Vikan - 02.09.1982, Qupperneq 44
Myrkraverk í músíkinni
Hljómsveitin Siouxie & the
Banshees á sér nú orðið langa
sögu miðað við margar popp-
hljómsveitir. Sumar þeirra loga
skært í stuttan tíma en brenna svo
út, aðrar loga með hægum en stöö-
ugum loga í langan tíma. Siouxie
& the Banshees hefur nærri alltaf
logað skært á popphimninum
allan þann tíma sem hún hefur
veriö til,5ár.
í 100 klúbbnum í London gerðist
áriö 1976 sá atburður að fjórir tón-
listarmenn fóru upp á svið og
spiluðu 20 mínútna langt lag, The
Lords Prayer, eöa Faöirvorið.
Þetta þótti merkur viöburður því
að hljómsveitin hafði aldrei æft og
aldrei komið fram, en konsertinn
var frábær. I hljómsveitinni voru
Siouxie Sioux, Steve Havoc, síðar
Severin, Sid Vicious og Marco
Pirroni sem síðar var í Adam &
the Ants. Hljómsveitin ákvaö að
halda áfram starfsemi, þrátt fyrir
að þeim fyndist sjálfum að það
yröi erfitt að ná öörum eins kon-
sert. Sid Vicious og Marco Pirroni
hættu. Sid fór í Sex Pistols og dó
skömmu síðar. I stað þeirra komu
þeir Kenny Morris á trommur og
John McKay á gítar. Steve
Severin spilaði á bassa og gerir
enn og Siouxie (frb. Súsí) syngur.
Hljómsveitin taldist þegar til
framvarðarins í pönkinu með Sex
Pistols, Clash og Jam.
Plötusamningur
Löngu eftir að fyrrnefndar
hljómsveitir höfðu undirritaö
samninga við plötufyrirtæki var
Siouxie & the Banshees á
fleygiferð um London, spilaði og
spilaði, en hafnaði öllum samn-
ingum sem henni voru boönir.
Ástæðan var sú aö hún vildi fá
langtímasamning en slíkir buðust
ekki. Allt fram á árið 1978 jók
hljómsveitin stöðugt við vinsældir
sínar. Tónlist þeirra var kraft-
mikil, hrá pönktónlist sem
skartaði bestu söngkonu pönksins.
Ymsir líktu hljómleikum þeirra
viö djöflamessu og Siouxie sjálfri
viðnorn.
Loks, árið 1978, bauðst þeim
samningur sem þau sættu sig við.
Polydor hét fyrirtækið, talið eitt
það allra íhaldssamasta í brans-
anum. Ekki þurfti lengi að bíða
eftir plötunni. Hún hét Hong Kong
Garden, lítil plata sem skaust
þegar upp í topp tíu í Bretlandi.
Textinn fjallar á hálfgerðu dul-
máli um Hiroshima og sölu á
kvenfólki. Lagið er austrænt.
The Scream
Stóra platan kom skömmu
síöar. Hún hét Öskrið, ,,The
Scream. Nafnið var við hæfi. Allt
þaö afl sem hljómsveitin hafði
hlaðiö upp á nærri tveggja ára
ferli slapp loks út á plötu. Þetta
var enginn venjulegur, leiðinlegur
neyslugripur heldur stór partur af
nýjum kúltúr.
Lög Jigsaw Puzzle, Switch og
útsetning á Helter Skelter eru
bestu lög plötunnar, en annars eru
öll lögin góð.
Eftir útkomu fyrstu plötunnar
virtist sem hljómsveitin hefði
brunnið út. Hljómleikarnir voru
ekki eins góðir og áður og næsta
LP platan, Join Hands, var ekki
góð. Á henni voru að vísu ýmis góð
lög eins og Playground Twist og
Faðirvorið í langri útsetningu en
heildin var slöpp. Það kom líka á
daginn aö hljómsveitin var að
leysast upp. Fyrir hljómleika í
Aberdeen gerðist það að gítarleik-
arinn og trommuleikarinn hurfu
án þess að láta vita. Siouxie og
Steve stóöu eftir með gríðarlegar
f járfestingar í nýbyrjuðu tónleika-
ferðalagi að veði. Klofningurinn í
hljómsveitinni var algjör. Hljóm-
sveitirnar hafa ekki talast við
síðan.
Fuglinn Fönix
5 dögum síðar héldu þau Siouxie
og Steve áfram hljómleikaferö-
inni, þótt ótrúlegt sé. Trommu-
leikarinn Budgie hafði gengið til
liðs við þau og gítarleikarinn
Robert Smith úr Cure, sem hitaöi
upp fyrir þau í ferðinni, tók við
gítarleiknum. Þau luku ferðinni
og tóku síðan aö hugsa sitt ráð.
Á tímabilinu janúar—maí 1980
hljóðrituðu þau plötu, Kaleidos-
cope. Þá var hljómsveitin skipuð
Severin, Sioux og Budgie. Um
mestallan gítarleik sá Skotinn
John McGeogh úr Magazine.
Hann gekk síöar aö fullu í hljóm-
sveitina.
Á undan stóru plötunni komu
tvær litlar plötur, Happy House og
Christine. Hvort tveggja voru
frábær lög sem sýndu að hljóm-
sveitin var alls ekki dauö úr öllum
æöum. Því miður var stóra platan
ekki eins góö, bestu lögin voru tvö
fyrrnefnd lög af litlu plötunum.
Hljómsveitin virtist ekki hafa
hrist saman í þá pottþéttu heild
sem seinna varð.
1981
1981 er besta ár í sögu hljóm-
sveitarinnar hingað til. John
McGeogh sameinaði sérkenni-
legan gítarstíl sinn heildarhljómi
hljómsveitarinnar og útkoman
varð hljómplatan Ju-Ju.
Á undan þeirri hljómplötu komu
nokkrar litlar plötur, eins og vana-
lega. Það er fyrst að nefna lagið
ísrael, hægt og sígandi lag með
biturri melódíu, sem telja verður
eitt af bestu lögum S & the B frá
upphafi. Síöar kom Spellbound og
síðast Arabian Knigts. Allar
þessar þrjár plötur staðfestu stöðu
Siouxie & the Banshees sem
þeirrar einu af gömlu pönkhljóm-
sveitunum sem enn er verulega
skapandi. Sjálf LP-platan, Ju-Ju,
er einnig mjög góð. Öll lögin eru á
einhvern hátt sérstök en hvert
þeirra fellur þó vel inn í heildina.
Hin tónlistarlegu myrkraverk
sem Siouxie & the Banshees hefur
stundað frá upphafi halda hér
áfram og ná fullkomnun. Kraft-
urinn er að vísu orðinn minni en á
Öskrinu en í staö þeirrar óbældu
reiöi sem þar er eru nú flóknari til-
finningaleg stef tekin upp og pæld
út af meiri tónlistarkunnáttu. Ju-
Ju er vissulega ein af bestu
plötum síðasta árs þegar litið er til
baka.
44 ViKan 35. tbl.