Vikan


Vikan - 10.12.1981, Side 83

Vikan - 10.12.1981, Side 83
Draumar Skemmdar tennur og græn blóm Kæri draumráðandi! Mig langar að fá að vita fyrir hverju það er að dreyma vin sinn með allar tennurnar skemmdar, mjög Ijótar. Og hvað táknar ennfremur að sjá stórt gamalt hús með alla glugga fulla af grænum pottablómum. Með fyrirfram þökk, E.B. Skemmdar tennur er slæmt draumatákn og boða venjulega alvarleg veikindi einhverra nákominna. Hins vegar er stóra gamla húsið með blómunum í gluggunum tákn friðsældar og sumir segja reyndar að það merki bætta stöðu í samfélaginu. Slys eöa dauðsfall á blaði____________________ Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða þennan draum sem mig dreymdi fyrir nokkru. Hann byrjaði svona: Ég kem heim. Foreldrar mínir og bróðir minn sitja við borðstofuborðið heima. Á borðinu er miði eða dagblað, man ekki hvort. í því stendur að maður sem er giftur fóstur- systur mömmu sé slasaður eða dáinn. Ég man ekki viðbrögð Mn í draumnum en mér fannst eins og fóstursystir 'nömmu væri alltaf að reyna að segja mér eitthvað. Með fyrirfram þökk fyrir ráðnineuna. * 2020-2130 Lítil ástæða er til að þú hafir áhyggjur af þessum draumi, því hann gerir ekki meir en að boða manninum í draumnum lang- lifi. Hins vegar er mjög eðlilegt að þig dreymi þessa frænku þína oft, það er að öllum líkindum bara í beinu samhengi við hugsanir þínar hvort sem þú gerir þér grein fyrir þeim eða ekki. Gott hefði verið að vita nafn mannsins en draumráðandi gerir ekki ráð fyrir að það hefði breytt ráðningunni mjög. Skrifaðu endilega aftur ef þér finnst þig dreyma eitthvað sérstakt (til dæmis ef þessi frænka þín er að reyna að segja þér eitthvað ákveðið í draumi, þessi er ekki nógu nákvæmur til að neitt sé hægt að ráða í hann). Ef þú skrifar aftur láttu þá endilega nöfn fylgja þó við birtum þau ekki í blaðinu. Þrír draumar Kæri draumráðandi. Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig þrjá stutta drauma sem mig dreymdi sömu nóttina. 1. Mér fannst ég hafa fengið eyrnalokka að gjöf frá manni sem ég þekki, við skulum kalla hann X. Eyrnalokkarnir voru úr ekta gulli og mjög fallegir. Mér fannst ég vera að sýna þá einhverri konu sem ég veit ekki hver er. Ofsalega eru þeir kerlingarlegir, sagði hún. Ég varð fyrir svolitlum von- brigðum en tók undir það sem hún sagði þó að mérfyndist þeir alls ekki kerlingarlegir. Set ég þá síðan á mig og var ég þá einnig með aðra lokka fyrir og voru þeir með bláum steini. 2. Mér fannst ég vera stödd á nokkurs konar veitingahúsi og var ég bak við að hafa mig til því við X vorum að fara eitthvað. Leit ég I spegil og sá þá andlit sem mér fannst vera mitt en líktist þó alls ekki mér. Var ég með dökkt stutt hár, afskaplega þykkt og fallegt og var ég að greiða það. Bað ég þá X að fara I hús sem var hinum megin við götuna og ná I eitthvað fyrir mig. Mér fannst við búa í þessu húsi en ekki man ég hvað það var sem hann átti að ná I. Á meðan komu til mín hjón og spurðu mig hvort borðið sem við höfðum væri laust. Það verður það eftir augnablik sagði ég og undraðist af hverju þau endilega vildu okkar bórð þegar nóg var af lausum borðum I veitinga- húsinu. Svo kom Xaftur og hélt ég áfram að greiða mér en þegar ég leit aftur í spegilinn var ég komin með hár niður á herðar og var það blautt. 3. Mér fannst ég vera alein og ekkert nema myrkur í kringum mig. Fann ég að ég var með eitthvað á hendinni og sá þá að það var einbaugur. Var ég með hann á baugfingri vinstri handar. Virtist hann vera úr blöndu af silfri og gulli. Fannst mér hann vera dálítið laus og var hann afar breiður og særði mig. Var ég.ákveðin í að láta mjókka hann. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, G.V. Fyrsti draumurinn bendir til þess að þú fáir merkilegt tækifæri sem gæti orðið þér til frama og metorða en þú munir mæta nokkurri andstöðu fjöl- skyldunnar ef þú kýst að taka því. Engu að síður virðist draumurinn frekar beinast í þá átt að hvetja þig til að notfæra þér þetta tækifæri. Fyrr en varir mun allt verða í friði og farsæld í fjölskyldunni á nýjan leik. Næsti draumur er þér ekki eins hagstæður því svo virðist sem þú eigir þér einhverja óvildar- eða öfundarmenn sem þú þarft að gæta þín á. Þú skalt vera vel á verði gegn illu umtali og erfið- leikar sem að steðja gætu verið í sambandi við misskilning sem full þörf er á að leiðrétta. Þriðji draumurinn er þér einnig fyrir erfiðleikum, ef til vill veikindum, en í honum kemur skýrt fram að þú munir yfirstíga þá og þú munir til þess fá dyggan stuðning vina þinna. Þrátt fyrir það kýstu sjálf að eyða minni tíma með vinum þínum eftir að þessu tímabili lýkur en það mun verða öllum mjög að meinalausu og draum- ráðandi telur vist að þú takir einhverja ákvörðun sem óbeint verður þess valdandi að þú hefur ekki eins mikið af vinum þínum að segja. JÖNSSON *-»1H.V38-l8G0D 50. tbl. Vikan 83

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.