Vikan


Vikan - 02.09.1982, Síða 24

Vikan - 02.09.1982, Síða 24
Nema foreldrakærleik, hugsaöi Tammy. „Þangað til meðlagiö þraut,” sagði hún hvasst. „Það var erfiðara fyrir okkur.” Hún hreytti þessu út úr sér með beiskju. „Það er best að þú farir, unga stúlka. Ég er of gömul til að rífast. Þú þreytir mig ákaflega.” Tammy reis á fætur. Hún tók aðra magra höndina og beina- berir fingurnir gripu þétt um hönd hennar. „Þú fékkst pening- ana aftur,” sagði hún lágt. „Jim er ánægður yfir því. Hann vill ekk- ert taka frá þér. Ekkert. Hann langar bara til að vita hver faðir hans er. Geturöu ekki orðið honum að liði? Gerðu það. Af hverju þarftu að halda því svona strang- lega leyndu?” Augun uröu óróleg, flóttaleg. „Ég get ekki aö því gert. Ég veit ekki neitt.” „Þú hlýtur aö vita hver sér þér fyrir þessu öllu.” Allt í einu voru komin tár í augu gömlu konunnar. Hún hélt enn í hönd Tammyar og var ef til vill að hugsa um dótturina sem hún eignaðist aldrei. „Þú ert of góð fyrir hann. Vertu nú ekki svona mikill kjáni.” Hún seig neðar í koddana. „Ég veit ekki hvaðan þetta kemur,” sagði hún þreytu- lega. „Ég vissi þaö aldrei. Aldrei fyrir víst.” „Ekkifyrir víst?” Dauft bros lék um varir Emily Duncan. Þunn augnlokin sigu og Tammy hefði getað trúað að hún svæfi ef hún hefði ekki haldið svona þétt um hönd hennar. Aug- un opnuðust og iörunarsvipurinn var sár. „Við héldum þá að við hefðum gert það sem rétt var. Þetta var fyrir svo löngu.” „Viltu ekki segja mér frá því? ” „Það er ekki frá neinu aö segja.” Höndin sleppti takinu og féll niður á lakið. „Ég er svo þreytt. Mig langar bara til að hvílast.” „Sjáðu nú til, ég ætla aö skilja eftir nafn mitt og símanúmer. Ég skal skrifa það.” Tammy reif síðu úr dagbók og skrifaði þetta með skýrum prentstöfum. „Ég set þetta undir glasiö með appelsínusafanum. Svo það fjúki ekki.” Grátt höfuðið hneig svolítið til samþykkis. Augun horfðu aftur á hana. „Farðu frá honum, vina mín. Ekki búa þér til erfiðleika. Lífiö getur verið svo grimmt.” Tammy gekk eftir stuttum ganginum og niður stigann. Þegar hún kom niöur í anddyrið steig Neil Russell út úr lyftunni á þriöju kunnað að meta að þið hjónin óluð hann upp. Hann talar oft um það.” Magrar æðaberar hendur gripu í rúmfötin í mótmælaskyni. „Hann olli okkur miklum erfiðleikum.” „Ekki hann, er það? En erfiðleikarnir voru vegna hans. Hann veit það ákaflega vel.” „Þú ert sjálfsagt komin til aö lokka mig til sagna.” „Lokka þig til sagna? Um hvað?” Emily Duncan ók sér og leit hægt yfir herbergið. „Þú veist um hvaö. Ég ætla ekki að segja þér neitt. Jimmy reyndi og nú sendi hann þig.” „Hann langar bara til aö vita Hjónarúm Eins manns rúm ELDHUSBORÐ OG STOLAR - SKRIFBORÐ - KOMMODUR - SOFASETT OG FLEIRA. FURUHUSGÖGN SMIÐSHÖFÐA13 - SÍMI85180 BRAGI E GGER TSSON ' r-SjvC SS8ð£|§j§ðSS8|§g§g88ðftfö§8g888[ HvfuiMlu*; Otiw hver raunverulegur faöir hans er. Er það til of mikils ætlast?” „Sagði hann þér að hann var í fangelsi? Hann var alltaf til vand- ræða.” „Var þaö þá bara peninganna vegna sem þið tókuð hann að ykkur? Þótti ykkur ekkert í það varið?” Þegar Tammy sá fýlulegt augnaráðið bætti hún viö: „Þaö er ekki að undra aö hann skuli hafa lent í fangelsi. Það kærði sig eng- innumhann.” Dökk augun beindust að Tammy, hendurnar rifu í rúmföt- in og kuðluðu þau saman. „Við önnuðumst hann vel. Hann skorti aldrei neitt.” Nýgerð með gamla góða laginu. Sundurdregin BARNARÚM 24 Vikan 35. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.