Vikan


Vikan - 02.09.1982, Side 19

Vikan - 02.09.1982, Side 19
Fjölskyldumál hygli og meiri örvun en önnur börn og þaö hjálpar þeim til betri þroska. Bandaríska rannsóknin segir hins vegar lítið um tilfinn- ingalegt ástand einbirna. En það er staðhæft að tilfinningaleg tengsl viö aðra séu alveg eins djúp hjá einbirnum og hjá öðrum. Þeg- ar mörg börn eru í fjölskyldu er alltaf hætta á að ekki sé hægt að sinna tilfinningalegum þörfum eins og nauðsynlegt er til að börn þroskist eölilega. Ötal rannsóknir hafa sýnt fram á að börn hafa liðið fyrir þaö að eiga systkini og að samkomulag á milli systkina er mjög slæmt. Þegar slíkt gerist og börn eiga næstum ekkert nema slæmar endurminningar frá æsku- árunum kemur það niður á per- sónulegum tengslum við aðra. Slíkt getur komið fram í aö erfitt sé aö tengjast öðrum og ekki síst að fara inn í djúp tilfinningaleg tengsl. Það er því ekki alltaf bara hamingjan ein að eiga systkini. Að eignast systkini Það er oft erfitt að eignast systkini. Það er hins vegar vitað að það er einna erfiðast á aldrin- um eins og hálfs árs til ca þriggja ára. Um og eftir fimm ára aldur minnkar oft afbrýðisemi. Þaö er mjög algengt að systkini séu borin saman, bæði hvað varðar útlit og gáfnafar. Ef mikill munur er á þessu tvennu veldur þaö oft árekstrum. Það vill oft gleymast aö það er alls ekki það sama fyrir börn hvort þau koma í heiminn númer eitt, tvö, þrjú eða meira. Að vera frumburður gefur manni kost á að vera einn með foreldrun- um og fá mikla athygli og um- hyggju. Fyrstu börn í fjölskyldu eru oft betur gefin en þau sem koma seinna og þar líkjast þau einbirnum. Fyrstu börn fá oft sér- stakari persónuleika en þau sem seinna koma. Það hefur aö sjálfsögðu bæði kosti og galla aö vera einbirni al- veg eins og aö eiga systkini. Þaö eru hins vegar margir sem segja að þetta sé auðvelt og gott fram á fullorðinsár, en síðan komi ein- manaleiki og söknuður yfir því að eiga ekki systkini. 13 35. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.