Vikan


Vikan - 02.09.1982, Blaðsíða 40

Vikan - 02.09.1982, Blaðsíða 40
samansafn. Hver myndi nokkurn tíma vilja eignast þennan græna taftkjól? Meira aö segja haföi ein- hvern tíma endur fyrir löngu verið gert við sum fötin. Bleikar galla- buxur héngu þarna og á þær haföi verið saumað Beach Boys For Ever. Neðan undir tómum skálm- unum voru nokkrir karlmenn að prútta. Raddir þeirra heyrðust gegnum tónlistina sem leikin var úr ferðaútvarpi sem stóö uppi á skyrtuhaug. Hún nam staðar. Hún var búin að koma auga á þaö sem hún vildi kaupa. „Kitne?” Hún benti. Yfir höfði hennar hékk kjóll. í skugganum inni í sölubúðinni sat Pathani á fatahrúgu. Hann var meö túrban á höfðinu. Shamime sagði að Pathanar rækju þessa verslun. Hann hallaði sér svolítið fram til þess að sjá á hvað hún benti. „Das rupea,” sagði hann áhuga- laus og hallaði sér aftur á bak á nýjan leik. „Das?” Hún glápti. „Tíu?” Vinur mannsins náði kjólnum niður. „Alveg tipp-topp fyrir memsahib. Mjög fallegur kjóll. Sjáðu, skoðaðu.” Hann benti á miðann. Menn söfnuðust saman umhverfis þau. Á miðanum stóö St. Michael Polyester/Cotton og þetta var hennar stærð. „Sex rupees,” sagöi hún. Önnur föt voru seld fyrir eina rupee og jafnvel minna. Hún var enginn kjáni. Hún var búin að vera hér í tvo mánuði. Það voru meira að segja hvítar bryddingar á vösunum. Hún vafði honum saman og stakk honum undir handlegginn. Hún ók heim á leið í kerru. Það var næstum komið hádegi. Uppi á lofti var Mohammed að úða gardínurnar á stigapallinum með moskítóúða. Hún lokaði baðher- Heitavatnsmaðurinn „Das.” „Sjö.” „Das. Tíu. Síðasta boö.” „Þetta er ekki gott.” Vinurinn hristi höfuðið og benti á víöu kurta-buxurnar sem hún var í. „Þetta er best.” Hann lyfti upp kjólnum. Það var gulköflóttur skyrtublússukjóll en í svona kjól hafði hún ekki gengið svo árum skipti. Hún yrði að vera ensk í útliti, hvað sem öðru leið, vegna ljósmyndarans. Hún stundi hátt. „Allt í lagi, tíu þá.” Kjóllinn var alveg fullkominn. bergisdyrunum og setti loftkæl- inguna í gang. Það þurfti ekki að strauja kjólinn. Gamall, ólæsi- legur fatahreinsunarmiði var enn nældur í kjólfaldinn. Hún fór í kjól- inn og festi á sig litla mjóa beltið sem var úr sama efni og kjóllinn. Hún opnaði fataskápinn. Við hliðina á speglinum var taflan. Hún yrði að fá nýtt límband og festa töfluna betur upp. Hún steig aftur á bak og starði í spegilinn. Það var ný kona sem horfði þarna á sjálfa sig og hún greip hendinni fyrir munninn. Grönn, falleg og svo fullkomlega bresk. Hún var fallega vaxin — með mitti, mjaðmir. Hún leit út eins og sumar stúlkurnar sem höfðu verið með henni í bekk í skólanum — stúlkur sem hún var vön að sjá ýta á undan sér barna- vagni á Mill Hill. Hún fór í sandala og stóð upp og slétti um leið úr pilsinu. Kjóllinn leit næstum út eins og nýr, ólíkt því sem var með innlendu mússu- línsfötin sem hún hafði farið úr. Hún hafði keypt varalit í snyrti- vörubúðinni á Intercontinental. Hún málaði sig í framan. Á gólfinu lágu gömlu fötin hennar. Það var eins og hér hefðu átt sér stað hamskipti þar sem upp steig ung íhaldskonan sprottin upp frá ruslabazaarnum. Hún horfði betur í spegilinn. Fallegt andlitið brosti við sjálfu sér — svolítið freknótt með púður á nefinu og reistar augabrúnir. Um leið og hún lokaði dyrunum kom Mohammed fram úr gesta- herberginu. Það brá fyrir ein- hverju óvæntu í svip hans. Hann benti á höfuð sitt. „Ég hélt. . . ég sjá Memsahib Smythe.” Hún var að velta því fyrir sér hverju hún ætti að svara þegar vélarhljóð heyrðist úr heim- keyrslunni. Hún hljóp niður og á eftir henni kom þjónninn. Þetta var Donald. „Sagði ég þér ekki að ég ætlaði að koma heim í hádegismat í dag?” Hann talaöi með þessum virðu- lega tóni sem hann notaði þegar Mohammed var nærri. Mohamm- ed hlaut að hafa munað eftir þessu þar eð hann var búinn að leggja á borðið. „Þú hefur gert eitthvaö við sjálfa þig,” sagði Donald. „Drottinn allsherjar.” „Bíddu bara þangað til ég er búin að bursta á mér hárið.” „Ég er stórhrifinn.” Hann þagöi við. „Já, svo sannarlega.” Enn starði hann og sagöi aftur: „Drottinn minn dýri.” Það var gaman að sjá hve hann var hrifinn. Hann hafði virst svo upptekinn undanfarna daga. Það stóð trúlega í einhverju sambandi við vinnuna, eitthvað sem hann vissi að hún myndi ekki skilja. Nú orðiö var vinnan farin að taka miklu meiri hluta af tíma hans en hún haföi gert í Crouch End. Þau settust niður til þess að borða. „Mikið er ég glaður yfir því að þú skulir ætla,” sagði hann. „Hvað þá?” Hún stirðnaði upp. Hún hafði auðvitað ekki sagt honum frá því sem hún ætlaði að gera. Þaö var engin ástæöa til þess að gera það enn sem komið var. Hún hafði skrifað niður stað og stund í dagbókina sína. Hafði hannkíktíhana? „Ég skildi ekki hvað þessi kjóll átti að þýða fyrr en ég mundi eftir því að í dag er þriðjudagur,” sagði hann. Hún sagði ekkert, það hékk lítil baun á gafflinum hennar. „Hvað áttuvið?” „Þriðjudagur. Það er dagur bresku eiginkvennanna.” „0, já, eiginkvennaklúbbsins.” Það var dauðaþögn á meðan hugur hennar starfaði af fullum krafti. Þetta var sniðugt. Hún hafði eiginlega ekki ætlað að fara á bak við hann af ásettu ráði. Enginn hefði tekið eftir því þótt hún hefði verið fjarverandi af því að hann var í vinnunni. Þetta yrði allt svo miklu flóknara ef hún færi aö tala um það við hann. Henni til mikils léttis gat Donald ekki ekið henni á kvennafundinn hvort eð var. Hann þurfti aö hitta menn strax að hádegisverðinum loknum og hún sagðist ekki geta farið alveg strax af stað. Hún kyssti hann í kveðjuskyni. Hún fann til hlýju gagnvart honum í dag að vissu leyti vegna þess að hann hafði ekki neytt hana til þess 40 Vlkan 3S. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.