Vikan - 10.12.1981, Síða 95
Pósturinn
Það er ákaflega erfitt með hvers
konar vinnu úti í hinum stóra
heimi. Þeir sem eru svo heppnir
að fá vinnu útvega sér hana yfir-
leitt í gegnum kunningsskap,
þið vitið, þetta með maður
þekkir mann, en fyrir ykkur er
reynandi að prófa sendiráð
Norðurlandanna eða til dæmis
Garðyrkjufélag íslands sem gæti
haft utanáskrift samskonar
félagsskapar í nágrannalöndunum
og þið aftur skrifað þangað og
leitað hófanna.
Við 16 ára aldurinn öðlast
menn sjálfræði og eftir þann
aldur ætti ykkur að vera frjálst
að fara hvert sem er og þar á
meðal utan með ferðaskrifstofu.
Varðandi málaskóla á Ítalíu
þá hafa ferðaskrifstofurnar
sumar hverjar verið með umboð
fyrir málaskóla viðs vegar um
veröldina en einnig má reyna
ítalska aðalkonsúlatið (er í síma-
skránni, svo og sendiráðin og
Garðyrkjufélagið).
Shakin'Stevens
Ég þakka gott blað. Sem betur
fer á ég ekki við nein ástar-
vandamál að stríða. En þannig
er mál með vexti að mig vantar
heimilisfang aðdáendaklúbbs
Shakin’Stevens. Oghvenær á
hann afmæli?
Með von um birtingu,
XZYÖQA
P.S. Hvernig væri að birta
viðtal og plakat með Shakin ’
Stevens og Fræbbblunum?
P.S.S. Hvernig væri að birta
heimUisfang Póstsins?
XZYÖQA
Það er ósköp gott að heyra aö
þú stríðir ekki við nein ástar-
vandamál, nóg er af þeim samt.
En varðandi Shaky þá mun
hann fæddur 4. mars 1951.
Aðdáendaklúbbur einn er
starfandi í Bretlandi og heitir:
Shakin’ Stevens Official
Fan Club,
P.O. Box 36,
Coventry CV 6 5RF,
England.
P.S. Já, hvernig væri það. Fín
hugmynd.
P.S.S. Pósturinn, Vikan,
pósthólf 533,
Reykjavik.
Hallæris vin-
konur
Kæri Póstur!
Ég hef ekki skrifað þér áður en
ég vona að þú getir hjálpað
mér. Ég á nokkrar vinkonur en
það versta er að þœr nota mig
bara I hallœri, þegar þær hafa
engar aðrar.
Ég segi alltaf já þegar þær
koma til mín. Hvað á ég að
gera? Á ég að halda áfram að
segja já eða á ég að segja nei
næst?
Ég vona að þú getir hjálpað
mér.
Með fyrirfram þakklæti,
5746-4568
Kjarni málsins er sá hvort þig
langar til að halda sambandinu
við vinkonurnar eða ekki. Ef
þér þykir þær leiðinlegar og
notar þær sjálf fremur í hallæri
skaltu hætta því en reyna í
staðinn að kynnast nýjum
krökkum. Ef þú vilt hins vegar
halda sambandinu áfram
verður þú að gera eitthvað til
þess að stelpurnar vilji vera
með þér í raun og veru. Hvort
sem þú reynir að eignast nýja
vini eða bæta sambandið við
þá gömlu máttu til með að
vera fjörleg og hress í bragði og
beita persónutöfrum sem þú
býrð yfir í ríkum mæli. Vertu
ófeimin við að láta álit þitt í
ljós og segðu ekki alltaf bara já
og amen við öllu sem aðrir
leggja til. Þetta verður án efa
erfitt til að byrja með en sjálfs-
traustið eflist við hverja raun
og sjálfstraust, vingjarnlegt
viðmót og fjörlegt yfirbragð er
lykillinn að aðlaðandi
framkomu og vinsældum.
1«. tbl. Vtkan 95