman og blandið út í
grænmetið. Boriðfram kalt.